Ungir jafnaðarmenn vilja engan þingmann Samfylkingarinnar í oddvitasæti Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. maí 2016 22:55 Eva Indriðadóttir er formaður Ungra jafnaðarmanna. Vísir Ungir jafnaðarmenn skora á Samfylkingarfólk að það samþykki á landsfundi ályktun sem felur í sér að enginn sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar verði í oddvitasæti í komandi kosningum. Með þessu vilja Ungir jafnaðarmenn tryggja endurnýjun í þingflokknum. Þetta kemur fram á vefsíðu þeirra. Eftirfarandi ályktun hefur hópurinn sent á landsfund Samfylkingarmanna en fundurinn verður haldinn í byrjun júní. Þar verður kjörinn nýr formaður en hingað til hafa fimm manns tilkynnt um framboð sitt til embættisins; sitjandi formaður Árni Páll Árnason, Oddný Harðardóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar og Magnús Orri Schram. Tillagan tekur til eftirfarandi þingmanna að því gefnu að engar breytingar verði á þingmannalista Samfylkingarinnar fyrir júní: Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson. Yrði tillagan samþykkt þá yrðu þrír formannsframbjóðendur útilokaðir frá oddvitasætum. Hér er ályktun Ungra jafnaðarmanna í heild sinni. „Ungir jafnaðarmenn skora á landsfund Samfylkingarinnar, haldinn 3. – 4. júní 2016, að samþykkja ályktun þessa. Engin endurnýjun átti sér stað í þingflokki Samfylkingarinnar í alþingiskosningum 2013. Ef skoðað er fylgi Samfylkingarinnar eins og það mælist í dag er útlit fyrir að það sama verði uppi á teningnum í næstu kosningum. Það er vilji landsfundar Samfylkingarinnar að enginn sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar taki oddvitasæti á framboðslitum í komandi þingkosningum. Með þessu er tryggt að endurnýjun verði sett í fyrsta sæti. Bæti Samfylkingin við sig fylgi fram að kosningum eiga sitjandi þingmenn greiða leið aftur inn á Alþingi, hafi þeir hlotið brautargengi meðal flokksfélaga sinna í flokksvali. Sitjandi þingmenn eru þeir þingmenn sem sitja fyrir hönd Samfylkingarinnar á Alþingi Íslendinga þegar ályktun þessi er samþykkt.“ Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn skora á Samfylkingarfólk að það samþykki á landsfundi ályktun sem felur í sér að enginn sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar verði í oddvitasæti í komandi kosningum. Með þessu vilja Ungir jafnaðarmenn tryggja endurnýjun í þingflokknum. Þetta kemur fram á vefsíðu þeirra. Eftirfarandi ályktun hefur hópurinn sent á landsfund Samfylkingarmanna en fundurinn verður haldinn í byrjun júní. Þar verður kjörinn nýr formaður en hingað til hafa fimm manns tilkynnt um framboð sitt til embættisins; sitjandi formaður Árni Páll Árnason, Oddný Harðardóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Helgi Hjörvar og Magnús Orri Schram. Tillagan tekur til eftirfarandi þingmanna að því gefnu að engar breytingar verði á þingmannalista Samfylkingarinnar fyrir júní: Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Össur Skarphéðinsson. Yrði tillagan samþykkt þá yrðu þrír formannsframbjóðendur útilokaðir frá oddvitasætum. Hér er ályktun Ungra jafnaðarmanna í heild sinni. „Ungir jafnaðarmenn skora á landsfund Samfylkingarinnar, haldinn 3. – 4. júní 2016, að samþykkja ályktun þessa. Engin endurnýjun átti sér stað í þingflokki Samfylkingarinnar í alþingiskosningum 2013. Ef skoðað er fylgi Samfylkingarinnar eins og það mælist í dag er útlit fyrir að það sama verði uppi á teningnum í næstu kosningum. Það er vilji landsfundar Samfylkingarinnar að enginn sitjandi þingmanna Samfylkingarinnar taki oddvitasæti á framboðslitum í komandi þingkosningum. Með þessu er tryggt að endurnýjun verði sett í fyrsta sæti. Bæti Samfylkingin við sig fylgi fram að kosningum eiga sitjandi þingmenn greiða leið aftur inn á Alþingi, hafi þeir hlotið brautargengi meðal flokksfélaga sinna í flokksvali. Sitjandi þingmenn eru þeir þingmenn sem sitja fyrir hönd Samfylkingarinnar á Alþingi Íslendinga þegar ályktun þessi er samþykkt.“
Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira