Þingheimur krefst aðgerða við Mývatn Svavar Hávarðsson skrifar 11. maí 2016 06:00 Þingmenn allra flokka eru sammála um að bjarga náttúruperlunni Mývatni. Fréttablaðið/GVA Skýr þverpólitískur vilji fyrir því að bregðast við ofauðgun Mývatns og dauða lífríkis í tengslum við hana kom fram á Alþingi í gær. Skýlaus krafa kom fram um það að Skútustaðahreppi verði veitt nauðsynleg aðstoð til að koma frárennslismálum við vatnið í ásættanlegt horf. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um stöðu Mývatns og frárennslismál, en málshefjandi var Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Hann bar upp þá hugmynd sína að nú þegar verði sveitarfélagið styrkt um 150 til 170 milljónir króna sem mótframlag ríkisins til uppbyggingar í fráveitu, sem sveitarfélagið hefði ekki bolmagn til að gera. Því til viðbótar verði lagðir til peningar til að efla þær rannsóknir á svæðinu sem eru nauðsynlegar og til úrvinnslu þeirra rannsóknargagna sem þegar liggja fyrir. Eins til nauðsynlegrar vöktunar á svæðinu.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra var til svara. Gerði hún grein fyrir því að samráðshópur hefur verið kallaður saman til að vinna að lausn málsins og ber honum að skila tillögum sínum fyrir 17. júní næstkomandi. Hún vill meina að verkleysi er varðar málefni Mývatns standist ekki skoðun, enda hafi hún unnið að málinu mánuðum saman. Eins hafi hún unnið að því að sameina Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn sem leið til að efla rannsóknir og vöktun. Sigrún vísaði hins vegar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra varðandi peningahlið málsins. Í svarræðu sinni missti Steingrímur þolinmæðina og ítrekaði að bregðast yrði við strax og fjárfesta í Mývatni – rannsóknir og vöktun snúi að fjármunum og mannskap. Það snúist ekki um stjórnunarfyrirkomulag, og vísaði til orða ráðherra um sameiningar rannsóknastofnana. Krafðist Steingrímur svara. „Verum ekki að gera þetta flókið. Er hæstvirtur ráðherra tilbúinn til að leggja slíka tillögu fram?“ spurði Steingrímur.Steingrímur J. SigfússonSigrún kom í ræðustól strax á eftir Steingrími og sagðist „mjög tilbúin“ að leggja fram slíka tillögu. „Við í ráðuneytinu höfum áhyggjur og ég fagna mjög þeirri samstöðu um að herja á að við fáum fjármagn í framkvæmdir við Mývatn.“ Þau Óttarr Proppé, Bjartri framtíð, Birgitta Jónsdóttir, Pírati, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Samfylkingu, og Elín Hirst, Sjálfstæðisflokki, tóku öll til máls og kröfðust öll skýlausra viðbragða stjórnvalda. Það gerði Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, einnig sem og Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki og formaður atvinnuveganefndar, sem hefur sagt að ekki þurfi sérstakt þingmál til að ganga til verka, heldur að eyrnamerkja fjármagn strax til þess. Nefndi hann á dögunum svo háa tölu sem 1,5 milljarða króna, en umhverfisráðherra hefur tekið frekar fálega í það í svörum við spurningum fjölmiðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra voru ekki viðstaddir umræðuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Skýr þverpólitískur vilji fyrir því að bregðast við ofauðgun Mývatns og dauða lífríkis í tengslum við hana kom fram á Alþingi í gær. Skýlaus krafa kom fram um það að Skútustaðahreppi verði veitt nauðsynleg aðstoð til að koma frárennslismálum við vatnið í ásættanlegt horf. Þetta kom fram í sérstakri umræðu um stöðu Mývatns og frárennslismál, en málshefjandi var Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna. Hann bar upp þá hugmynd sína að nú þegar verði sveitarfélagið styrkt um 150 til 170 milljónir króna sem mótframlag ríkisins til uppbyggingar í fráveitu, sem sveitarfélagið hefði ekki bolmagn til að gera. Því til viðbótar verði lagðir til peningar til að efla þær rannsóknir á svæðinu sem eru nauðsynlegar og til úrvinnslu þeirra rannsóknargagna sem þegar liggja fyrir. Eins til nauðsynlegrar vöktunar á svæðinu.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra var til svara. Gerði hún grein fyrir því að samráðshópur hefur verið kallaður saman til að vinna að lausn málsins og ber honum að skila tillögum sínum fyrir 17. júní næstkomandi. Hún vill meina að verkleysi er varðar málefni Mývatns standist ekki skoðun, enda hafi hún unnið að málinu mánuðum saman. Eins hafi hún unnið að því að sameina Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrurannsóknastöðina við Mývatn sem leið til að efla rannsóknir og vöktun. Sigrún vísaði hins vegar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra varðandi peningahlið málsins. Í svarræðu sinni missti Steingrímur þolinmæðina og ítrekaði að bregðast yrði við strax og fjárfesta í Mývatni – rannsóknir og vöktun snúi að fjármunum og mannskap. Það snúist ekki um stjórnunarfyrirkomulag, og vísaði til orða ráðherra um sameiningar rannsóknastofnana. Krafðist Steingrímur svara. „Verum ekki að gera þetta flókið. Er hæstvirtur ráðherra tilbúinn til að leggja slíka tillögu fram?“ spurði Steingrímur.Steingrímur J. SigfússonSigrún kom í ræðustól strax á eftir Steingrími og sagðist „mjög tilbúin“ að leggja fram slíka tillögu. „Við í ráðuneytinu höfum áhyggjur og ég fagna mjög þeirri samstöðu um að herja á að við fáum fjármagn í framkvæmdir við Mývatn.“ Þau Óttarr Proppé, Bjartri framtíð, Birgitta Jónsdóttir, Pírati, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Samfylkingu, og Elín Hirst, Sjálfstæðisflokki, tóku öll til máls og kröfðust öll skýlausra viðbragða stjórnvalda. Það gerði Svandís Svavarsdóttir, Vinstri grænum, einnig sem og Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki og formaður atvinnuveganefndar, sem hefur sagt að ekki þurfi sérstakt þingmál til að ganga til verka, heldur að eyrnamerkja fjármagn strax til þess. Nefndi hann á dögunum svo háa tölu sem 1,5 milljarða króna, en umhverfisráðherra hefur tekið frekar fálega í það í svörum við spurningum fjölmiðla. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra voru ekki viðstaddir umræðuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira