Segir að Conor og Mayweather berjist í september | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2016 09:15 Conor McGregor er klár en vill fá jafnmikið borgað. vísir/getty Bandaríski íþróttafréttamaðurinn Colin Cowherd sem sér um og stýrir vinsælum útvarpsþætti sem heitir The Herd fullyrðir að súper-bardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor fari fram í september. Cowherd er einn virtasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og þekkir vel til innan MMA-heimsins. Hann segist meira að segja vera búinn að panta sér herbergi í Las Vegas þegar bardaginn á að fara fram. „Það berast fréttir af þessum bardaga eftir tvær vikur. Ég er nú þegar búinn að bóka tvö herbergi 17. og 18. september í Las Vegas. Mínar heimildir herma að bardagi Conor McGregor og Floydmayweather fari fram,“ segir Cowherd. „Þetta breyttist í síðustu viku. Ég fékk símtal og svo voru mér sendar frekari upplýsingar. Þetta mun gerast í september.“ Cowherd bætir við að Mayweather hafi ekki náð að lokka nógu marga sjónvarpsáhorfendur til að kaupa sér áskrift að síðasta bardaga en „aðeins“ 550.000 manns sáu hann berjast í það sem var talið síðasta skipti. Vanalega reynir Mayweather að fá tvær til þrjár milljónir til að kaupa áskrift. Conor McGregor hefur sagst vera opinn fyrir því að berjast við Mayweather en hann vill ekki fá neinar sjö milljónir dollara ef Mayweather ætlar að taka inn 100 milljónir eins og Írinn útskýrði. Ekki verður barist í blönduðum bardagalistum heldur einhverju sem er mun líkara hnefaleikum. Líklega verður um að ræða einfaldan hnefaleikabardaga sem Conor hlakkar til að takast á við. Conor er ekki enn kominn með MMA-bardaga eftir að tapa fyrir Nate Diaz fyrr á þessu ári og gengur Dana White, forseta UFC, illa að fá Diaz til að samþykkja annan bardaga við Conor eftir allt sem á undan er gengið. Hér að neðan má sjá Colin Cowherd útskýra hvers vegna hann telur að Conor og Mayweather berjist í september. MMA Tengdar fréttir Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Conor McGregor segist vera kominn mun lengra á sínum ferli 27 ára heldur en Floyd Mayweather var á sama aldri. 23. maí 2016 09:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Sjá meira
Bandaríski íþróttafréttamaðurinn Colin Cowherd sem sér um og stýrir vinsælum útvarpsþætti sem heitir The Herd fullyrðir að súper-bardagi Floyd Mayweather og Conor McGregor fari fram í september. Cowherd er einn virtasti íþróttafréttamaður Bandaríkjanna og þekkir vel til innan MMA-heimsins. Hann segist meira að segja vera búinn að panta sér herbergi í Las Vegas þegar bardaginn á að fara fram. „Það berast fréttir af þessum bardaga eftir tvær vikur. Ég er nú þegar búinn að bóka tvö herbergi 17. og 18. september í Las Vegas. Mínar heimildir herma að bardagi Conor McGregor og Floydmayweather fari fram,“ segir Cowherd. „Þetta breyttist í síðustu viku. Ég fékk símtal og svo voru mér sendar frekari upplýsingar. Þetta mun gerast í september.“ Cowherd bætir við að Mayweather hafi ekki náð að lokka nógu marga sjónvarpsáhorfendur til að kaupa sér áskrift að síðasta bardaga en „aðeins“ 550.000 manns sáu hann berjast í það sem var talið síðasta skipti. Vanalega reynir Mayweather að fá tvær til þrjár milljónir til að kaupa áskrift. Conor McGregor hefur sagst vera opinn fyrir því að berjast við Mayweather en hann vill ekki fá neinar sjö milljónir dollara ef Mayweather ætlar að taka inn 100 milljónir eins og Írinn útskýrði. Ekki verður barist í blönduðum bardagalistum heldur einhverju sem er mun líkara hnefaleikum. Líklega verður um að ræða einfaldan hnefaleikabardaga sem Conor hlakkar til að takast á við. Conor er ekki enn kominn með MMA-bardaga eftir að tapa fyrir Nate Diaz fyrr á þessu ári og gengur Dana White, forseta UFC, illa að fá Diaz til að samþykkja annan bardaga við Conor eftir allt sem á undan er gengið. Hér að neðan má sjá Colin Cowherd útskýra hvers vegna hann telur að Conor og Mayweather berjist í september.
MMA Tengdar fréttir Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Conor McGregor segist vera kominn mun lengra á sínum ferli 27 ára heldur en Floyd Mayweather var á sama aldri. 23. maí 2016 09:00 Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00 Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Sjá meira
Conor um Mayweather: Sjö milljónir eru grín - hann þarf á mér að halda Conor McGregor segist vera kominn mun lengra á sínum ferli 27 ára heldur en Floyd Mayweather var á sama aldri. 23. maí 2016 09:00
Mayweather býður Conor 6,2 milljarða fyrir Nýársbardaga Bandarískir fjölmiðar halda áfram að skrifa um mögulegan tröllabardaga á milli boxarans Floyd Mayweather og bardagamannsins Conor McGregor en það er ljóst að margir gætu grætt mikla pening fari slíkur bardagi einhvern tímann fram. 20. maí 2016 16:00