Hrafnhildur: Getur allt gerst á Ólympíuleikum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. maí 2016 06:30 Hrafnhildur kampakát með verðlaunin í gær. Mynd/Högni Björn Ómarsson Hrafnhildur Lúthersdóttir skráði nafn sitt í sögubækurnar er hún varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug. Það gerði hún þegar hún vann til silfurverðlauna á EM í London í gær. Hrafnhildur bætti Íslandsmet sitt í 100 m bringusundi í úrslitasundinu en hún kom þá í mark á 1:06,45 mínútum og bætti það um tæpa hálfa sekúndu. Hún var 0,28 sekúndum á eftir heimsmethafanum Ruta Meilutyte sem kom í mark á 1:06,17 mínútum. Meilutyte hafði yfirburði frá fyrsta sundtaki en Hrafnhildur náði að vinna verulega á hana á seinni 50 metrunum með stórbrotnum endaspretti. Hrafnhildur var þriðja í snúningnum, á eftir hinni ítölsku Martinu Carraro, en stakk svo alla keppinauta sína um silfrið af og veitti Meilutyte verðuga keppni um gullið. „Þrír metrar í viðbót og ég hefði náð henni,“ sagði Hrafnhildur í léttum dúr þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gærkvöldi. Hrafnhildur sagði að hún hefði eingöngu hugsað um sjálfa sig í úrslitunum í gærkvöldi. „Ég gerði bara allt sem ég gat og treysti bæði æfingunum mínum og þjálfuninni. Það gekk greinilega svona vel upp,“ segir hún. „Ég var of mikið að fylgjast með Rutu í undanrásunum og raun undanúrslitunum líka. Ég áttaði mig ekki á því að ég var ekki að synda mitt sund heldur fremur að fylgja henni. Það er betra fyrir mig að einbeita mér að mínu.“ Hún veit þó ekki hvernig á að útskýra magnaðan endasprett hennar en hún var meira en sekúndu á undan öllum öðrum keppendum á seinni 50 metrunum. „Kannski var það bara hugsunin um að koma mér á verðlaunapall. Ég bara gaf allt sem ég átti.“Verðlaunahafarnir Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, Rute Meiutyte og Chloe Tutton stilla sér upp fyrir ljósmyndara á EM í London í gær.vísir/EPAÁ eftir sína sterkustu grein Hrafnhildur fær lítinn tíma til að njóta árangursins því í morgunsárið hefjast undanrásir í 200 m bringusundi sem hefur hingað til talist hennar sterkasta grein. „Ég hlakka bara til og er spennt fyrir því. Allir þjálfarar sem ég hef haft hafa talað um að 200 metrarnir eigi betur við mig. Vonandi geri ég jafn vel í dag, ef ekki bara betur.“ Meilutyte keppir ekki í 200 m bringusundi en í staðinn fær Hrafnhildur að etja kappi við hina dönsku Rikke Möller Pedersen sem er heimsmethafi í greininni. Þær eru saman í 4. riðli í dag og synda hlið við hlið á fjórðu og fimmtu braut. „Auk hennar eru margar ungar stelpur að koma upp og þetta verður því hörkukeppni,“ segir Hrafnhildur sem er vitanlega hæstánægð með árið hingað til.Hrafnhildur Ósk.Mynd/Magnús TryggvasonFer eins langt og ég get í Ríó „Ég hef náð að taka jöfnum og góðum framförum og svo er stefnt að því að ná toppnum á Ólympíuleikunum í sumar,“ segir hún en miðað við árangur gærdagsins er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort hún geti blandað sér í baráttu um verðlaun í Ríó í sumar. „Það var alltaf markmið mitt að ná þessum árangri á EM og gera svo mitt besta á Ólympíuleikum. Komast eins langt og ég get,“ segir hún. „Og það er alveg ljóst að það getur alltaf allt gerst á Ólympíuleikum. Þar eru alltaf einhverjir sem ná að koma á óvart og einhverjir sem verða góðir með sig og dala. Það er því ekkert útilokað,“ segir silfurkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London. 18. maí 2016 18:05 Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London. 18. maí 2016 18:45 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir skráði nafn sitt í sögubækurnar er hún varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug. Það gerði hún þegar hún vann til silfurverðlauna á EM í London í gær. Hrafnhildur bætti Íslandsmet sitt í 100 m bringusundi í úrslitasundinu en hún kom þá í mark á 1:06,45 mínútum og bætti það um tæpa hálfa sekúndu. Hún var 0,28 sekúndum á eftir heimsmethafanum Ruta Meilutyte sem kom í mark á 1:06,17 mínútum. Meilutyte hafði yfirburði frá fyrsta sundtaki en Hrafnhildur náði að vinna verulega á hana á seinni 50 metrunum með stórbrotnum endaspretti. Hrafnhildur var þriðja í snúningnum, á eftir hinni ítölsku Martinu Carraro, en stakk svo alla keppinauta sína um silfrið af og veitti Meilutyte verðuga keppni um gullið. „Þrír metrar í viðbót og ég hefði náð henni,“ sagði Hrafnhildur í léttum dúr þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gærkvöldi. Hrafnhildur sagði að hún hefði eingöngu hugsað um sjálfa sig í úrslitunum í gærkvöldi. „Ég gerði bara allt sem ég gat og treysti bæði æfingunum mínum og þjálfuninni. Það gekk greinilega svona vel upp,“ segir hún. „Ég var of mikið að fylgjast með Rutu í undanrásunum og raun undanúrslitunum líka. Ég áttaði mig ekki á því að ég var ekki að synda mitt sund heldur fremur að fylgja henni. Það er betra fyrir mig að einbeita mér að mínu.“ Hún veit þó ekki hvernig á að útskýra magnaðan endasprett hennar en hún var meira en sekúndu á undan öllum öðrum keppendum á seinni 50 metrunum. „Kannski var það bara hugsunin um að koma mér á verðlaunapall. Ég bara gaf allt sem ég átti.“Verðlaunahafarnir Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, Rute Meiutyte og Chloe Tutton stilla sér upp fyrir ljósmyndara á EM í London í gær.vísir/EPAÁ eftir sína sterkustu grein Hrafnhildur fær lítinn tíma til að njóta árangursins því í morgunsárið hefjast undanrásir í 200 m bringusundi sem hefur hingað til talist hennar sterkasta grein. „Ég hlakka bara til og er spennt fyrir því. Allir þjálfarar sem ég hef haft hafa talað um að 200 metrarnir eigi betur við mig. Vonandi geri ég jafn vel í dag, ef ekki bara betur.“ Meilutyte keppir ekki í 200 m bringusundi en í staðinn fær Hrafnhildur að etja kappi við hina dönsku Rikke Möller Pedersen sem er heimsmethafi í greininni. Þær eru saman í 4. riðli í dag og synda hlið við hlið á fjórðu og fimmtu braut. „Auk hennar eru margar ungar stelpur að koma upp og þetta verður því hörkukeppni,“ segir Hrafnhildur sem er vitanlega hæstánægð með árið hingað til.Hrafnhildur Ósk.Mynd/Magnús TryggvasonFer eins langt og ég get í Ríó „Ég hef náð að taka jöfnum og góðum framförum og svo er stefnt að því að ná toppnum á Ólympíuleikunum í sumar,“ segir hún en miðað við árangur gærdagsins er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort hún geti blandað sér í baráttu um verðlaun í Ríó í sumar. „Það var alltaf markmið mitt að ná þessum árangri á EM og gera svo mitt besta á Ólympíuleikum. Komast eins langt og ég get,“ segir hún. „Og það er alveg ljóst að það getur alltaf allt gerst á Ólympíuleikum. Þar eru alltaf einhverjir sem ná að koma á óvart og einhverjir sem verða góðir með sig og dala. Það er því ekkert útilokað,“ segir silfurkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London. 18. maí 2016 18:05 Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London. 18. maí 2016 18:45 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Sjá meira
Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London. 18. maí 2016 18:05
Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London. 18. maí 2016 18:45