Rory McIlroy ætlar að fylgjast vel með fréttum af Zika vírusnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2016 23:00 Rory McIlroy. Vísir/Getty Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy er ekki alveg hundrað prósent viss um hvort hann taki þátt í golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í Brasilíu í ágúst. Ástæðan er Zika faraldurinn sem gengur nú í Brasilíu og hefur þegar haft þau áhrif að margir kylfingar ætla ekki að taka þátt í fyrstu golfkeppni Ólympíuleikanna í 112 ár. Ófæddum börnum stafar hætta af Zika veirunni en vegna vírussins sem talinn valda því að börn fæðist með óeðlilega lítil höfuð og mikið fötluð. Flestir þeir sem smitast fá væg einkenni eins og hita, beinverki og útbrot en vírusinn er ekki talinn hættulegur fyrir fullorðið fólk. „Það mun koma að þeim tímapunkti á næstu árum að við förum að huga að því að stofna fjölskyldu," sagði Rory McIlroy en kærasta hans er Erica Stoll. „Eins og staðan er núna þá er ég klár en ég vil ekki að neitt hafi áhrif á framhaldið hjá okkur," sagði Rory McIlroy. Kylfingarnir Vijay Singh, Marc Leishman, Adam Scott, Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel hafa allir gefið það út að þeir muni ekki keppa á ÓL í Ríó vegna Zika vírussins. „Núna er ég hinsvegar að leiðinni til Ríó og hlakka bara til. Nú þegar leikarnir nálgast óðum þá er ég að átta mig meira á því að ég að fara þangað til að keppa um gullið," sagði McIlroy. „Ég hef verið að lesa mikið af fréttum um Zika-vírusinn og það eru sumir sem halda því fram að staðan sé verri en látið er uppi með. Ég verð því að fylgjast mjög vel með stöðunni," sagði Rory McIlroy sem er á leiðinni í sprautur í næstu viku vegna annarra sjúkdóma sem fólk getur smitast af í Brasilíu.Rory McIlroy.Vísir/Getty Golf Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy er ekki alveg hundrað prósent viss um hvort hann taki þátt í golfkeppni Ólympíuleikanna í Ríó í Brasilíu í ágúst. Ástæðan er Zika faraldurinn sem gengur nú í Brasilíu og hefur þegar haft þau áhrif að margir kylfingar ætla ekki að taka þátt í fyrstu golfkeppni Ólympíuleikanna í 112 ár. Ófæddum börnum stafar hætta af Zika veirunni en vegna vírussins sem talinn valda því að börn fæðist með óeðlilega lítil höfuð og mikið fötluð. Flestir þeir sem smitast fá væg einkenni eins og hita, beinverki og útbrot en vírusinn er ekki talinn hættulegur fyrir fullorðið fólk. „Það mun koma að þeim tímapunkti á næstu árum að við förum að huga að því að stofna fjölskyldu," sagði Rory McIlroy en kærasta hans er Erica Stoll. „Eins og staðan er núna þá er ég klár en ég vil ekki að neitt hafi áhrif á framhaldið hjá okkur," sagði Rory McIlroy. Kylfingarnir Vijay Singh, Marc Leishman, Adam Scott, Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel hafa allir gefið það út að þeir muni ekki keppa á ÓL í Ríó vegna Zika vírussins. „Núna er ég hinsvegar að leiðinni til Ríó og hlakka bara til. Nú þegar leikarnir nálgast óðum þá er ég að átta mig meira á því að ég að fara þangað til að keppa um gullið," sagði McIlroy. „Ég hef verið að lesa mikið af fréttum um Zika-vírusinn og það eru sumir sem halda því fram að staðan sé verri en látið er uppi með. Ég verð því að fylgjast mjög vel með stöðunni," sagði Rory McIlroy sem er á leiðinni í sprautur í næstu viku vegna annarra sjúkdóma sem fólk getur smitast af í Brasilíu.Rory McIlroy.Vísir/Getty
Golf Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira