Hærri endurgreiðslur til kvikmyndagerðar samþykktar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. maí 2016 23:00 Íslenska ríkið hefur varið fimm og hálfum milljarði í endurgreiðslur til kvikmyndagerðar en sú mynd sem hæsta endugreiðsluna hefur fengið er The Secret Life of Walter Mitty. Vísir Alþingi samþykkti í kvöld að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar úr 20 prósent í 25 prósent. Endurgreiðslukerfið verður framlengt um fimm ár og stjórnsýslan í kringum endurgreiðsluna einfölduð. Kallað hefur verið eftir hækkun endurgreiðslunnar svo auka megi samkeppnishæfni íslenskrar kvikmyndagerðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram frumvarp þess eðlis í mars en löggjöfin sem frumvarpið nær til átti að renna út um næstu áramót. Frumvarpið var samþykkt á þingi í kvöld með 38 atkvæðum gegn einu atkvæði Sigríðar Ásthildar Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem sagðist við atkvæðagreiðsluna hafa efasemdir um réttmæti ríkisstyrkja af þessu tagi.Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiEinar Hansen Tómasson, sem fer fyrir verkefninu Film In Iceland sem hefur það að markmiði að kynna erlendum kvikmyndagerðarmönnum Ísland sem tökustað, segir að lögin um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar hér á landi sé frumforsenda þess að menn horfi til Íslands sem heppilegs tökustaðs. „Það er bara þannig að ef við værum ekki með endurgreiðslukerfi þá kæmum við ekki til greina,“ sagði hann í samtali við Vísi í vor.Í fyrra námu endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmyndagerðar hér á landi 793 milljónum króna. Þessar tölur eru aðgengilegar á vef Kvikmyndamiðstöðvar þar sem sjá má tölur frá árunum 2001 til 2015. Á þeim árum hefur ríkissjóður varið um fimm og hálfum milljarði króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Alþingi Tengdar fréttir Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. 15. apríl 2016 12:58 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Alþingi samþykkti í kvöld að hækka endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar úr 20 prósent í 25 prósent. Endurgreiðslukerfið verður framlengt um fimm ár og stjórnsýslan í kringum endurgreiðsluna einfölduð. Kallað hefur verið eftir hækkun endurgreiðslunnar svo auka megi samkeppnishæfni íslenskrar kvikmyndagerðar. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði fram frumvarp þess eðlis í mars en löggjöfin sem frumvarpið nær til átti að renna út um næstu áramót. Frumvarpið var samþykkt á þingi í kvöld með 38 atkvæðum gegn einu atkvæði Sigríðar Ásthildar Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem sagðist við atkvæðagreiðsluna hafa efasemdir um réttmæti ríkisstyrkja af þessu tagi.Sjá einnig: Fréttaskýring: Svarti sandurinn kveikti áhuga Hollywood á ÍslandiEinar Hansen Tómasson, sem fer fyrir verkefninu Film In Iceland sem hefur það að markmiði að kynna erlendum kvikmyndagerðarmönnum Ísland sem tökustað, segir að lögin um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar hér á landi sé frumforsenda þess að menn horfi til Íslands sem heppilegs tökustaðs. „Það er bara þannig að ef við værum ekki með endurgreiðslukerfi þá kæmum við ekki til greina,“ sagði hann í samtali við Vísi í vor.Í fyrra námu endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmyndagerðar hér á landi 793 milljónum króna. Þessar tölur eru aðgengilegar á vef Kvikmyndamiðstöðvar þar sem sjá má tölur frá árunum 2001 til 2015. Á þeim árum hefur ríkissjóður varið um fimm og hálfum milljarði króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar.
Alþingi Tengdar fréttir Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25 Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. 15. apríl 2016 12:58 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48
Ráðuneytið áætlar að endurgreiða 520 milljónir vegna Fast 8 1.300 milljónir áætlaðar í endurgreiðslur vegna kvikmyndaverkefna og fær Fast 8 40 % af því. 16. mars 2016 15:25
Kvikmyndagerðarmenn fagna nýju frumvarpi Formaður SÍK segir samkeppnisstöðu Íslands batna ef endurgreiðslur úr ríkissjóði hækka úr tuttugu í 25 prósent. 15. apríl 2016 12:58