Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2016 15:13 Frá Leifsstöð í dag. Eze Okafor, hælisleitandi sem sendur var af landi brott í dag, ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð af lögreglumönnum. Lögmaður hans og samtökin No Borders telja að brottvísun Okafor sé ólögleg. Útlendingastofnun vísar því á bug. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Okafor er kristinn og flúði til Svíþjóðar eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið hans árið 2011. Frá Svíþjóð kom hann til Íslands ári síðar. Í samtali við fréttastofu 365 fyrr í mánuðinum sagði hann að samtökin vildu hann feigan og að einn daginn hafi þau ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin.Tvær konur voru handteknar eftir að hafa tafið för flugvélar Icelandair sem flutti Okafor til Stokkhólms í morgun. Stóðu þær upp og hvöttu aðra farþega til þess að gera slíkt hið sama svo koma mætti í veg fyrir að Okafor yrði fluttur úr landi. Telja frávísun Okafor ólöglega Konurnar voru meðlimir í No Borders, samtökum sem berjast fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna. Telja samtökin að brottvísun Okafor sé ólögleg og vísa til úrskurðar kærunefndar útlendingamála að samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni sé of seint að senda Eze úr landi á grundvelli hennar. Dyflinnarreglugerðin þýðir að taka eigi mál hvers hælisleitanda fyrir í fyrsta landinu þar sem viðkomandi sækir um hæli í innan Evrópu. Í tilviki Okafor er það Svíþjóð. Lögmaður Eze Okafor, Katrín Theodórsdóttir, hefur gagnrýnt málsmeðferð Útlendingastofnunar vegna málefna sem nýlega var neitað um neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar. Var sú ákvörðun kærð til kærunefnd útlendingamála og telja Katrín og No Borders að með úrskurði sínum þann 10. maí hafi kærunefnd útlendingamála komist að þeirri niðurstöðu að sex mánaða fresturinn til að endursenda hann til Svíþjóðar samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni væri liðinn, því ætti að taka umsókn Okafor um hæli hér á landi til efnislegrar umfjöllunar.Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda hér á landi.Vísir/StefánSegja að sex mánaða fresturinn hafi framlengst Þessu vísar Útlendingastofnun á bug og í tilkynningu sem hún sendi frá sér bendir hún á að sérstaklega sé tekið fram í úrskurðinum að ekki sé fjallað um hvort heimild til endursendingar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar sé enn gild og ekki er tekin afstaða til þess í úrskurðinum. Sex mánaða fresturinn byrjar að telja þegar endanleg ákvörðun íslensks stjórnvalds liggur fyrir og í tilfelli Okafor rann sá frestur út í apríl 2016. Í Dyflinnarreglugerðinni kemur hinsvegar fram að fresturinn framlengist takist ekki að framkvæma flutning vegna þess að viðkomandi sé í fangelsi eða hlaupist á brott. Í yfirlýsingu Útlendingarstofnunar kemur fram að að umbjóðenda Okafor hafi verið greint frá því þann 20. maí að vegna háttsemi umbjóðanda hennar hafi fresturinn framlengst. Okafor hafi svo gefið sig fram á skrifstofu Útlendingastofnunar hinn 17. maí og var honum þá gert fyrir að honum yrði vísað úr landi til Svíþjóðar eins fljótt og auðið yrði. Var Okafor færður á lögreglustöð í gær og fluttur landi brott í dag. Flóttamenn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Eze Okafor, hælisleitandi sem sendur var af landi brott í dag, ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð af lögreglumönnum. Lögmaður hans og samtökin No Borders telja að brottvísun Okafor sé ólögleg. Útlendingastofnun vísar því á bug. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. Okafor er kristinn og flúði til Svíþjóðar eftir að meðlimir Boko Haram réðust inn í þorpið hans árið 2011. Frá Svíþjóð kom hann til Íslands ári síðar. Í samtali við fréttastofu 365 fyrr í mánuðinum sagði hann að samtökin vildu hann feigan og að einn daginn hafi þau ráðist inn á heimili hans vegna þess að fjölskylda hans er kristin.Tvær konur voru handteknar eftir að hafa tafið för flugvélar Icelandair sem flutti Okafor til Stokkhólms í morgun. Stóðu þær upp og hvöttu aðra farþega til þess að gera slíkt hið sama svo koma mætti í veg fyrir að Okafor yrði fluttur úr landi. Telja frávísun Okafor ólöglega Konurnar voru meðlimir í No Borders, samtökum sem berjast fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna. Telja samtökin að brottvísun Okafor sé ólögleg og vísa til úrskurðar kærunefndar útlendingamála að samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni sé of seint að senda Eze úr landi á grundvelli hennar. Dyflinnarreglugerðin þýðir að taka eigi mál hvers hælisleitanda fyrir í fyrsta landinu þar sem viðkomandi sækir um hæli í innan Evrópu. Í tilviki Okafor er það Svíþjóð. Lögmaður Eze Okafor, Katrín Theodórsdóttir, hefur gagnrýnt málsmeðferð Útlendingastofnunar vegna málefna sem nýlega var neitað um neitað um hæli hér á landi á Grundvelli Dyflinnargreglugerðarinnar og gert að fara aftur til Svíþjóðar. Var sú ákvörðun kærð til kærunefnd útlendingamála og telja Katrín og No Borders að með úrskurði sínum þann 10. maí hafi kærunefnd útlendingamála komist að þeirri niðurstöðu að sex mánaða fresturinn til að endursenda hann til Svíþjóðar samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni væri liðinn, því ætti að taka umsókn Okafor um hæli hér á landi til efnislegrar umfjöllunar.Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda hér á landi.Vísir/StefánSegja að sex mánaða fresturinn hafi framlengst Þessu vísar Útlendingastofnun á bug og í tilkynningu sem hún sendi frá sér bendir hún á að sérstaklega sé tekið fram í úrskurðinum að ekki sé fjallað um hvort heimild til endursendingar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar sé enn gild og ekki er tekin afstaða til þess í úrskurðinum. Sex mánaða fresturinn byrjar að telja þegar endanleg ákvörðun íslensks stjórnvalds liggur fyrir og í tilfelli Okafor rann sá frestur út í apríl 2016. Í Dyflinnarreglugerðinni kemur hinsvegar fram að fresturinn framlengist takist ekki að framkvæma flutning vegna þess að viðkomandi sé í fangelsi eða hlaupist á brott. Í yfirlýsingu Útlendingarstofnunar kemur fram að að umbjóðenda Okafor hafi verið greint frá því þann 20. maí að vegna háttsemi umbjóðanda hennar hafi fresturinn framlengst. Okafor hafi svo gefið sig fram á skrifstofu Útlendingastofnunar hinn 17. maí og var honum þá gert fyrir að honum yrði vísað úr landi til Svíþjóðar eins fljótt og auðið yrði. Var Okafor færður á lögreglustöð í gær og fluttur landi brott í dag.
Flóttamenn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira