Tvær vikur í Eurovision: Framlag Íslands ekki bara lag heldur listaverk Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. apríl 2016 09:00 Undirbúningsvinnan er gríðarlega mikil fyrir þessar þrjár mínútur sem Greta stendur á sviðinu. Framlag Íslands til Eurovision-söngvakeppninnar í ár er eins og kunnugt er lagið Hear them calling með Gretu Salóme. Að atriðinu hefur komið teymi hönnuða og danshöfunda og hafa þau skapað grafískt listaverk sem ætlað er að undirstrika boðskap lagsins. Ólöf Erla Einarsdóttir er grafískur hönnuður sem vann áður á RÚV og hefur séð um útlit fyrir talsverðan fjölda Eurovision-atriða, en hún hefur m.a. hannað grafík og kynningarefni fyrir Vini Sjonna, Jóhönnu Guðrúnu og atriðið hennar Gretu Salóme árið 2012. Í ár er hún sjálfstætt starfandi og orðin hluti af vinningsteyminu hennar Gretu og fer með henni út til Stokkhólms næstkomandi mánudag. Ólöf vann grafíkina fyrir atriðið hennar ásamt Jonathan Duffy og hún hefur sömuleiðis hannað allt kynningarefnið fyrir Grétu. „Þetta á ekki bara að snúast um lagið, þetta er boðskapur og þetta er listaverk. Við tókum upp öll atriðin, þessa skugga, breyttum þeim í tölvuforriti og klipptum þá saman við lagið og það varð að þessari grafík sem var með atriðinu í Söngvakeppninni,“ segir Ólöf og á þar við skuggana sem voru í bakgrunni á sviðinu í vinningsatriði Gretu Salóme, Hear them calling.Ólöf ásamt samstarfsfélaga sínum, Jonathan Duffy.„Við erum búin að senda þeim í Stokkhólmi allt sem við erum búin að hanna og risastórt „storyboard“ um hvernig við viljum að þetta líti allt út á sviðinu úti, sem er auðvitað miklu stærra og býður upp á miklu fleiri möguleika. Þar erum við búin að vinna með hönnuðum sem þau þarna úti hafa komið okkur í samband við og þau eru með nýja heilmyndatækni sem við erum að vinna með. Mikill partur af grafíkinni okkar verður á sviðinu, við viljum halda eins mikið í upphaflega atriðið og við getum,“ útskýrir Ólöf og bendir á að boðskapurinn í laginu endurspeglist mikið til í grafíkinni. „Við stefnum á að taka atriðið lengra en halda samt í upphaflegu hugmyndirnar. Þeir úti eru með allt okkar efni og við höfum verið að bæta inn í það.“ „Boðskapurinn er að þessar raddir sem maður er að heyra alls staðar á internetinu, þessar neikvæðu raddir, eigi maður ekki að hlusta á. Þú ert miklu betri en það, þú átt ekki að hlusta á neikvæðu raddirnar. Þú ert þú, það getur enginn sagt þér að þú sért eitthvað annað.“ Það verður spennandi að sjá hvernig atriðið þeirra kemur út á sviðinu í Stokkhólmi, Svíar hafa ekki verið þekktir fyrir að láta sitt eftir liggja þegar kemur að Eurovision og það er alveg víst að þeir brydda upp á nýjungum þetta árið. Hvort það verða heilmyndir dansandi við hliðina á Gretu Salóme er ekki víst en þarna verður boðið upp á sjónarspil. Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Framlag Íslands til Eurovision-söngvakeppninnar í ár er eins og kunnugt er lagið Hear them calling með Gretu Salóme. Að atriðinu hefur komið teymi hönnuða og danshöfunda og hafa þau skapað grafískt listaverk sem ætlað er að undirstrika boðskap lagsins. Ólöf Erla Einarsdóttir er grafískur hönnuður sem vann áður á RÚV og hefur séð um útlit fyrir talsverðan fjölda Eurovision-atriða, en hún hefur m.a. hannað grafík og kynningarefni fyrir Vini Sjonna, Jóhönnu Guðrúnu og atriðið hennar Gretu Salóme árið 2012. Í ár er hún sjálfstætt starfandi og orðin hluti af vinningsteyminu hennar Gretu og fer með henni út til Stokkhólms næstkomandi mánudag. Ólöf vann grafíkina fyrir atriðið hennar ásamt Jonathan Duffy og hún hefur sömuleiðis hannað allt kynningarefnið fyrir Grétu. „Þetta á ekki bara að snúast um lagið, þetta er boðskapur og þetta er listaverk. Við tókum upp öll atriðin, þessa skugga, breyttum þeim í tölvuforriti og klipptum þá saman við lagið og það varð að þessari grafík sem var með atriðinu í Söngvakeppninni,“ segir Ólöf og á þar við skuggana sem voru í bakgrunni á sviðinu í vinningsatriði Gretu Salóme, Hear them calling.Ólöf ásamt samstarfsfélaga sínum, Jonathan Duffy.„Við erum búin að senda þeim í Stokkhólmi allt sem við erum búin að hanna og risastórt „storyboard“ um hvernig við viljum að þetta líti allt út á sviðinu úti, sem er auðvitað miklu stærra og býður upp á miklu fleiri möguleika. Þar erum við búin að vinna með hönnuðum sem þau þarna úti hafa komið okkur í samband við og þau eru með nýja heilmyndatækni sem við erum að vinna með. Mikill partur af grafíkinni okkar verður á sviðinu, við viljum halda eins mikið í upphaflega atriðið og við getum,“ útskýrir Ólöf og bendir á að boðskapurinn í laginu endurspeglist mikið til í grafíkinni. „Við stefnum á að taka atriðið lengra en halda samt í upphaflegu hugmyndirnar. Þeir úti eru með allt okkar efni og við höfum verið að bæta inn í það.“ „Boðskapurinn er að þessar raddir sem maður er að heyra alls staðar á internetinu, þessar neikvæðu raddir, eigi maður ekki að hlusta á. Þú ert miklu betri en það, þú átt ekki að hlusta á neikvæðu raddirnar. Þú ert þú, það getur enginn sagt þér að þú sért eitthvað annað.“ Það verður spennandi að sjá hvernig atriðið þeirra kemur út á sviðinu í Stokkhólmi, Svíar hafa ekki verið þekktir fyrir að láta sitt eftir liggja þegar kemur að Eurovision og það er alveg víst að þeir brydda upp á nýjungum þetta árið. Hvort það verða heilmyndir dansandi við hliðina á Gretu Salóme er ekki víst en þarna verður boðið upp á sjónarspil.
Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira