Drekinn Haraldur hárfagri lagður af stað til Vínlands Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2016 14:00 Drekinn Haraldur hárfagri á siglingu utan við Eystribyggð á Grænlandi. Mynd/Peder Jacobsson. Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada. Eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða var lagt af stað í fyrradag frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi en næsti áfangastaður er L‘anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Þar eru einu fornminjar sem fundist hafa í Norður-Ameríku sem staðfest hefur verið með óyggjandi hætti að eru eftir veru norrænna manna í kringum árið 1000. Staðurinn fannst árið 1960 og er talinn hafa verið bækistöð Leifs Eiríkssonar og félaga. Frá L'Anse aux Meadows á nyrsta hluta Nýfundnalands í Kanada. Þar fundust fornleifar eftir víkinga árið 1960.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÚtilokað þykir að þar hafi vínviður vaxið á tímum norrænu víkinganna. Hins vegar fundust þar smjörhnetur, sem líklegt þykir að víkingarnir hafi tekið með sér af syðri breiddargráðum. Þær þurfa álíka hlýtt loftslag og vínviður og þykir þetta sterk vísbending um að Leifur og hans menn komust á slóðir þar sem vínviður gat vaxið. Hvar Vínland var er ein af þessum heillandi ráðgátum sem margir hafa glímt við. Drekanum Haraldi hárfagra er einmitt ætlað að fara á líklega staði en skipinu verður siglt inn Saint Lawrence-flóa til Quebec-borgar og þaðan áfram inn á Vötnin miklu. Meðal annars verður komið við í Toronto og Chicago. Síðasti áfangastaðurinn verður New York-borg. Fylgjast má með för skipsins á heimasíðu leiðangursins. Fornminjar Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Fer í fornleifaleiðangur til Kanada á tíræðisaldri Einn elsti Facebook notandi landsins er á leið í fornleifaleiðangur til Kanada. 6. ágúst 2014 09:47 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada. Eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða var lagt af stað í fyrradag frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi en næsti áfangastaður er L‘anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Þar eru einu fornminjar sem fundist hafa í Norður-Ameríku sem staðfest hefur verið með óyggjandi hætti að eru eftir veru norrænna manna í kringum árið 1000. Staðurinn fannst árið 1960 og er talinn hafa verið bækistöð Leifs Eiríkssonar og félaga. Frá L'Anse aux Meadows á nyrsta hluta Nýfundnalands í Kanada. Þar fundust fornleifar eftir víkinga árið 1960.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÚtilokað þykir að þar hafi vínviður vaxið á tímum norrænu víkinganna. Hins vegar fundust þar smjörhnetur, sem líklegt þykir að víkingarnir hafi tekið með sér af syðri breiddargráðum. Þær þurfa álíka hlýtt loftslag og vínviður og þykir þetta sterk vísbending um að Leifur og hans menn komust á slóðir þar sem vínviður gat vaxið. Hvar Vínland var er ein af þessum heillandi ráðgátum sem margir hafa glímt við. Drekanum Haraldi hárfagra er einmitt ætlað að fara á líklega staði en skipinu verður siglt inn Saint Lawrence-flóa til Quebec-borgar og þaðan áfram inn á Vötnin miklu. Meðal annars verður komið við í Toronto og Chicago. Síðasti áfangastaðurinn verður New York-borg. Fylgjast má með för skipsins á heimasíðu leiðangursins.
Fornminjar Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Fer í fornleifaleiðangur til Kanada á tíræðisaldri Einn elsti Facebook notandi landsins er á leið í fornleifaleiðangur til Kanada. 6. ágúst 2014 09:47 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43
Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30
Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00
Fer í fornleifaleiðangur til Kanada á tíræðisaldri Einn elsti Facebook notandi landsins er á leið í fornleifaleiðangur til Kanada. 6. ágúst 2014 09:47