Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2016 18:23 „Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Eyjunni á Stöð 2 í dag um framboð sitt í ljósi þess að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Ólafur Ragnar sagði forsendur framboðs síns allt aðrar en þegar hann tilkynnt um framboð sitt í apríl síðastliðnum. Fram væru komnir tveir frambjóðendur til viðbótar, Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson, sem breyttu þessari kosningabaráttu og þá sérstaklega að kominn væri fram einn reynslumesti stjórnmálamaður landsins Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar gaf þó ekki upp hvað hann ætli að gera, hvort hann haldi framboðinu til streitu eða hætti við. Tekur mið af breyttum aðstæðum „Það verður bara að koma í ljós hvað ég geri,“ sagði Ólafur Ragnar. Spurður hvort hann verði á kjörseðlinum í júní svaraði Ólafur Ragnar: „Þú verður bara einlæglega að meta það að þegar svona staða kemur upp þá hlýt ég að setjast niður og taka mið af þessum breyttu aðstæðum en ég er ekki búinn að lenda þeirri hugsun,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann fór fögrum orðum um Davíð Oddsson. Hann sagði Davíð vera þann mann sem lengst hefur setið í ríkisráðinu af núlifandi Íslendingum. „Davíð var svo elskulegur í morgun í þætti Bylgjunnar að fara lofsamlegum orðum um mig,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist hafa sagt við dóttur sína að enginn maður hefði hælt sér svo mikið í fjölmiðlum í marga mánuði líkt og Davíð Oddsson.Kynntist Davíð fyrir 50 árum Hann sagðist hafa kynnst Davíð Oddssyni fyrir 50 árum. Ólafur Ragnar lýsti því að hann hefði ávallt spilað badminton við hálfbróðir Davíðs, Ólaf Oddsson, og tók Ólafur Ragnar fram að hann hefði ávallt unnið Ólaf. Hann sagði að allt í einu hefði Davíð birst í salnum og fylgst með leikjum þeirra og sagðist Ólafur síðast hafa komið að því að Davíð var þar til að stúdera veikleika í leik Ólafs svo hægt væri að sigra hann í badminton. Hann sagði hann og Davíð hafa háð frægar glímur en staðið saman í merkilegum og mikilvægum málum. Líkt og að endurreisa samskipti við Eystrasaltsríkin. Hann sagði Davíð Oddsson einnig hafa staðið þétt við bakið á sér í gegnum veikindi og andlát eiginkonu hans Guðrúnar Katrínar. Sú glíma reyndist fjölskyldu Ólafs Ragnars eðli málsins samkvæmt erfið og sagði Ólafur Ragnar Davíð hafa verið vakinn og sofandi í gegnum þann tíma og sýndi fjölskyldu Ólafs Ragnars mikla hlýju. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Sjáðu viðtalið við Davíð Oddsson Davíð Oddsson tilkynnti ákvörðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni. 8. maí 2016 16:33 Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl Forsetinn hefur áður sett sér mörk þegar hann er í miðri kosningabaráttu. 8. maí 2016 17:41 Twitter logar eftir tilkynningu Davíðs Fylgstu með umræðunum. 8. maí 2016 12:29 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
„Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Eyjunni á Stöð 2 í dag um framboð sitt í ljósi þess að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands. Ólafur Ragnar sagði forsendur framboðs síns allt aðrar en þegar hann tilkynnt um framboð sitt í apríl síðastliðnum. Fram væru komnir tveir frambjóðendur til viðbótar, Guðni Th. Jóhannesson og Davíð Oddsson, sem breyttu þessari kosningabaráttu og þá sérstaklega að kominn væri fram einn reynslumesti stjórnmálamaður landsins Davíð Oddsson. Ólafur Ragnar gaf þó ekki upp hvað hann ætli að gera, hvort hann haldi framboðinu til streitu eða hætti við. Tekur mið af breyttum aðstæðum „Það verður bara að koma í ljós hvað ég geri,“ sagði Ólafur Ragnar. Spurður hvort hann verði á kjörseðlinum í júní svaraði Ólafur Ragnar: „Þú verður bara einlæglega að meta það að þegar svona staða kemur upp þá hlýt ég að setjast niður og taka mið af þessum breyttu aðstæðum en ég er ekki búinn að lenda þeirri hugsun,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann fór fögrum orðum um Davíð Oddsson. Hann sagði Davíð vera þann mann sem lengst hefur setið í ríkisráðinu af núlifandi Íslendingum. „Davíð var svo elskulegur í morgun í þætti Bylgjunnar að fara lofsamlegum orðum um mig,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagðist hafa sagt við dóttur sína að enginn maður hefði hælt sér svo mikið í fjölmiðlum í marga mánuði líkt og Davíð Oddsson.Kynntist Davíð fyrir 50 árum Hann sagðist hafa kynnst Davíð Oddssyni fyrir 50 árum. Ólafur Ragnar lýsti því að hann hefði ávallt spilað badminton við hálfbróðir Davíðs, Ólaf Oddsson, og tók Ólafur Ragnar fram að hann hefði ávallt unnið Ólaf. Hann sagði að allt í einu hefði Davíð birst í salnum og fylgst með leikjum þeirra og sagðist Ólafur síðast hafa komið að því að Davíð var þar til að stúdera veikleika í leik Ólafs svo hægt væri að sigra hann í badminton. Hann sagði hann og Davíð hafa háð frægar glímur en staðið saman í merkilegum og mikilvægum málum. Líkt og að endurreisa samskipti við Eystrasaltsríkin. Hann sagði Davíð Oddsson einnig hafa staðið þétt við bakið á sér í gegnum veikindi og andlát eiginkonu hans Guðrúnar Katrínar. Sú glíma reyndist fjölskyldu Ólafs Ragnars eðli málsins samkvæmt erfið og sagði Ólafur Ragnar Davíð hafa verið vakinn og sofandi í gegnum þann tíma og sýndi fjölskyldu Ólafs Ragnars mikla hlýju.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57 Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18 Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53 Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15 Sjáðu viðtalið við Davíð Oddsson Davíð Oddsson tilkynnti ákvörðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni. 8. maí 2016 16:33 Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl Forsetinn hefur áður sett sér mörk þegar hann er í miðri kosningabaráttu. 8. maí 2016 17:41 Twitter logar eftir tilkynningu Davíðs Fylgstu með umræðunum. 8. maí 2016 12:29 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Guðni Th: Tími Ólafs Ragnars og Davíðs er liðinn Getum haldið áfram án þess að vera undir handarjaðri Davíðs eða Ólafs, segir Guðni Th. Jóhannesson. 8. maí 2016 11:57
Bjarni Ben fagnar framboði Davíðs: Fram undan skemmtileg barátta um stólinn á Bessastöðum Bjarni Benediktsson segir afstöðu sína til nýjasta frambjóðandans sjálfgefna. 8. maí 2016 12:18
Davíð Oddsson býður sig fram til forseta Íslands Ritstjóri Morgunblaðsins sækist eftir embætti forseta. 8. maí 2016 09:53
Davíð við Bjarna: "Kom þetta þér á óvart?" Núverandi og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins mættust á Bylgjunni nú fyrir stundu þar sem Davíð spurði Bjarna hvort að framboð hans til embættis forseta Íslands hefði komið honum á óvart. 8. maí 2016 11:15
Sjáðu viðtalið við Davíð Oddsson Davíð Oddsson tilkynnti ákvörðun sína í beinni útsendingu á Bylgjunni. 8. maí 2016 16:33
Ólafur Ragnar kom akandi á eigin bíl Forsetinn hefur áður sett sér mörk þegar hann er í miðri kosningabaráttu. 8. maí 2016 17:41
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?