Ísland – boðberi friðar Hildur Þórðardóttir skrifar 22. maí 2016 11:00 Ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram til forseta eru möguleikar okkar til að marka okkur sess sem sáttasemjari milli stríðandi fylkinga í heiminum. Við erum herlaus þjóð, framleiðum ekki vopn og höfum því ekki hagsmuni af stríðsrekstri. Við byrjuðum ágætlega þegar Vigdís var forseti, með leiðtogafundinum þar sem Reagan og Gorbatsjov hittust. Sá fundur var mikilvægur þegar þiðnaði á milli austurs og vesturs. Nú virðist aftur stefna í frost á milli þessara gömlu fjenda. Báðir aðilar eru byrjaðir að safna bandamönnum og stilla upp vopnum. Í þessu skyni boðuðu Bandaríkjamenn forystumenn Norðurlandanna á sinn fund, þar með auðvitað ísland. Ráðamenn virðast halda að það séu bara tveir kostir í stöðunni. Annað hvort að fylkja sér með Bandaríkjamönnum og Vesturlöndum eða vera með Rússum í liði. En það eru fleiri kostir í stöðunni. Við getum verið hlutlaus. Ekki eins og Svíþjóð til að geta selt báðum aðilum vopn, heldur til að leita sátta áður en ófriðurinn magnast. Vesturlönd og Rússar eru nú þegar í stríði. Við áttum okkur ekki á því vegna þess að það er ekki á okkar heimavelli. Það er í Sýrlandi, landi sem fáir hafa heimsótt og við myndum ekki einu sinni verða vör við það, nema vegna flóttafólksins sem streymir til okkar. Við finnum sárt til með fólkinu sem þarf að flýja heimili sín og hefur í engin hús að venda. En það eina sem ráðamönnum okkar dettur í hug að gera, er að leggja annarri fylkingunni lið og þar með ýta undir ófriðinn. Ég hef lengi verið talskona þess að bjóða Rússum inngöngu í Nató. Í hvert sinn sem ég orða þetta, flissa menn og segja að það verði aldrei. Sömu menn og sjá ekkert nema tvo kosti í stöðunni, að vera með eða á móti. Mary Robinson varð forseti Írlands þegar Norður-Írland logaði. Fram til þess höfðu írsk og bresk yfirvöld dæmt aðskilnaðarsamtökin Sinn Féin sem hryðjuverkasamtök og hunsað þá í árangurslausum sáttaviðræðum. Þótt forsetaembættið hefði sáralítil völd, gerði hún sér fulla grein fyrir því að sjónarmið þeirra þyrftu að heyrast. Hún fór því óhrædd inn á „óvinasvæðið“, tók í hönd hins „hræðilega“ Gerry Adams við mikla óánægju írskra yfirvalda og hlustaði á kröfur þeirra. Auðvitað var hægt að finna lausn á deilunni þegar rætt var við rétta aðila og nú er Gerry Adams virðulegur þingmaður í írska þinginu. Forsetar hafa tækifæri til að miðla málum. Við gætum gert eins og Mary Robinson, rétt út sáttarhönd til Rússlands og heyrt sjónarmið þeirra. Líklega eru kröfur þeirra ofur skiljanlegar, eins og að Vesturlönd hætti að stilla upp langdrægum eldflaugum og beina þeim inn á rússneska lögsögu. Enda, hver vill búa við stöðuga ógn? Það sem rússneskur almenningur vill, alveg eins og allt fólk í heiminum, er að búa við frið. Geta vaknað óhræddur á morgnana og farið að sofa óhræddur. Í stað þess að ala á ótta og óvild eigum við miklu frekar að efla vináttu og skilning þjóða í milli. Það er sóun á forsetaembætti okkar Íslendinga ef þar situr manneskja sem ekki ætlar að beita sér fyrir friði á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að kjósa á Alþingi fólk sem stendur með friði og sér fleiri valkosti en að vera á með eða á móti. Við höfum tækifæri til að hafa áhrif. Nýtum okkur þau. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og forsetaframbjóðandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að bjóða mig fram til forseta eru möguleikar okkar til að marka okkur sess sem sáttasemjari milli stríðandi fylkinga í heiminum. Við erum herlaus þjóð, framleiðum ekki vopn og höfum því ekki hagsmuni af stríðsrekstri. Við byrjuðum ágætlega þegar Vigdís var forseti, með leiðtogafundinum þar sem Reagan og Gorbatsjov hittust. Sá fundur var mikilvægur þegar þiðnaði á milli austurs og vesturs. Nú virðist aftur stefna í frost á milli þessara gömlu fjenda. Báðir aðilar eru byrjaðir að safna bandamönnum og stilla upp vopnum. Í þessu skyni boðuðu Bandaríkjamenn forystumenn Norðurlandanna á sinn fund, þar með auðvitað ísland. Ráðamenn virðast halda að það séu bara tveir kostir í stöðunni. Annað hvort að fylkja sér með Bandaríkjamönnum og Vesturlöndum eða vera með Rússum í liði. En það eru fleiri kostir í stöðunni. Við getum verið hlutlaus. Ekki eins og Svíþjóð til að geta selt báðum aðilum vopn, heldur til að leita sátta áður en ófriðurinn magnast. Vesturlönd og Rússar eru nú þegar í stríði. Við áttum okkur ekki á því vegna þess að það er ekki á okkar heimavelli. Það er í Sýrlandi, landi sem fáir hafa heimsótt og við myndum ekki einu sinni verða vör við það, nema vegna flóttafólksins sem streymir til okkar. Við finnum sárt til með fólkinu sem þarf að flýja heimili sín og hefur í engin hús að venda. En það eina sem ráðamönnum okkar dettur í hug að gera, er að leggja annarri fylkingunni lið og þar með ýta undir ófriðinn. Ég hef lengi verið talskona þess að bjóða Rússum inngöngu í Nató. Í hvert sinn sem ég orða þetta, flissa menn og segja að það verði aldrei. Sömu menn og sjá ekkert nema tvo kosti í stöðunni, að vera með eða á móti. Mary Robinson varð forseti Írlands þegar Norður-Írland logaði. Fram til þess höfðu írsk og bresk yfirvöld dæmt aðskilnaðarsamtökin Sinn Féin sem hryðjuverkasamtök og hunsað þá í árangurslausum sáttaviðræðum. Þótt forsetaembættið hefði sáralítil völd, gerði hún sér fulla grein fyrir því að sjónarmið þeirra þyrftu að heyrast. Hún fór því óhrædd inn á „óvinasvæðið“, tók í hönd hins „hræðilega“ Gerry Adams við mikla óánægju írskra yfirvalda og hlustaði á kröfur þeirra. Auðvitað var hægt að finna lausn á deilunni þegar rætt var við rétta aðila og nú er Gerry Adams virðulegur þingmaður í írska þinginu. Forsetar hafa tækifæri til að miðla málum. Við gætum gert eins og Mary Robinson, rétt út sáttarhönd til Rússlands og heyrt sjónarmið þeirra. Líklega eru kröfur þeirra ofur skiljanlegar, eins og að Vesturlönd hætti að stilla upp langdrægum eldflaugum og beina þeim inn á rússneska lögsögu. Enda, hver vill búa við stöðuga ógn? Það sem rússneskur almenningur vill, alveg eins og allt fólk í heiminum, er að búa við frið. Geta vaknað óhræddur á morgnana og farið að sofa óhræddur. Í stað þess að ala á ótta og óvild eigum við miklu frekar að efla vináttu og skilning þjóða í milli. Það er sóun á forsetaembætti okkar Íslendinga ef þar situr manneskja sem ekki ætlar að beita sér fyrir friði á alþjóðavettvangi. Við þurfum líka að kjósa á Alþingi fólk sem stendur með friði og sér fleiri valkosti en að vera á með eða á móti. Við höfum tækifæri til að hafa áhrif. Nýtum okkur þau. Höfundur er þjóðfræðingur, rithöfundur og forsetaframbjóðandi
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun