Davíð segir leigupenna hagræða sannleikanum um hrunið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2016 16:49 Davíð Oddsson í kosningamiðstöð sinni. Vísir/Anton Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segir að þeir sem mesta sök beri á hruninu hafi farið í það verkefni að ráða sér leigupenna til þess að koma sökinni af sér og yfir á þá sem höfðu varað við hruninu. Segir Davíð að þetta hafi verið „merkilegt uppátæki.“ Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli hans í dag þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook-síðu fjarskiptafyrirtækisins Nova. Þar var hann spurður hvort hann teldi mikla reiði vera í samfélaginu. Svaraði hann því til að hann vissi ekki hvort hægt væri að mæla reiðina en sumir vildu nýta sér hana og jafnvel hafa af henni pólitískan ávinning. Hann fór síðan að ræða bankahrunið: „Ég held að eftir að bankarnir féllu og hrunið gekk í garð að þá hafi mikil vonbrigði ríkt og fólk varð margt illa úti og það getur enginn áfellst fólk þegar slíkt gerist og það skynjar að það átti ekki sjálft nema litlu eða engu leyti sök á því þá langar fólkinu að finna sökudólg eða sökudólga og láta reiði sína með einum eða öðrum hætti bitna á þeim. Það er bara mjög eðlilegt. En því miður var það svo að kannski þeir sem mesta sök báru en áttu og eiga mjög mikla peninga og eiga enn þeir fóru í það verkefni að ráða sér leigupenna í stórum stíl til þess að koma sökinni af sér á þá sem höfðu varað við. Það var merkilegt uppátæki.“ Um liðna helgi var Davíð spurður að því í útvarpsþætti á Bylgjunni hverjum hrunið hafi verið að kenna, en hann sjálfur var til að mynda á lista bandaríska tímaritsins Time yfir þá sem bæru ábyrgð á hruninu. „Það hafa margir skrifað um að það sé ég. Ekki bara hér á landi, heldur halda því fram að ég hafi valdið hruninu á alþjóðavísu. En ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna,“ sagði Davíð á Bylgjunni.Sjá einnig: Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna Viðtalið við Davíð á Facebook-síðu Nova má sjá hér að neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi þvertekur fyrir að hafa gert lítið úr þorskastríðunum. 17. maí 2016 19:00 Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum "Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. 18. maí 2016 11:30 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segir að þeir sem mesta sök beri á hruninu hafi farið í það verkefni að ráða sér leigupenna til þess að koma sökinni af sér og yfir á þá sem höfðu varað við hruninu. Segir Davíð að þetta hafi verið „merkilegt uppátæki.“ Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli hans í dag þegar hann var í beinni útsendingu á Facebook-síðu fjarskiptafyrirtækisins Nova. Þar var hann spurður hvort hann teldi mikla reiði vera í samfélaginu. Svaraði hann því til að hann vissi ekki hvort hægt væri að mæla reiðina en sumir vildu nýta sér hana og jafnvel hafa af henni pólitískan ávinning. Hann fór síðan að ræða bankahrunið: „Ég held að eftir að bankarnir féllu og hrunið gekk í garð að þá hafi mikil vonbrigði ríkt og fólk varð margt illa úti og það getur enginn áfellst fólk þegar slíkt gerist og það skynjar að það átti ekki sjálft nema litlu eða engu leyti sök á því þá langar fólkinu að finna sökudólg eða sökudólga og láta reiði sína með einum eða öðrum hætti bitna á þeim. Það er bara mjög eðlilegt. En því miður var það svo að kannski þeir sem mesta sök báru en áttu og eiga mjög mikla peninga og eiga enn þeir fóru í það verkefni að ráða sér leigupenna í stórum stíl til þess að koma sökinni af sér á þá sem höfðu varað við. Það var merkilegt uppátæki.“ Um liðna helgi var Davíð spurður að því í útvarpsþætti á Bylgjunni hverjum hrunið hafi verið að kenna, en hann sjálfur var til að mynda á lista bandaríska tímaritsins Time yfir þá sem bæru ábyrgð á hruninu. „Það hafa margir skrifað um að það sé ég. Ekki bara hér á landi, heldur halda því fram að ég hafi valdið hruninu á alþjóðavísu. En ætli það sé ekki okkur öllum, nær og fjær, að kenna,“ sagði Davíð á Bylgjunni.Sjá einnig: Davíð Oddsson: Hrunið okkur öllum að kenna Viðtalið við Davíð á Facebook-síðu Nova má sjá hér að neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi þvertekur fyrir að hafa gert lítið úr þorskastríðunum. 17. maí 2016 19:00 Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum "Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. 18. maí 2016 11:30 „Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
Guðni Th svarar fyrir sig: „Í kosningabaráttu láta þeir óvægnustu allt flakka“ Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi þvertekur fyrir að hafa gert lítið úr þorskastríðunum. 17. maí 2016 19:00
Davíð Oddsson líkir sér við Eið Smára: Þú vilt hafa einn kúl inni í teignum "Eins og þið sjáið þá er ég algjör gúddí gæi,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóri, en hann var gestur í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Davíð ætlar að bjóða sig fram til embætti forseta Íslands. 18. maí 2016 11:30
„Engin tilviljun að konur eru algjörlega jaðarsettar í þessari kosningabaráttu“ Birgir Hermannsson, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það athyglisvert hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, hafi á síðustu vikum reynt að móta hugmyndir þjóðarinnar um það hvaða eiginleika mikilvægt sé að forseti hafi. 18. maí 2016 15:04