Vilja vita hvenær verður kosið: „Ég þekki fólk sem ætlar að gifta sig í haust“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 16:20 Óttarr Proppé vísir/stefán Ítrekað var kallað eftir því á þingi í dag að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, legði fram málaskrá sína sem og að settur yrði kjördagur á þingkosningar sem forystumenn stjórnarflokkanna segja að fari fram í haust. Þannig var fundarstjórn forseta rædd í um hálftíma áður en dagskrá þingsins hófst með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Undir liðnum fundarstjórn komu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu, og sumir oftar en einu sinni, og kölluðu eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. Fyrsta fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnum kom síðan frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og var beint til forsætisráðherra, sem á reyndar afmæli í dag. Árni Páll spurði afmælisbarnið út í málaskrá ríkisstjórnarinnar og hvort að ekki væri samstaða innan stjórnarflokkanna um hvaða mál ætti að setja á oddinn. Sigurður Ingi svaraði spurningu þingmannsins ekki beint en sagði þó að hann myndi funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins, síðar í dag til að fara yfir stöðu mála og svo funda með stjórnarandstöðunni á föstudag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, beindi einnig fyrirspurn til Sigurðar Inga og spurði hann út í fyrirhugaðan kjördag í haust. „Þá er ég ekki bara að hugsa um upp á skipulagningu þingsins og alls ekki skipulagningu stjórnmálaflokkanna eða pólitíkusa. Ég þekki fólk sem ætlar að gifta sig í haust og hefur bara áhuga á að vita hvernig haustið verður. Þannig að ég held að allir séu bara að bíða í ofvæni eftir dagsetningu á þessu langa hausti,“ sagði Óttarr. Sigurður Ingi sagðist hafa fullan skilning á væntingum fólks og plönum: „Ég stóð nú reyndar sjálfur í því að gifta mig sumarið 2009 og fékk að vita það þegar ég var í brúðkaupsferðinni að það væri ekki þing því það var nú ekki upplýst þá hvað gerðist á morgun þannig að ég hef fullan skilning á slíkum sjónarmiðum og við ætlum okkur að fara yfir þessi mál og tek bara undir með þingmanninum um mikilvægi þess að það verði skipulagt bæði verkefnin sem menn ætla að fara í og tíminn sem menn áætla sér í þau verkefni svo það gangi upp,“ sagði forsætisráðherra. Hvenær kosningar verða nákvæmlega er því enn óljóst og þá liggur enginn formlegur málalisti frá ríkisstjórninni fyrir en ef marka má orð þeirra Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í fjölmiðlum og á þingi er afnám hafta forgangsmál númer eitt en heilbrigðismál og húsnæðismál virðast einnig vera ofarlega á listanum. Alþingi Tengdar fréttir Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnarandstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingman 13. apríl 2016 07:00 Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Ítrekað var kallað eftir því á þingi í dag að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, legði fram málaskrá sína sem og að settur yrði kjördagur á þingkosningar sem forystumenn stjórnarflokkanna segja að fari fram í haust. Þannig var fundarstjórn forseta rædd í um hálftíma áður en dagskrá þingsins hófst með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Undir liðnum fundarstjórn komu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu, og sumir oftar en einu sinni, og kölluðu eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. Fyrsta fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnum kom síðan frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og var beint til forsætisráðherra, sem á reyndar afmæli í dag. Árni Páll spurði afmælisbarnið út í málaskrá ríkisstjórnarinnar og hvort að ekki væri samstaða innan stjórnarflokkanna um hvaða mál ætti að setja á oddinn. Sigurður Ingi svaraði spurningu þingmannsins ekki beint en sagði þó að hann myndi funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins, síðar í dag til að fara yfir stöðu mála og svo funda með stjórnarandstöðunni á föstudag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, beindi einnig fyrirspurn til Sigurðar Inga og spurði hann út í fyrirhugaðan kjördag í haust. „Þá er ég ekki bara að hugsa um upp á skipulagningu þingsins og alls ekki skipulagningu stjórnmálaflokkanna eða pólitíkusa. Ég þekki fólk sem ætlar að gifta sig í haust og hefur bara áhuga á að vita hvernig haustið verður. Þannig að ég held að allir séu bara að bíða í ofvæni eftir dagsetningu á þessu langa hausti,“ sagði Óttarr. Sigurður Ingi sagðist hafa fullan skilning á væntingum fólks og plönum: „Ég stóð nú reyndar sjálfur í því að gifta mig sumarið 2009 og fékk að vita það þegar ég var í brúðkaupsferðinni að það væri ekki þing því það var nú ekki upplýst þá hvað gerðist á morgun þannig að ég hef fullan skilning á slíkum sjónarmiðum og við ætlum okkur að fara yfir þessi mál og tek bara undir með þingmanninum um mikilvægi þess að það verði skipulagt bæði verkefnin sem menn ætla að fara í og tíminn sem menn áætla sér í þau verkefni svo það gangi upp,“ sagði forsætisráðherra. Hvenær kosningar verða nákvæmlega er því enn óljóst og þá liggur enginn formlegur málalisti frá ríkisstjórninni fyrir en ef marka má orð þeirra Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í fjölmiðlum og á þingi er afnám hafta forgangsmál númer eitt en heilbrigðismál og húsnæðismál virðast einnig vera ofarlega á listanum.
Alþingi Tengdar fréttir Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnarandstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingman 13. apríl 2016 07:00 Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnarandstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingman 13. apríl 2016 07:00
Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum