Elísabet Englandsdrottning níræð og barnabarnabarnið á frímerki Sæunn Gísladóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Ein myndanna sem verður á hátíðarfrímerkjunum sýnir erfðaröðina að bresku krúnunni. Fréttablaðið/EPA Elísabet II Englandsdrottning fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag. Ár hvert heldur hún upp á tvö afmæli, annars vegar fæðingardag sinn, 21. apríl, og svo daginn sem hún var krýnd drottning, 2. júní. Hátíðarhöldin hófust í gær með opnun sýningar Konunglegu póstþjónustunnar í Windsor-kastala. Í dag fer Elísabet svo í göngutúr um landareign Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins. Á göngunni verður minnisvarði um gönguleið drottningarinnar afhjúpaður. Leiðin er 6,3 kílómetrar og tengir saman 63 áhugaverða staði í Windsor. Elísabet er sá þjóðhöfðingi sem hefur setið lengst á krúnunni í sögunni. Hún var krýnd drottning 2. júní 1952. Þann 9. september síðastliðinn hafði hún setið lengur en Viktoría drottning, langamma hennar. Tólf menn hafa verið forsetar Bandaríkjanna í valdatíð hennar. Elísabet giftist Filippusi prins 1947. Þau eru fjórmenningar. Hún eignaðist fyrsta barn sitt, Karl Bretaprins, árið 1948. Hann er því orðinn sá erfðaprins sem hefur beðið hvað lengst eftir því að verða konungur. Hátíðarhöldin halda áfram í kvöld Þá kveikir drottningin ljós í vita og kveikt verður á um 900 vitum í Bretlandi og víðs vegar um heiminn til að fagna afmælinu. Á morgun munu Barack Obama Bandaríkjaforseti og Michelle, kona hans, borða hádegismat með Elísabetu í Windsor-kastala. Í tilefni afmælisins verða gefin út tíu ný frímerki. Georg prins, sonur Vilhjálms hertoga og Katrínar hertogaynju, og sá þriðji í röðinni til að erfa krúnuna, er í fyrsta sinn á frímerki. Georg er á frímerkinu ásamt langömmu sinni drottningunni, afa sínum Karli prins og svo pabba Vilhjálmi. Georg stóð á kubbi til að vera nokkurn veginn á hæð við pabba, afa og langömmu. Langlífi er í fjölskyldunni. Móðir Elísabetar, Elísabet drottningamóðir, lést 2002 á 102. aldursári. Ef til vill nær Elísabet að fagna hundrað ára afmæli sínu í hásæti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Elísabet II Englandsdrottning fagnar níutíu ára afmæli sínu í dag. Ár hvert heldur hún upp á tvö afmæli, annars vegar fæðingardag sinn, 21. apríl, og svo daginn sem hún var krýnd drottning, 2. júní. Hátíðarhöldin hófust í gær með opnun sýningar Konunglegu póstþjónustunnar í Windsor-kastala. Í dag fer Elísabet svo í göngutúr um landareign Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum, Filippusi prins. Á göngunni verður minnisvarði um gönguleið drottningarinnar afhjúpaður. Leiðin er 6,3 kílómetrar og tengir saman 63 áhugaverða staði í Windsor. Elísabet er sá þjóðhöfðingi sem hefur setið lengst á krúnunni í sögunni. Hún var krýnd drottning 2. júní 1952. Þann 9. september síðastliðinn hafði hún setið lengur en Viktoría drottning, langamma hennar. Tólf menn hafa verið forsetar Bandaríkjanna í valdatíð hennar. Elísabet giftist Filippusi prins 1947. Þau eru fjórmenningar. Hún eignaðist fyrsta barn sitt, Karl Bretaprins, árið 1948. Hann er því orðinn sá erfðaprins sem hefur beðið hvað lengst eftir því að verða konungur. Hátíðarhöldin halda áfram í kvöld Þá kveikir drottningin ljós í vita og kveikt verður á um 900 vitum í Bretlandi og víðs vegar um heiminn til að fagna afmælinu. Á morgun munu Barack Obama Bandaríkjaforseti og Michelle, kona hans, borða hádegismat með Elísabetu í Windsor-kastala. Í tilefni afmælisins verða gefin út tíu ný frímerki. Georg prins, sonur Vilhjálms hertoga og Katrínar hertogaynju, og sá þriðji í röðinni til að erfa krúnuna, er í fyrsta sinn á frímerki. Georg er á frímerkinu ásamt langömmu sinni drottningunni, afa sínum Karli prins og svo pabba Vilhjálmi. Georg stóð á kubbi til að vera nokkurn veginn á hæð við pabba, afa og langömmu. Langlífi er í fjölskyldunni. Móðir Elísabetar, Elísabet drottningamóðir, lést 2002 á 102. aldursári. Ef til vill nær Elísabet að fagna hundrað ára afmæli sínu í hásæti.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Kóngafólk Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira