LeBron James reynir að kveikja í liðsfélögum sínum með gjöfum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 11:00 Það hefur lítið gengið upp hjá LeBron James og félögum í fyrstu tveimur leikjunum á móti Golden State. Vísir/Getty LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers eru komnir niður í holu í úrslitum NBA-deildarinnar eftir tvö stór töp í fyrstu leikjunum á móti Golden State Warriors. Fáir körfuboltaspekingar í Bandaríkjunum haga trú á Cleveland-liðinu og einhverjir eru jafnvel sannfærðir um að Cleveland-liðið eigi bara ekki möguleika í Golden State Warriors og verði sópað í sumarfrí. LeBron James reyndi að kveikja í liðsfélögunum með veglegri gjöf fyrir leik tvö en liðið steinlá samt með 33 stigum. Þetta var önnur gjöf kappans til liðfélaga sinna í þessari úrslitakeppni. Hann hefur svo sem efni á því að gefa mönnum veglegar gjafir enda peningar ekkert vandamál á því heimili. Allir leikmenn Cleveland Cavaliers höfðu fengið mjög sérstaka gjöf frá LeBron James áður en úrslitakeppnin hófst en fyrir leik tvö þá færði hann þeim einnig tísku-heyrnartól frá Beats. Leikmenn fengu brynju í fullri stærð áður en úrslitakeppnin byrjaði og það var ekki hægt að kvarta yfir áhrifum hennar á liðið sem vann fyrstu tíu leiki úrslitakeppninnar. LeBron James er mjög umhugað um skilaboðin sem fylgja gjöfunum og þær eru líka persónulegar. Brynjurnar sem hann gaf hverjum og einum leikmanni fyrir úrslitakeppnina voru til dæmis merktar viðkomandi leikmanni en þær voru í fullri stærð og mjög vandaðar. Með brynjunni fylgdu jafnframt skilaboð um vernd og samheldni. Gjöfin fyrir leik tvö voru gyllt „Beats By Dre“ heyrnartól en það var ekki það eina því með þeim fylgdu persónuleg skilaboð frá LeBron James sem áttu að kveikja í hans mönnum. Liðfélagar LeBron James hafa verið að segja fjölmiðlamönnum frá gjöfum leiðtoga síns en ekki er vitað hvort að þetta hafi átt að vera eitthvað leyndarmál. Gjafirnar eru hinsvegar mjög sérstakar og sértækar. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers eru komnir niður í holu í úrslitum NBA-deildarinnar eftir tvö stór töp í fyrstu leikjunum á móti Golden State Warriors. Fáir körfuboltaspekingar í Bandaríkjunum haga trú á Cleveland-liðinu og einhverjir eru jafnvel sannfærðir um að Cleveland-liðið eigi bara ekki möguleika í Golden State Warriors og verði sópað í sumarfrí. LeBron James reyndi að kveikja í liðsfélögunum með veglegri gjöf fyrir leik tvö en liðið steinlá samt með 33 stigum. Þetta var önnur gjöf kappans til liðfélaga sinna í þessari úrslitakeppni. Hann hefur svo sem efni á því að gefa mönnum veglegar gjafir enda peningar ekkert vandamál á því heimili. Allir leikmenn Cleveland Cavaliers höfðu fengið mjög sérstaka gjöf frá LeBron James áður en úrslitakeppnin hófst en fyrir leik tvö þá færði hann þeim einnig tísku-heyrnartól frá Beats. Leikmenn fengu brynju í fullri stærð áður en úrslitakeppnin byrjaði og það var ekki hægt að kvarta yfir áhrifum hennar á liðið sem vann fyrstu tíu leiki úrslitakeppninnar. LeBron James er mjög umhugað um skilaboðin sem fylgja gjöfunum og þær eru líka persónulegar. Brynjurnar sem hann gaf hverjum og einum leikmanni fyrir úrslitakeppnina voru til dæmis merktar viðkomandi leikmanni en þær voru í fullri stærð og mjög vandaðar. Með brynjunni fylgdu jafnframt skilaboð um vernd og samheldni. Gjöfin fyrir leik tvö voru gyllt „Beats By Dre“ heyrnartól en það var ekki það eina því með þeim fylgdu persónuleg skilaboð frá LeBron James sem áttu að kveikja í hans mönnum. Liðfélagar LeBron James hafa verið að segja fjölmiðlamönnum frá gjöfum leiðtoga síns en ekki er vitað hvort að þetta hafi átt að vera eitthvað leyndarmál. Gjafirnar eru hinsvegar mjög sérstakar og sértækar. Þriðji leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Cleveland í kvöld og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira