„Börn hafa ekkert gert til þess að stífla orkustöðvarnar sínar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2016 16:05 Hildur Þórðardóttir, forsetaframbjóðandi. Hildur Þórðardóttir forsetaframbjóðandi telur að Íslendingar eigi að kjósa um aðild að ESB, hún sé hrædd við að leyfa innflutning á erlendu kjöti og hafi líklega varið um hálfri milljón króna í framboð sitt hingað til. Hún svaraði spurningum hjá Nova í dag. Fram hefur komið að Hildur er makalaus rithöfundur sem á tvo unglingsstráka sem hún vill halda utan við umræðu um framboð hennar. Hún er menntuð sem þjóðfræðingur og er auk þess að vera rithöfundur einnig leikskáld. Það kom fram í kynningu á henni eftir að hún gerði framboð sitt ljóst. Hildur var spurð hvort hún hefði kynnst því að hafa ekki nóg á milli handanna. Hún sagði svo sannarlega enda hefði hún um 200 þúsund krónur í mánaðartekjur. Hún færi aldrei í bíó og ekki út að borða. En það geri hún líka af hugsjón.„Ég vil vinna minna og skrifa. Ef ég skrifa þá er ég glöð,“ segir Hildur sem hefur sent frá sér nokkrar bækur. Taumhald á tilfinningunum - leið til betra lífs, Finndu styrkinn til að gera það sem þú vilt, Heal Yourself to Happiness og skáldsagan Á leið stjarnanna og vindsins.Hildur hélt úti bloggsíðu sem nú hefur verið læst. Þar tjáði hún sig um ýmis hugarefni sín og fjallaði meðal annars um krabbamein. Hún vísaði meðal annars til bókar sinnar, Taumhald á tilfinningum - leið til betra lífs, þar sem fram kom að orsakir krabbameins væri ekki hægt að rekja til genamengis heldur tilfinninga og orku.„Ástæðu brjóstakrabbameins er ekki að finna í genamenginu heldur í orkulíkamanum. Orsökin er orkustíflur í hjartastöð, oft úr mörgum lífum. Tilfinningar eru orka sem situr í orkulíkamanum. Jákvæðar tilfinningar eins og ástúð, kærleikur, samþykki og gleði hafa jákvæða orku sem örvar orkustreymið svo heildin, þ.e. efnislíkaminn og orkulíkaminn, starfar vel. Neikvæðar tilfinningar eins og höfnun, ástleysi, skortur á umhyggju, að finnast maður ekki velkominn í heiminn eða verðskulda ást, hafa neikvæða orku sem stíflar orkustreymið í hjartastöðinni,“ sagði í færslu Hildar sem Stundin fjallaði um fyrr á árinu.Þá sagði hún sorglegt að konur létu fjarlægja brjóstin sín af ótta við brjóstakrabbamein. Það kæmi ekki í veg fyrir krabbamein.„Því er sorglegt þegar konur láta fjarlægja brjóstin af ótta við brjóstakrabbamein þótt hið meinta brjóstakrabbameinsgen finnist í þeirra mengi. Þar sem vandamálið er í orkustöðinni mun það bara finna sér annan farveg á þessu svæði ef ekkert er gert. Konur fá þá lungnakrabbamein í staðinn eða hjartaáfall. Genarannsóknir eru á villigötum því það eru engin gen sem valda sjúkdómum. Niðurstöður þeirra valda fólki óþarfa ótta og hvetja til misþyrminga á líkamanum. Eftir einhvern tíma munu vísindamenn komast að því að þeir höfðu rangt fyrir sér, en þá verður það of seint fyrir þær konur sem létu fjarlægja brjóstin með alls kyns eftirkvillum,“ skrifaði Hildur í færslu sinni.Hildur var þessu tengt spurð út í það hvað börn með krabbamein hefðu gert neikvætt til að stífla orkustöðvar sínar.„Ég forðast að fjalla um krabbamein vegna þess að börn hafa ekkert gert til þess að stífla orkustöðvarnar sínar. Börn fæðast saklaus. Þetta er spurningin með tilgang lífsins. Til hvers erum við að fæðast hérna á jörðinni? Fæðumst við bara einu sinni? Erum við bara líkami með heila, sem væri þá vél, eða erum við eitthvað meira en líkami? Ef við erum sál í líkama, lifir þá sálin áfram? Hversu mikið af tilfinningum ber sálin með sér á milli lífa?“Þetta væri mun lengra umræðuefni en hún gæti svarað á þessum vettvangi.„En þetta er byrjunarpunkturinn. Hver erum við? Erum við bara líkami með vél eða erum við sál með líkama?“Hildur var spurð út í skoðun sína á innflutningi á matvælum erlendis frá. Hún sagðist fyrst og fremst vilja leggja áherslu á að Ísland væri sjálfbær matvælaframleiðandi.„Ég er hrædd um að ef við förum að flytja inn extra ódýrt kjöt þá sé framleiðslan ekki eins og við viljum hafa það.“Þá lýsti hún sér í þremur orðum: „Heiðarleg, gagnsæ og á móti spillingu,“ og orðaði það svo aðeins betur: „Hugsjónamanneskja á móti spillingu fyrir betra samfélag.“Hún telur sig hafa varið líklega um hálfri milljón króna í framboð sitt en hún fjármagni framboðið á svipaðan hátt og hún gefi út bók. Hún eigi ákveðinn sjóð sem hún noti. Hún taki fagnandi við stuðningi fólks.Hildur myndi bjóða hinum forsetaframbjóðendunum upp á grænmetisfæði héldi hún matarboð en þá keyrir hún um á Toyota Yaris. Fleiri svör Hildar við spurningum landsmanna má sjá að neðan en þar ræddi hún meðal annars áhugamál sitt að spá í fyrri líf. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Hildur Þórðardóttir forsetaframbjóðandi telur að Íslendingar eigi að kjósa um aðild að ESB, hún sé hrædd við að leyfa innflutning á erlendu kjöti og hafi líklega varið um hálfri milljón króna í framboð sitt hingað til. Hún svaraði spurningum hjá Nova í dag. Fram hefur komið að Hildur er makalaus rithöfundur sem á tvo unglingsstráka sem hún vill halda utan við umræðu um framboð hennar. Hún er menntuð sem þjóðfræðingur og er auk þess að vera rithöfundur einnig leikskáld. Það kom fram í kynningu á henni eftir að hún gerði framboð sitt ljóst. Hildur var spurð hvort hún hefði kynnst því að hafa ekki nóg á milli handanna. Hún sagði svo sannarlega enda hefði hún um 200 þúsund krónur í mánaðartekjur. Hún færi aldrei í bíó og ekki út að borða. En það geri hún líka af hugsjón.„Ég vil vinna minna og skrifa. Ef ég skrifa þá er ég glöð,“ segir Hildur sem hefur sent frá sér nokkrar bækur. Taumhald á tilfinningunum - leið til betra lífs, Finndu styrkinn til að gera það sem þú vilt, Heal Yourself to Happiness og skáldsagan Á leið stjarnanna og vindsins.Hildur hélt úti bloggsíðu sem nú hefur verið læst. Þar tjáði hún sig um ýmis hugarefni sín og fjallaði meðal annars um krabbamein. Hún vísaði meðal annars til bókar sinnar, Taumhald á tilfinningum - leið til betra lífs, þar sem fram kom að orsakir krabbameins væri ekki hægt að rekja til genamengis heldur tilfinninga og orku.„Ástæðu brjóstakrabbameins er ekki að finna í genamenginu heldur í orkulíkamanum. Orsökin er orkustíflur í hjartastöð, oft úr mörgum lífum. Tilfinningar eru orka sem situr í orkulíkamanum. Jákvæðar tilfinningar eins og ástúð, kærleikur, samþykki og gleði hafa jákvæða orku sem örvar orkustreymið svo heildin, þ.e. efnislíkaminn og orkulíkaminn, starfar vel. Neikvæðar tilfinningar eins og höfnun, ástleysi, skortur á umhyggju, að finnast maður ekki velkominn í heiminn eða verðskulda ást, hafa neikvæða orku sem stíflar orkustreymið í hjartastöðinni,“ sagði í færslu Hildar sem Stundin fjallaði um fyrr á árinu.Þá sagði hún sorglegt að konur létu fjarlægja brjóstin sín af ótta við brjóstakrabbamein. Það kæmi ekki í veg fyrir krabbamein.„Því er sorglegt þegar konur láta fjarlægja brjóstin af ótta við brjóstakrabbamein þótt hið meinta brjóstakrabbameinsgen finnist í þeirra mengi. Þar sem vandamálið er í orkustöðinni mun það bara finna sér annan farveg á þessu svæði ef ekkert er gert. Konur fá þá lungnakrabbamein í staðinn eða hjartaáfall. Genarannsóknir eru á villigötum því það eru engin gen sem valda sjúkdómum. Niðurstöður þeirra valda fólki óþarfa ótta og hvetja til misþyrminga á líkamanum. Eftir einhvern tíma munu vísindamenn komast að því að þeir höfðu rangt fyrir sér, en þá verður það of seint fyrir þær konur sem létu fjarlægja brjóstin með alls kyns eftirkvillum,“ skrifaði Hildur í færslu sinni.Hildur var þessu tengt spurð út í það hvað börn með krabbamein hefðu gert neikvætt til að stífla orkustöðvar sínar.„Ég forðast að fjalla um krabbamein vegna þess að börn hafa ekkert gert til þess að stífla orkustöðvarnar sínar. Börn fæðast saklaus. Þetta er spurningin með tilgang lífsins. Til hvers erum við að fæðast hérna á jörðinni? Fæðumst við bara einu sinni? Erum við bara líkami með heila, sem væri þá vél, eða erum við eitthvað meira en líkami? Ef við erum sál í líkama, lifir þá sálin áfram? Hversu mikið af tilfinningum ber sálin með sér á milli lífa?“Þetta væri mun lengra umræðuefni en hún gæti svarað á þessum vettvangi.„En þetta er byrjunarpunkturinn. Hver erum við? Erum við bara líkami með vél eða erum við sál með líkama?“Hildur var spurð út í skoðun sína á innflutningi á matvælum erlendis frá. Hún sagðist fyrst og fremst vilja leggja áherslu á að Ísland væri sjálfbær matvælaframleiðandi.„Ég er hrædd um að ef við förum að flytja inn extra ódýrt kjöt þá sé framleiðslan ekki eins og við viljum hafa það.“Þá lýsti hún sér í þremur orðum: „Heiðarleg, gagnsæ og á móti spillingu,“ og orðaði það svo aðeins betur: „Hugsjónamanneskja á móti spillingu fyrir betra samfélag.“Hún telur sig hafa varið líklega um hálfri milljón króna í framboð sitt en hún fjármagni framboðið á svipaðan hátt og hún gefi út bók. Hún eigi ákveðinn sjóð sem hún noti. Hún taki fagnandi við stuðningi fólks.Hildur myndi bjóða hinum forsetaframbjóðendunum upp á grænmetisfæði héldi hún matarboð en þá keyrir hún um á Toyota Yaris. Fleiri svör Hildar við spurningum landsmanna má sjá að neðan en þar ræddi hún meðal annars áhugamál sitt að spá í fyrri líf.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?