Stjórnvöld dofin fyrir vanda vegna umbúða og sóunar Svavar Hávarðsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Endurvinnsla umbúða hvers konar er orðin stór iðnaðargrein – lítið er þó gert til að sporna við umbúðanotkun. Fréttablaðið/Valli „Þessi tiltekna þingsályktunartillaga er jákvæð, hún á að vera hvetjandi fyrir íslenska matvælaframleiðendur, en kannski er nauðsynlegt að henda fram tillögu sem er mun róttækari, þá kannski fer fólk að hlusta,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingsályktunartillögu sína um hvatningu til íslenskra matvælaframleiðenda til að draga úr umbúðanotkun.Margrét Gauja MagnúsdóttirTillagan hefur verið lögð fram á Alþingi í tvígang frá 2013 með fulltingi 13 þingmanna allra flokka, en dagaði uppi í bæði skiptin. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag hvetja þær Arndís Soffía Sigurðardóttir, eigandi Hótels Fljótshlíðar, og Elísabet Björney Lárusdóttir, umhverfisstjóri hótelsins, til þess að dreifingarkerfi vöru á milli framleiðenda, birgja og neytenda verði hugsað upp á nýtt í þeim tilgangi að minnka umbúðanotkun og sóun. Engir opinberir hvatar eru til þess að reka ferðaþjónustufyrirtæki undir slíkri stefnu. Þingsályktunartillaga Margrétar snýst um að Alþingi feli umhverfis- og auðlindaráðherra að hvetja til þess að íslenskir matvælaframleiðendur dragi úr notkun umbúða utan um vörur sínar og nýti sér efni sem eru umhverfisvæn. Þetta verði gert í samráði við hagsmunaaðila - Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Margrét Gauja lýsir því að tillagan hafi aldrei vakið athygli stjórnvalda en það eigi við um fleira. „Það er búið að reyna margt til að vekja áhuga Alþingis á þessu sívaxandi vandamáli sem plastið er og hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að ef við förum ekki að taka á þessu, þá erum við í vondum málum – og ekki eftir 100 ár heldur eftir 20 ár,“ segir Margrét Gauja. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun sem var samþykkt í lok september 2014. „Aðgerðaáætlun átti að liggja fyrir í fyrra en ekkert bólar á henni ennþá. Þessi tillaga er þverpólitísk, uppáskrifuð af þingmönnum allra flokka, en hún bara nær ekki í gegn, sem er miður. Á meðan tekur hver þjóðin á fætur annarri framúr okkur og samþykkir hrein bönn við t.d. plastpokum, frauðplasti og er í markvissri vinnu í að vinna gegn plasti,“ segir Margrét Gauja. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
„Þessi tiltekna þingsályktunartillaga er jákvæð, hún á að vera hvetjandi fyrir íslenska matvælaframleiðendur, en kannski er nauðsynlegt að henda fram tillögu sem er mun róttækari, þá kannski fer fólk að hlusta,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri, bæjarfulltrúi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingsályktunartillögu sína um hvatningu til íslenskra matvælaframleiðenda til að draga úr umbúðanotkun.Margrét Gauja MagnúsdóttirTillagan hefur verið lögð fram á Alþingi í tvígang frá 2013 með fulltingi 13 þingmanna allra flokka, en dagaði uppi í bæði skiptin. Eins og Fréttablaðið greindi frá á fimmtudag hvetja þær Arndís Soffía Sigurðardóttir, eigandi Hótels Fljótshlíðar, og Elísabet Björney Lárusdóttir, umhverfisstjóri hótelsins, til þess að dreifingarkerfi vöru á milli framleiðenda, birgja og neytenda verði hugsað upp á nýtt í þeim tilgangi að minnka umbúðanotkun og sóun. Engir opinberir hvatar eru til þess að reka ferðaþjónustufyrirtæki undir slíkri stefnu. Þingsályktunartillaga Margrétar snýst um að Alþingi feli umhverfis- og auðlindaráðherra að hvetja til þess að íslenskir matvælaframleiðendur dragi úr notkun umbúða utan um vörur sínar og nýti sér efni sem eru umhverfisvæn. Þetta verði gert í samráði við hagsmunaaðila - Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands. Margrét Gauja lýsir því að tillagan hafi aldrei vakið athygli stjórnvalda en það eigi við um fleira. „Það er búið að reyna margt til að vekja áhuga Alþingis á þessu sívaxandi vandamáli sem plastið er og hver rannsóknin á fætur annarri sýnir að ef við förum ekki að taka á þessu, þá erum við í vondum málum – og ekki eftir 100 ár heldur eftir 20 ár,“ segir Margrét Gauja. Hún lagði fram þingsályktunartillögu um könnun á hagkvæmni þess að draga úr plastpokanotkun sem var samþykkt í lok september 2014. „Aðgerðaáætlun átti að liggja fyrir í fyrra en ekkert bólar á henni ennþá. Þessi tillaga er þverpólitísk, uppáskrifuð af þingmönnum allra flokka, en hún bara nær ekki í gegn, sem er miður. Á meðan tekur hver þjóðin á fætur annarri framúr okkur og samþykkir hrein bönn við t.d. plastpokum, frauðplasti og er í markvissri vinnu í að vinna gegn plasti,“ segir Margrét Gauja.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum