Tónninn og textinn með Gretu Salóme en hraðinn vinnur þó á móti henni Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2016 14:08 Greta Salóme á æfingu í Globen. Vísir/Getty Spennan fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, er í mögulega í hámarki hér á Íslandi þar sem fulltrúi Íslendinga, Greta Salome, stígur á svið í Globen í Stokkhólmi í kvöld þar sem hún freistar þess að komast upp úr fyrri undanriðlinum með lagið sitt Hear Them Calling. Ef horft er á sögu keppninnar er margt með Gretu Salóme. Hún verður til að mynda sextándi flytjandinn á svið í kvöld en venjulega er mesta áhorfið á undankvöldin þegar fjórtándi flytjandinn stígur á svið.Í fyrra var hins vegar María Ólafsdóttir tólfti flytjandinn á svið í seinni undanriðlinum en komst ekki áfram. Annað sem talið er vænlegt til árangurs í Eurovision er að syngja lag sem er moll. Af síðustu tíu sigurvegurum keppninnar hafa 9 þeirra flutt lög sem eru í moll en eitt þeirra var í dúr. Lag Gretu Salóme er einmitt í moll. Þá hafa ýmsir spekingar reynt að rýna í áhorfstölur á YouTube. Ef bara er horft til landanna sem eru með Íslandi í fyrri undanriðlinum er Greta þar í áttunda sæti yfir áhorf á YouTube-rás Eurovision-keppninnar. Tíu lönd komast upp úr riðlinum í kvöld og er Greta samkvæmt þessum tölum örugg áfram í úrslitin, þó svo erfitt sé að horfa of mikið í það.Malta 4,3 milljónir áhorfaAserbaídsjan 3,6 milljónir áhorfaArmenía 3,4 milljónir áhorfaRússland 2,4 milljónir áhorfaBosnía Hersegovína 2,3 milljónir áhorfaTékkland með 1,7 milljónir áhorfaKýpur 1,2 milljónir áhorfaGrikkland 1,1 milljón áhorfaÍsland 979 þúsund áhorfUngverjaland 961 þúsund áhorf Einnig hefur verið reynt að horfa til hraða laga, sem sagt hve mörg slög á mínútu þau innihalda. Tempó laga er æði misjafnt en flest þeirra sem fá mikla útvarpsspilun eru um 128 slög á mínútu að jafnaði. Söngur Gretu Salóme um kalda nótt gæti aukið líkur hennar á velgengni í keppninni.Vísir/EPAÍ úttekt breska dagblaðsins The Guardian í fyrra kom fram að hraði sé ávísun á „dauða“ í Eurovision. Þau lög sem hafa verið yfir 128 slögum hefur ekki gengið vel. Þó þetta sé ekki hávísindaleg mæling á velgengni laga í Eurovision þá má kannski benda á að keppnin í fyrra var ein sú allra hægasta. Eitt lag innihélt 128 slög á mínútu, framlag Litháa, framlag Serbíu innihélt 129 slög á mínútu og innihélt framlag Hvíta Rússlands 130 slög á mínútu. Litháen komst upp úr sínum riðli en hafnaði í átjánda sæti í úrslitunum en Hvíta Rússland komst ekki áfram úr sínum undanriðli. Serbía komst áfram í úrslit og hafnaði þar í tíunda sæti. Sigurlag Svíþjóðar, Heroes, var 124 slög á mínútu. Lag Gretu Salóme, Hear Them Calling, er hins vegar 135 slög á mínútu. Í grein The Guardian var þó bent á að þeir flytjendur sem hafa minnst á slæmt veður, þrumur, eldingar, rigningu, gangi oftast vel ef þeir syngja lög sem eru í moll. Greta Salóme syngur lag í moll og minnist á kalda nótt, þannig að spurningin er hvort það muni hjálpa henni. Veðbankar spá almennt Gretu Salóme góðu gengi, að hún fari í úrslitin en er þó ekki spáð sigri. Er hún oftast sett í kringum 15. sæti en hún hefur hækkað síðan æfingar hófust í Svíþjóð, var lengi framan af í 20. sæti, en hún horfir fram á harða samkeppni vegna fjölda kvenkynskeppenda sem syngja einir á sviði í ár. Eurovision Tengdar fréttir Nítján ár frá því að Páll Óskar steig á sviðið á Írlandi: „Sjö bestu dagar lífs míns“ "Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. 10. maí 2016 12:30 Greta jákvæð og klár í slaginn: „Búið að vera rosaleg keyrsla og maður gleymir stundum að borða“ "Kvöldið leggst alveg ótrúlega vel í mig,“ segir Greta Salóme í Stokkhólmi, en hún stígur á svið í Globen-höllinni í kvöld og tekur lagið Hear Them Calling, sem er framlag okkar Íslendinga í Eurovision-keppninni í ár. 10. maí 2016 10:30 Könnun: Kemst Greta Salóme áfram í kvöld? Greta Salóme Stefánsdóttir stígur á svið í Globen-höllinni í Stokkhólmi í kvöld og kemur þá í ljós hvort Íslendingar verði með framlag á lokakvöldinu í Eurovision á laugardagskvöldið. 10. maí 2016 11:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Spennan fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, er í mögulega í hámarki hér á Íslandi þar sem fulltrúi Íslendinga, Greta Salome, stígur á svið í Globen í Stokkhólmi í kvöld þar sem hún freistar þess að komast upp úr fyrri undanriðlinum með lagið sitt Hear Them Calling. Ef horft er á sögu keppninnar er margt með Gretu Salóme. Hún verður til að mynda sextándi flytjandinn á svið í kvöld en venjulega er mesta áhorfið á undankvöldin þegar fjórtándi flytjandinn stígur á svið.Í fyrra var hins vegar María Ólafsdóttir tólfti flytjandinn á svið í seinni undanriðlinum en komst ekki áfram. Annað sem talið er vænlegt til árangurs í Eurovision er að syngja lag sem er moll. Af síðustu tíu sigurvegurum keppninnar hafa 9 þeirra flutt lög sem eru í moll en eitt þeirra var í dúr. Lag Gretu Salóme er einmitt í moll. Þá hafa ýmsir spekingar reynt að rýna í áhorfstölur á YouTube. Ef bara er horft til landanna sem eru með Íslandi í fyrri undanriðlinum er Greta þar í áttunda sæti yfir áhorf á YouTube-rás Eurovision-keppninnar. Tíu lönd komast upp úr riðlinum í kvöld og er Greta samkvæmt þessum tölum örugg áfram í úrslitin, þó svo erfitt sé að horfa of mikið í það.Malta 4,3 milljónir áhorfaAserbaídsjan 3,6 milljónir áhorfaArmenía 3,4 milljónir áhorfaRússland 2,4 milljónir áhorfaBosnía Hersegovína 2,3 milljónir áhorfaTékkland með 1,7 milljónir áhorfaKýpur 1,2 milljónir áhorfaGrikkland 1,1 milljón áhorfaÍsland 979 þúsund áhorfUngverjaland 961 þúsund áhorf Einnig hefur verið reynt að horfa til hraða laga, sem sagt hve mörg slög á mínútu þau innihalda. Tempó laga er æði misjafnt en flest þeirra sem fá mikla útvarpsspilun eru um 128 slög á mínútu að jafnaði. Söngur Gretu Salóme um kalda nótt gæti aukið líkur hennar á velgengni í keppninni.Vísir/EPAÍ úttekt breska dagblaðsins The Guardian í fyrra kom fram að hraði sé ávísun á „dauða“ í Eurovision. Þau lög sem hafa verið yfir 128 slögum hefur ekki gengið vel. Þó þetta sé ekki hávísindaleg mæling á velgengni laga í Eurovision þá má kannski benda á að keppnin í fyrra var ein sú allra hægasta. Eitt lag innihélt 128 slög á mínútu, framlag Litháa, framlag Serbíu innihélt 129 slög á mínútu og innihélt framlag Hvíta Rússlands 130 slög á mínútu. Litháen komst upp úr sínum riðli en hafnaði í átjánda sæti í úrslitunum en Hvíta Rússland komst ekki áfram úr sínum undanriðli. Serbía komst áfram í úrslit og hafnaði þar í tíunda sæti. Sigurlag Svíþjóðar, Heroes, var 124 slög á mínútu. Lag Gretu Salóme, Hear Them Calling, er hins vegar 135 slög á mínútu. Í grein The Guardian var þó bent á að þeir flytjendur sem hafa minnst á slæmt veður, þrumur, eldingar, rigningu, gangi oftast vel ef þeir syngja lög sem eru í moll. Greta Salóme syngur lag í moll og minnist á kalda nótt, þannig að spurningin er hvort það muni hjálpa henni. Veðbankar spá almennt Gretu Salóme góðu gengi, að hún fari í úrslitin en er þó ekki spáð sigri. Er hún oftast sett í kringum 15. sæti en hún hefur hækkað síðan æfingar hófust í Svíþjóð, var lengi framan af í 20. sæti, en hún horfir fram á harða samkeppni vegna fjölda kvenkynskeppenda sem syngja einir á sviði í ár.
Eurovision Tengdar fréttir Nítján ár frá því að Páll Óskar steig á sviðið á Írlandi: „Sjö bestu dagar lífs míns“ "Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. 10. maí 2016 12:30 Greta jákvæð og klár í slaginn: „Búið að vera rosaleg keyrsla og maður gleymir stundum að borða“ "Kvöldið leggst alveg ótrúlega vel í mig,“ segir Greta Salóme í Stokkhólmi, en hún stígur á svið í Globen-höllinni í kvöld og tekur lagið Hear Them Calling, sem er framlag okkar Íslendinga í Eurovision-keppninni í ár. 10. maí 2016 10:30 Könnun: Kemst Greta Salóme áfram í kvöld? Greta Salóme Stefánsdóttir stígur á svið í Globen-höllinni í Stokkhólmi í kvöld og kemur þá í ljós hvort Íslendingar verði með framlag á lokakvöldinu í Eurovision á laugardagskvöldið. 10. maí 2016 11:30 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Nítján ár frá því að Páll Óskar steig á sviðið á Írlandi: „Sjö bestu dagar lífs míns“ "Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. 10. maí 2016 12:30
Greta jákvæð og klár í slaginn: „Búið að vera rosaleg keyrsla og maður gleymir stundum að borða“ "Kvöldið leggst alveg ótrúlega vel í mig,“ segir Greta Salóme í Stokkhólmi, en hún stígur á svið í Globen-höllinni í kvöld og tekur lagið Hear Them Calling, sem er framlag okkar Íslendinga í Eurovision-keppninni í ár. 10. maí 2016 10:30
Könnun: Kemst Greta Salóme áfram í kvöld? Greta Salóme Stefánsdóttir stígur á svið í Globen-höllinni í Stokkhólmi í kvöld og kemur þá í ljós hvort Íslendingar verði með framlag á lokakvöldinu í Eurovision á laugardagskvöldið. 10. maí 2016 11:30