Ítarleg umfjöllun um Pepsi-deild kvenna hjá miðlum 365 10. maí 2016 12:32 Úr leik hjá Val og Breiðablik síðasta sumar. vísir/andri Nýtt keppnistímabil í Pepsi-deild kvenna hefst á morgun og verður ítarleg umfjöllun í miðlum 365 í allt sumar. KSÍ, 365, Hagsmunasamtök félaga í efstu deild kvenna og Sport TV undirrita í dag framleiðslusamning um Pepsi-deild kvenna sem gerir það að verkum að deildin fær ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst. Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 fagnar þessari niðurstöðu. „Það er virkilega ánægjulegt að hafa getað lokað þessu með öllum þeim sem koma hér við sögu og erum stolt af því að taka þátt í að auka veg kvennafótboltans. Þetta hefur verið draumurinn frá því að ég hóf störf hjá 365. Með hvatningu Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild kvenna, virkri umræðu sem hefur verið í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, stuðningi KSÍ og bakhjarla varð þetta verkefni mögulegt.“ Ágúst Héðinsson yfirmaður íþrótta og útvarps hjá 365: „Minnst einn leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri umferð. Þá verður hver umferð gerð upp í sérstökum markaþætti þar sem sýnt verður úr öllum leikjum. Leikjunum verður þar að auki gerð góð skil í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2, en nýlega voru íþróttafréttir Stöðvar 2 lengdar og eru nú minnst tíu mínútur hvern dag. Umfjöllun í sjónvarpi verður undir styrkri stjórn Helenu Ólafsdóttur, fyrrum landsliðskonu í knattspyrnu og margreyndum þjálfara, en fáir hafa betri þekkingu á knattspyrnu kvenna á Íslandi en Helena. Fylgst verður með öllu því helsta sem gerist í Pepsi-deild kvenna í öðrum miðlum, svo sem Vísi, Fréttablaðinu og Akraborginni á X-inu 977. Þá verður vitanlega hægt að fylgjast með leikjum í beinni útsendingu hvar sem er á landinu í gegnum 365 appið.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ: „Samstarf knattspyrnuhreyfingarinnar og 365 miðla hefur verið með miklum ágætum um langt skeið og þessi samningur, með aðkomu Ölgerðarinnar, Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild eflir það samstarf enn frekar. Vikulegur markaþáttur með öllum helstu atvikum úr leikjum í Pepsi-deild kvenna mun auka umfjöllun um deildina og almennan áhuga á henni. Þetta er mikið framfaraskref. Ég er virkilega ánægður með samninginn og bind miklar vonir við hann.“ Ragna Lóa Stefánsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild kvenna: „Þessi samningur er mikilvægt skref fyrir kvennaknattspyrnuna í landinu og sérstaklega í þeirri vinnu Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild að auka sýnileika Pepsi-deildarinnar. Við erum sannfærð um að glæsilegur markaþáttur með reyndum stjórnanda muni gegn lykilhlutverki og færa umfjöllunina upp á nýjan stall." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Nýtt keppnistímabil í Pepsi-deild kvenna hefst á morgun og verður ítarleg umfjöllun í miðlum 365 í allt sumar. KSÍ, 365, Hagsmunasamtök félaga í efstu deild kvenna og Sport TV undirrita í dag framleiðslusamning um Pepsi-deild kvenna sem gerir það að verkum að deildin fær ítarlegri umfjöllun en áður hefur þekkst. Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 fagnar þessari niðurstöðu. „Það er virkilega ánægjulegt að hafa getað lokað þessu með öllum þeim sem koma hér við sögu og erum stolt af því að taka þátt í að auka veg kvennafótboltans. Þetta hefur verið draumurinn frá því að ég hóf störf hjá 365. Með hvatningu Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild kvenna, virkri umræðu sem hefur verið í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, stuðningi KSÍ og bakhjarla varð þetta verkefni mögulegt.“ Ágúst Héðinsson yfirmaður íþrótta og útvarps hjá 365: „Minnst einn leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í hverri umferð. Þá verður hver umferð gerð upp í sérstökum markaþætti þar sem sýnt verður úr öllum leikjum. Leikjunum verður þar að auki gerð góð skil í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2, en nýlega voru íþróttafréttir Stöðvar 2 lengdar og eru nú minnst tíu mínútur hvern dag. Umfjöllun í sjónvarpi verður undir styrkri stjórn Helenu Ólafsdóttur, fyrrum landsliðskonu í knattspyrnu og margreyndum þjálfara, en fáir hafa betri þekkingu á knattspyrnu kvenna á Íslandi en Helena. Fylgst verður með öllu því helsta sem gerist í Pepsi-deild kvenna í öðrum miðlum, svo sem Vísi, Fréttablaðinu og Akraborginni á X-inu 977. Þá verður vitanlega hægt að fylgjast með leikjum í beinni útsendingu hvar sem er á landinu í gegnum 365 appið.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ: „Samstarf knattspyrnuhreyfingarinnar og 365 miðla hefur verið með miklum ágætum um langt skeið og þessi samningur, með aðkomu Ölgerðarinnar, Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild eflir það samstarf enn frekar. Vikulegur markaþáttur með öllum helstu atvikum úr leikjum í Pepsi-deild kvenna mun auka umfjöllun um deildina og almennan áhuga á henni. Þetta er mikið framfaraskref. Ég er virkilega ánægður með samninginn og bind miklar vonir við hann.“ Ragna Lóa Stefánsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild kvenna: „Þessi samningur er mikilvægt skref fyrir kvennaknattspyrnuna í landinu og sérstaklega í þeirri vinnu Hagsmunasamtaka félaga í efstu deild að auka sýnileika Pepsi-deildarinnar. Við erum sannfærð um að glæsilegur markaþáttur með reyndum stjórnanda muni gegn lykilhlutverki og færa umfjöllunina upp á nýjan stall."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira