Sjö prósentum munar á Ólafi og Guðna Th. Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2016 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson mælast með mest fylgi vísir/ernir/anton „Ég get ekki verið annað en ágætlega sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Hann kynnir í dag framboð sitt til embættis forseta Íslands. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 2. og 3. maí, myndu 38 prósent þeirra sem afstöðu taka kjósa Guðna í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Flestir, eða 45 prósent, myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í embættið en ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnason. Aðrir njóta minni stuðnings. Andri Snær er hvergi banginn. „Baráttan er bara rétt að byrja. Við erum að opna kosningamiðstöð á laugardaginn klukkan þrjú,“ segir Andri Snær Magnason frambjóðandi. „Það eru birtar stórar fréttir vikulega og það er bara spennandi að vera inni á þessum velli,“ bætir Andri Snær við. Guðni segir að á fundi í Salnum í Kópavogi í dag muni hann kynna framboð sitt. „Hvaða augum ég lít þetta embætti og hvernig því skuli gegnt,“ segir hann. Hann segist vera farinn að móta kosningabaráttuna. „Við munum nota allar leiðir til þess að kynna framboðið. Fyrst og fremst ætlum við að vera bjartsýn, jákvæð, áheyrileg, einlæg, hreinskilin og kappsöm,“ segir hann. Óskað var eftir viðbrögðum frá Ólafi Ragnari Grímssyni vegna könnunarinnar en hann veitti ekki viðtal. Ólafur og Dorrit Mousaieff, eiginkona hans, hafa verið til umfjöllunar í íslenskum miðlum og erlendum stórblöðum undanfarna daga vegna Panama-skjalanna. Í umfjöllun Reykjavik Media, The Guardian og Süddeutsche Zeitung kemur fram að samkvæmt gögnum frá 2006-2007 sé forsetafrúin ein af þremur meðlimum Moussaief-fjölskyldunnar sem sameiginlega áttu fyrirtæki á Bresku Jómfrúareyjum, Jaywick Properties Inc. Könnunin var þannig gerð að hringt var í 1.161 manns þar til náðist í 797 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 2. og 3. maí. Svarhlutfallið var 68,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Alls tóku 70 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Ég get ekki verið annað en ágætlega sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Hann kynnir í dag framboð sitt til embættis forseta Íslands. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var 2. og 3. maí, myndu 38 prósent þeirra sem afstöðu taka kjósa Guðna í embætti forseta Íslands ef kosið væri nú. Flestir, eða 45 prósent, myndu kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í embættið en ellefu prósent myndu kjósa Andra Snæ Magnason. Aðrir njóta minni stuðnings. Andri Snær er hvergi banginn. „Baráttan er bara rétt að byrja. Við erum að opna kosningamiðstöð á laugardaginn klukkan þrjú,“ segir Andri Snær Magnason frambjóðandi. „Það eru birtar stórar fréttir vikulega og það er bara spennandi að vera inni á þessum velli,“ bætir Andri Snær við. Guðni segir að á fundi í Salnum í Kópavogi í dag muni hann kynna framboð sitt. „Hvaða augum ég lít þetta embætti og hvernig því skuli gegnt,“ segir hann. Hann segist vera farinn að móta kosningabaráttuna. „Við munum nota allar leiðir til þess að kynna framboðið. Fyrst og fremst ætlum við að vera bjartsýn, jákvæð, áheyrileg, einlæg, hreinskilin og kappsöm,“ segir hann. Óskað var eftir viðbrögðum frá Ólafi Ragnari Grímssyni vegna könnunarinnar en hann veitti ekki viðtal. Ólafur og Dorrit Mousaieff, eiginkona hans, hafa verið til umfjöllunar í íslenskum miðlum og erlendum stórblöðum undanfarna daga vegna Panama-skjalanna. Í umfjöllun Reykjavik Media, The Guardian og Süddeutsche Zeitung kemur fram að samkvæmt gögnum frá 2006-2007 sé forsetafrúin ein af þremur meðlimum Moussaief-fjölskyldunnar sem sameiginlega áttu fyrirtæki á Bresku Jómfrúareyjum, Jaywick Properties Inc. Könnunin var þannig gerð að hringt var í 1.161 manns þar til náðist í 797 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 2. og 3. maí. Svarhlutfallið var 68,6 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Ef forsetakosningar færu fram á morgun, hvern myndir þú kjósa? Alls tóku 70 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. maí
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira