Segir dagblað hagnast á þjóðarmorðum Snærós Sindradóttir skrifar 30. apríl 2016 08:00 Kim Kardashian ásamt eiginmanni sínum Kanye West og dóttur þeirra North West. Kim er af armenskum uppruna og ekki sátt við auglýsingar Tyrkja í bandarískum blöðum. Vísir/Getty „Það er eitt að skítasnepill græði á upplognum skandölum, en að virðuleg útgáfa eins og Wall Street Journal hagnist á þjóðarmorði er skammarlegt og óásættanlegt,“ segir Kim Kardashian West, raunveruleikaþáttarstjarna og athafnakona, í nýjum pistli á heimasíðu sinni. Tilefnið er auglýsing sem birtist í Wall Street Journal þann 20. apríl síðastliðinn sem hafnar því að þjóðarmorð hafi verið framið á Armenum árið 1915. Þá var ein og hálf milljón manna drepin af Ottómanveldinu, sem í dag er Tyrkland. Auglýsingin virðist renna undan rifjum Tyrkja en stjórnvöld þar hafa aldrei opinberlega viðurkennt þjóðarmorðin. Kim Kardashian er sjálf af armenskum ættum en fjölskylda hennar flúði Armeníu árið 1913, tveimur árum áður en voðaverkin áttu sér stað. „Að birta afneitun landsins sem ber ábyrgð á þjóðarmorðunum er ekki að flytja ögrandi skoðanir heldur er verið að dreifa lygum. Það er siðferðislega óábyrgt og fyrst og fremst hættulegt. Hefði auglýsing sem hafnar helförinni eða tekur undir samsæriskenningar um ellefta september verið prentuð?“ spyr Kim í færslunni. Talsmaður dagblaðsins hefur svarað og segir meðal annars: „Við samþykkjum mjög breiðan flokk auglýsinga, meðal annars þær með ögrandi útgangspunkt.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 30. apríl. Armenía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
„Það er eitt að skítasnepill græði á upplognum skandölum, en að virðuleg útgáfa eins og Wall Street Journal hagnist á þjóðarmorði er skammarlegt og óásættanlegt,“ segir Kim Kardashian West, raunveruleikaþáttarstjarna og athafnakona, í nýjum pistli á heimasíðu sinni. Tilefnið er auglýsing sem birtist í Wall Street Journal þann 20. apríl síðastliðinn sem hafnar því að þjóðarmorð hafi verið framið á Armenum árið 1915. Þá var ein og hálf milljón manna drepin af Ottómanveldinu, sem í dag er Tyrkland. Auglýsingin virðist renna undan rifjum Tyrkja en stjórnvöld þar hafa aldrei opinberlega viðurkennt þjóðarmorðin. Kim Kardashian er sjálf af armenskum ættum en fjölskylda hennar flúði Armeníu árið 1913, tveimur árum áður en voðaverkin áttu sér stað. „Að birta afneitun landsins sem ber ábyrgð á þjóðarmorðunum er ekki að flytja ögrandi skoðanir heldur er verið að dreifa lygum. Það er siðferðislega óábyrgt og fyrst og fremst hættulegt. Hefði auglýsing sem hafnar helförinni eða tekur undir samsæriskenningar um ellefta september verið prentuð?“ spyr Kim í færslunni. Talsmaður dagblaðsins hefur svarað og segir meðal annars: „Við samþykkjum mjög breiðan flokk auglýsinga, meðal annars þær með ögrandi útgangspunkt.“ Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 30. apríl.
Armenía Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira