Fimm mánaða eltingarleikur? Tómas Þór Þórðarsom skrifar 30. apríl 2016 09:00 FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í fyrra. Vísir/Þórdís Pepsi-deild karla í fótbolta fer af stað á sunnudaginn. Upphafsleikur mótsins er viðureign nýliða Þróttar og Íslandsmeistara FH en hann fer fram klukkan 16.00 á gervigrasi Þróttara í Laugardalnum. FH er talið af allflestum langlíklegasta liðið til að vinna Íslandsmótið annað árið í röð og í áttunda sinn í sögu félagsins. Samfelld fótboltaveisla hefur verið í Hafnarfirðinum síðan liðið vann sinn fyrsta titil árið 20014, en síðan þá hefur liðið aldrei lent neðar en í öðru sæti.FH-ingar eru það góðir Með sigri á Þrótti kemst FH á topp deildarinnar. Engar fréttir þar. En með öruggum sigri, sem er ekki hægt að útiloka vegna munarins á gæðum liðanna, getur FH verið á toppnum eftir fyrstu umferðina. Hafnafjarðarliðið er það gott að það hefur burði til að vera á toppnum frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu. Því gæti Íslandsmótið orðið fimm mánaða eltingarleikur annarra liða á borð við KR, Stjörnuna, Val og Breiðablik við ríkjandi meistara. Stjarnan er eina liðið sem getur státað af öðrum eins leikmannahópi og FH. Þar eru nánast tveir menn í öllum stöðum, en þegar Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, hefur alla menn heila þarf hann að halda 3-4 leikmönnum, sem gætu labbað inn í önnur lið deildarinnar, á bekknum. Stjörnumenn geta orðið sinn versti óvinur í sumar séu ekki allir að keppa að sama markmiði en með liðsheild og gleði í Garðabænum eru gæðin næg til að endurheimta titilinn sem liðið vann 2014. KR-ingarnir eru með mun minni hóp en firnasterkt byrjunarlið og nokkra til taks. Í Vesturbænum virðist sem svo að ungir leikmenn liðsins, þá sérstaklega fæddir 1998 og 1999, fái tækifæri og líklega verða þjálfararnir að gefa nokkrum tækifæri í fyrstu umferðunum vegna meiðsla lykilmanna. KR getur einnig blandað sér í titilbaráttuna haldist liðið þokkalega heilt. Varnarleikurinn verður líklega aðalsmerki Vesturbæinga í sumar.Hörð barátta um Evrópusæti Evrópubaráttan verður hörð enda gæðin í deildinni sjaldan verið meiri og líklega þau mestu síðan rétt fyrir hrun. Liðin hafa hrúgað inn erlendum leikmönnum en þeir hafa aldrei verið fleiri; 61 talsins þegar þú, lesandi góður, lest þessa grein. Þeim mun fjölga áður en félagaskiptaglugginn lokast. Peningarnir eru augljóslega miklu meiri enda hágæða leikmenn í öllum liðum og útlendingar flestir búnir að vera hér í allan vetur. En íslensku leikmennirnir eru líka góðir og liðin sterk. Auðveldlega má búast við einu mest „sexí“ fótboltasumri í langan tíma. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Pepsi-deild karla í fótbolta fer af stað á sunnudaginn. Upphafsleikur mótsins er viðureign nýliða Þróttar og Íslandsmeistara FH en hann fer fram klukkan 16.00 á gervigrasi Þróttara í Laugardalnum. FH er talið af allflestum langlíklegasta liðið til að vinna Íslandsmótið annað árið í röð og í áttunda sinn í sögu félagsins. Samfelld fótboltaveisla hefur verið í Hafnarfirðinum síðan liðið vann sinn fyrsta titil árið 20014, en síðan þá hefur liðið aldrei lent neðar en í öðru sæti.FH-ingar eru það góðir Með sigri á Þrótti kemst FH á topp deildarinnar. Engar fréttir þar. En með öruggum sigri, sem er ekki hægt að útiloka vegna munarins á gæðum liðanna, getur FH verið á toppnum eftir fyrstu umferðina. Hafnafjarðarliðið er það gott að það hefur burði til að vera á toppnum frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu. Því gæti Íslandsmótið orðið fimm mánaða eltingarleikur annarra liða á borð við KR, Stjörnuna, Val og Breiðablik við ríkjandi meistara. Stjarnan er eina liðið sem getur státað af öðrum eins leikmannahópi og FH. Þar eru nánast tveir menn í öllum stöðum, en þegar Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, hefur alla menn heila þarf hann að halda 3-4 leikmönnum, sem gætu labbað inn í önnur lið deildarinnar, á bekknum. Stjörnumenn geta orðið sinn versti óvinur í sumar séu ekki allir að keppa að sama markmiði en með liðsheild og gleði í Garðabænum eru gæðin næg til að endurheimta titilinn sem liðið vann 2014. KR-ingarnir eru með mun minni hóp en firnasterkt byrjunarlið og nokkra til taks. Í Vesturbænum virðist sem svo að ungir leikmenn liðsins, þá sérstaklega fæddir 1998 og 1999, fái tækifæri og líklega verða þjálfararnir að gefa nokkrum tækifæri í fyrstu umferðunum vegna meiðsla lykilmanna. KR getur einnig blandað sér í titilbaráttuna haldist liðið þokkalega heilt. Varnarleikurinn verður líklega aðalsmerki Vesturbæinga í sumar.Hörð barátta um Evrópusæti Evrópubaráttan verður hörð enda gæðin í deildinni sjaldan verið meiri og líklega þau mestu síðan rétt fyrir hrun. Liðin hafa hrúgað inn erlendum leikmönnum en þeir hafa aldrei verið fleiri; 61 talsins þegar þú, lesandi góður, lest þessa grein. Þeim mun fjölga áður en félagaskiptaglugginn lokast. Peningarnir eru augljóslega miklu meiri enda hágæða leikmenn í öllum liðum og útlendingar flestir búnir að vera hér í allan vetur. En íslensku leikmennirnir eru líka góðir og liðin sterk. Auðveldlega má búast við einu mest „sexí“ fótboltasumri í langan tíma.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira