Davíð segir rangt að hann hafi sýnt af sér vanrækslu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. júní 2016 18:47 Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. Athugun fréttastofu leiðir hins vegar annað í ljós. Öllum frambjóðendum til embættis forseta Íslands var boðið að koma í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag á Vísi og var dregið um röð frambjóðenda. Næstur í röðinni er Davíð Oddsson. Davíð hefur í kosningabaráttunni rifjað upp afstöðu annarra frambjóðenda í tilteknum málum, meðal annars vegna Icesave samninganna og til stjórnarskrárbreytinga. Í viðtalinu var Davíð spurður um sína eigin fortíð.Það var til dæmis mat Rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna að bankastjórn Seðlabankans, þar sem þú varst formaður, hefði sýnt af sér vanrækslu. Hefur þetta engin áhrif á hæfi þitt til að gegna embætti forseta Íslands? „Þetta var reyndar rangt hjá þér. Ég hef leiðrétt þetta áður, þess vegna er ég svolítið hissa að þú skulir koma með þessa spurningu, sem hefur verið leiðrétt áður. Það var sko þannig að í skýrslu rannsóknanefndarinnar að þá eru sett upp ákveðnir þættir, sem að þeir sem voru nefndir, fengu tækifæri til þess að andmæla. Og eftir að slík andmæli komu fram að þá voru allir þessir þættir settir til hliðar. Það voru tvö lítil atriði, annað snéri að því að við hefðum átt að grípa fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu, þó við hefðum ekki lagaheimild til þess, og annað lítið atriði sem hafði engin áhrif á það hvort bankar hrundu eða ekki,“ sagði Davíð Oddsson.Icesave og erindi Glitnis Þessi tvö atriði sem Davíð vísar til varða annars vegar viðbrögð bankastjórnar Seðlabankans í tilefni af erindi Landsbankans í ágúst 2008 um aðstoð við flutning Icesave reikninganna úr útibúi yfir í dótturfélag. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Það er niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að meta verði framangreint athafnaleysi Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar svo að þeir hafi þar látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008.“ Hins vegar varðandi afgreiðslu bankastjórnar Seðlabankans á erindi Glitnis banka í september 2008. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Að framansögðu athuguðu er það mat rannsóknarnefndar Alþingis að bankastjórn Seðlabanka Íslands hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008 með því að hafa ekki farið að reglum stjórnsýslulaga varðandi tilkynningu á þeirri niðurstöðu sinni að verða ekki við erindi Glitnis banka hf.”Nefndarmenn staðfesta að Davíð sýndi af sér vanrækslu Fréttastofa hafði samband við nefndarmenn í Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna. Þeir staðfesta að það hafi verið niðurstaða nefndarinnar að Davíð hefði sýnt af sér vanrækslu í þessum tveimur tilvikum.Sjónvarpsfrétt kvöldsins má sjá í spilaranum að ofan en að neðan er viðtalið við Davíð í heild sinni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Davíð Oddson forsetaframbjóðandi segir það rangt að Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sýnt af sér vanrækslu. Athugun fréttastofu leiðir hins vegar annað í ljós. Öllum frambjóðendum til embættis forseta Íslands var boðið að koma í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag á Vísi og var dregið um röð frambjóðenda. Næstur í röðinni er Davíð Oddsson. Davíð hefur í kosningabaráttunni rifjað upp afstöðu annarra frambjóðenda í tilteknum málum, meðal annars vegna Icesave samninganna og til stjórnarskrárbreytinga. Í viðtalinu var Davíð spurður um sína eigin fortíð.Það var til dæmis mat Rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna að bankastjórn Seðlabankans, þar sem þú varst formaður, hefði sýnt af sér vanrækslu. Hefur þetta engin áhrif á hæfi þitt til að gegna embætti forseta Íslands? „Þetta var reyndar rangt hjá þér. Ég hef leiðrétt þetta áður, þess vegna er ég svolítið hissa að þú skulir koma með þessa spurningu, sem hefur verið leiðrétt áður. Það var sko þannig að í skýrslu rannsóknanefndarinnar að þá eru sett upp ákveðnir þættir, sem að þeir sem voru nefndir, fengu tækifæri til þess að andmæla. Og eftir að slík andmæli komu fram að þá voru allir þessir þættir settir til hliðar. Það voru tvö lítil atriði, annað snéri að því að við hefðum átt að grípa fram fyrir hendurnar á Fjármálaeftirlitinu, þó við hefðum ekki lagaheimild til þess, og annað lítið atriði sem hafði engin áhrif á það hvort bankar hrundu eða ekki,“ sagði Davíð Oddsson.Icesave og erindi Glitnis Þessi tvö atriði sem Davíð vísar til varða annars vegar viðbrögð bankastjórnar Seðlabankans í tilefni af erindi Landsbankans í ágúst 2008 um aðstoð við flutning Icesave reikninganna úr útibúi yfir í dótturfélag. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Það er niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að meta verði framangreint athafnaleysi Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar svo að þeir hafi þar látið hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og grípa til viðhlítandi ráðstafana og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008.“ Hins vegar varðandi afgreiðslu bankastjórnar Seðlabankans á erindi Glitnis banka í september 2008. Um þetta segir í skýrslu nefndarinnar: „Að framansögðu athuguðu er það mat rannsóknarnefndar Alþingis að bankastjórn Seðlabanka Íslands hafi sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga nr. 142/2008 með því að hafa ekki farið að reglum stjórnsýslulaga varðandi tilkynningu á þeirri niðurstöðu sinni að verða ekki við erindi Glitnis banka hf.”Nefndarmenn staðfesta að Davíð sýndi af sér vanrækslu Fréttastofa hafði samband við nefndarmenn í Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna. Þeir staðfesta að það hafi verið niðurstaða nefndarinnar að Davíð hefði sýnt af sér vanrækslu í þessum tveimur tilvikum.Sjónvarpsfrétt kvöldsins má sjá í spilaranum að ofan en að neðan er viðtalið við Davíð í heild sinni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira