Hildigunnur: Það gefst ekki öllum tækifæri til að komast í svona öflugt lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 07:45 Hildigunnur Einarsdóttir. Vísir/Valli Íslenski landsliðslínumaðurinn Hildigunnur Einarsdóttir mun spila í þýsku Bundesligunni á næsta tímabil en hún hefur hoppað upp um eina deild í Þýskalandi og gert samning við stórliðið HC Leipzig. HC Leipzig hefur verið með Íslending innan sinna raða síðustu ár því þar hefur Þorgerður Anna Atladóttir verið á leikmannalistanum en lítið spilað vegna meiðsla. Þorgerður Anna er á heimleið en þýska liðið fann sér aðra íslenska landsliðskonu. „Þetta er draumi líkast. Að ná samningi við Leipzig var nokkuð sem ég hélt að yrði aldrei möguleiki fyrir mig," sagði Hildigunnur Einarsdóttir í viðtali við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu í morgun. Það ræst um helgina hvort að Hildigunnur verður í titilvörn á næsta tímabili eða ekki því HC Leipzig spilar um helgina hreinan úrslitaleik við Thüringer HC um þýska meistaratitilinn. „Það gefst ekki öllum tækifæri til að komast í svona öflugt lið og hvort sem árin mín hjá Lepzig verða eitt eða fleiri er ég himinlifandi," sagði Hildigunnur í fyrrnefndu viðtali. Hún er orðin 28 ára gömul og hefur spilað erlendis síðan að hún yfirgaf Val 2012. Síðan þá hefur þessi öflugi línumaður spilað með Tertnes í Noregi, með BK Heid í Svíþjóð og nú síðast með þýska b-deildarfélaginu VL Koblenz/Weibern. „Ég er viss um að ég verði ekkert annað en betri leikmaður. Allir leikmenn eru mjög góðir og það segir sig sjálft að þegar maður fer að æfa og leika með slíkum gæðahandboltakonum tekur maður framförum," sagði Hildigunnur. Hún fór á nokkrar æfingar hjá Leipzig fyrir tveimur vikum en stóð sig svo vel að nú er hún komin með samning. Hildigunnur er þó ekki að leiðinni út alveg strax. Hún mun taka þátt í næstu verkefnum íslenska landsliðsins í júní en á síðan að mæta út til Leipzig 18. júlí. „Ég fæ gott frí á Íslandi sem fer að hluta til í að búa mig undir dvölina hjá Leipzig," sagði Hildigunnur Einarsdóttir við Morgunblaðið. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Íslenski landsliðslínumaðurinn Hildigunnur Einarsdóttir mun spila í þýsku Bundesligunni á næsta tímabil en hún hefur hoppað upp um eina deild í Þýskalandi og gert samning við stórliðið HC Leipzig. HC Leipzig hefur verið með Íslending innan sinna raða síðustu ár því þar hefur Þorgerður Anna Atladóttir verið á leikmannalistanum en lítið spilað vegna meiðsla. Þorgerður Anna er á heimleið en þýska liðið fann sér aðra íslenska landsliðskonu. „Þetta er draumi líkast. Að ná samningi við Leipzig var nokkuð sem ég hélt að yrði aldrei möguleiki fyrir mig," sagði Hildigunnur Einarsdóttir í viðtali við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu í morgun. Það ræst um helgina hvort að Hildigunnur verður í titilvörn á næsta tímabili eða ekki því HC Leipzig spilar um helgina hreinan úrslitaleik við Thüringer HC um þýska meistaratitilinn. „Það gefst ekki öllum tækifæri til að komast í svona öflugt lið og hvort sem árin mín hjá Lepzig verða eitt eða fleiri er ég himinlifandi," sagði Hildigunnur í fyrrnefndu viðtali. Hún er orðin 28 ára gömul og hefur spilað erlendis síðan að hún yfirgaf Val 2012. Síðan þá hefur þessi öflugi línumaður spilað með Tertnes í Noregi, með BK Heid í Svíþjóð og nú síðast með þýska b-deildarfélaginu VL Koblenz/Weibern. „Ég er viss um að ég verði ekkert annað en betri leikmaður. Allir leikmenn eru mjög góðir og það segir sig sjálft að þegar maður fer að æfa og leika með slíkum gæðahandboltakonum tekur maður framförum," sagði Hildigunnur. Hún fór á nokkrar æfingar hjá Leipzig fyrir tveimur vikum en stóð sig svo vel að nú er hún komin með samning. Hildigunnur er þó ekki að leiðinni út alveg strax. Hún mun taka þátt í næstu verkefnum íslenska landsliðsins í júní en á síðan að mæta út til Leipzig 18. júlí. „Ég fæ gott frí á Íslandi sem fer að hluta til í að búa mig undir dvölina hjá Leipzig," sagði Hildigunnur Einarsdóttir við Morgunblaðið.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira