Forsetaframbjóðanda vantar fimm Vestfirðinga Birgir Örn Steinarsson skrifar 19. maí 2016 17:03 Elísabet Jökulsdóttir í Melabúðinni með eina af bókum sínum. Vísir/Ernir Elísabet Jökulsdóttur rithöfundur sem hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Íslands er mjög nálægt því að ná að fylla alla þá stuðningslista sem til þarf svo að framboð hennar verði gilt. Skilafrestur stuðningslista til framboðs rennur út að miðnætti í dag og nú þegar hefur Elísabet náð að fylla þrjá af þeim fjórum listum sem til þarf. Hver listi stendur fyrir sinn landsfjórðung og Elísabetu vantar aðeins þrjá til fimm einstaklinga á Vestfjörðum til þess að klára. „Framboðið veltur á því að finna þrjá til fimm Vestfirðinga,“ segir Elísabet sem stödd er á Egilsstöðum þar sem hún hélt tölu í gær um áfall og áhrif þeirra á mannlíf. Dagurinn í dag hefur verið spennandi því stutt er þar til fresturinn rennur út. „Svona er lífið. Það koma upp alls konar uppákomur. Þetta er eins og að taka próf. Ferðast um Íslands, hitta fólk og tala við það.“Vill bæta samskiptiElísabet segir fullt af fólki hafa hjálpað sér við söfnunina en hún hefur sjálf verið dugleg við að standa og safna. Spurð um helstu áherslur svarar hún; „Ég legg áherslu á fólk og samskipti. Að við séum góð við hvort annað og að við höfum trú á hvort öðru og tölum saman. Ég hef takmarkaðan áhuga á svokölluðum málefnum, mér finnst að Alþingi eigi að sjá um það og aðrar stofnanir lýðræðisins. Við þörfum bara að vinka hvort öðru meira og tala saman. Breyta ýmsum kúltúr sem hér hefur verið við lýði í fjöldamörg ár; meðal annars því að bera ekki tilfinningar sínar á torg sem hefur sýkt samfélagið. Ég hef áhuga á að bæta þau samskipti.“ Elísabet vill koma því á framfæri til þeirra Vestfirðinga sem áhuga hafa á því að styðja framboð hennar að nýta sér aðra af tveimur leiðum. Önnur er að banka upp á hjá henni á Framnesvegi 56A og skrifa undir lista en hin er að hafa samband í síma 659 1147 og tala við Elsu. Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12 Hver verður næsti forseti Íslands? Tveir áratugir eru síðan sitjandi forseti var ekki í kjöri. Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram þann 25. júní næstkomandi. Munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og velja sér sjötta forsetann eftir að sjálfstæði var náð árið 1944. Þrettán hafa opinberlega gefið kost á sér í embættið en framboðsfrestur rennur út eftir tæpa tvo mánuði. 26. mars 2016 07:00 Elísabet og Guðbergur tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunin verða veitt þann 1. nóvember í Kaupmannahöfn. 3. mars 2016 10:12 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Elísabet Jökulsdóttur rithöfundur sem hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Íslands er mjög nálægt því að ná að fylla alla þá stuðningslista sem til þarf svo að framboð hennar verði gilt. Skilafrestur stuðningslista til framboðs rennur út að miðnætti í dag og nú þegar hefur Elísabet náð að fylla þrjá af þeim fjórum listum sem til þarf. Hver listi stendur fyrir sinn landsfjórðung og Elísabetu vantar aðeins þrjá til fimm einstaklinga á Vestfjörðum til þess að klára. „Framboðið veltur á því að finna þrjá til fimm Vestfirðinga,“ segir Elísabet sem stödd er á Egilsstöðum þar sem hún hélt tölu í gær um áfall og áhrif þeirra á mannlíf. Dagurinn í dag hefur verið spennandi því stutt er þar til fresturinn rennur út. „Svona er lífið. Það koma upp alls konar uppákomur. Þetta er eins og að taka próf. Ferðast um Íslands, hitta fólk og tala við það.“Vill bæta samskiptiElísabet segir fullt af fólki hafa hjálpað sér við söfnunina en hún hefur sjálf verið dugleg við að standa og safna. Spurð um helstu áherslur svarar hún; „Ég legg áherslu á fólk og samskipti. Að við séum góð við hvort annað og að við höfum trú á hvort öðru og tölum saman. Ég hef takmarkaðan áhuga á svokölluðum málefnum, mér finnst að Alþingi eigi að sjá um það og aðrar stofnanir lýðræðisins. Við þörfum bara að vinka hvort öðru meira og tala saman. Breyta ýmsum kúltúr sem hér hefur verið við lýði í fjöldamörg ár; meðal annars því að bera ekki tilfinningar sínar á torg sem hefur sýkt samfélagið. Ég hef áhuga á að bæta þau samskipti.“ Elísabet vill koma því á framfæri til þeirra Vestfirðinga sem áhuga hafa á því að styðja framboð hennar að nýta sér aðra af tveimur leiðum. Önnur er að banka upp á hjá henni á Framnesvegi 56A og skrifa undir lista en hin er að hafa samband í síma 659 1147 og tala við Elsu.
Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12 Hver verður næsti forseti Íslands? Tveir áratugir eru síðan sitjandi forseti var ekki í kjöri. Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram þann 25. júní næstkomandi. Munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og velja sér sjötta forsetann eftir að sjálfstæði var náð árið 1944. Þrettán hafa opinberlega gefið kost á sér í embættið en framboðsfrestur rennur út eftir tæpa tvo mánuði. 26. mars 2016 07:00 Elísabet og Guðbergur tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunin verða veitt þann 1. nóvember í Kaupmannahöfn. 3. mars 2016 10:12 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Fyrstu frambjóðendurnir hafa skilað undirskriftalistum Guðni Th. Jóhannesson skilaði fyrstur og Guðrún Margrét Pálsdóttir og Davíð Oddsson skiluðu á öðrum tímanum í dag. 13. maí 2016 14:12
Hver verður næsti forseti Íslands? Tveir áratugir eru síðan sitjandi forseti var ekki í kjöri. Kosningar til embættis forseta Íslands fara fram þann 25. júní næstkomandi. Munu Íslendingar ganga að kjörborðinu og velja sér sjötta forsetann eftir að sjálfstæði var náð árið 1944. Þrettán hafa opinberlega gefið kost á sér í embættið en framboðsfrestur rennur út eftir tæpa tvo mánuði. 26. mars 2016 07:00
Elísabet og Guðbergur tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunin verða veitt þann 1. nóvember í Kaupmannahöfn. 3. mars 2016 10:12