Guðrún Margrét um fóstureyðingar: „Við erum að taka líf í rauninni“ Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2016 15:14 „Allir hafa rétt til lífs og við eigum að vernda líka ófædd börn. Mér finnst það okkar skylda,“ sagði Guðrún Margrét Pálsdóttir forsetaframbjóðandi í Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hún ræddi kristna trú við þáttastjórnendur. Hún sagðist vera þeirrar skoðun að leyfa ætti fóstureyðingar í vissum tilfellum en almennt bæri Íslendingum sem þjóð að vernda ófædd börn. „Ég held að það sé líka oft þrýstingur á konur að fara í þessa aðgerð. Ég hef hitt konur og heyrt af konum sem búa við sektarkennd og líður ekkert vel eftir þetta,“ sagði Guðrún.Hún sagðist hvetja konur til að fara í gegnum það ferli að eignast barnið í stað þess að fara í fóstureyðingu. „Barnið verður yndislegt, það mun veita gleði,“ sagði Guðrún en sagðist gera sér greina fyrir því að ýmsar aðstæður kölluðu á fóstureyðingu.„Við erum að taka líf í rauninni“ „Ég held að við getum lagt aðeins meira á okkur og leyft þessum börnum að fæðast af því að það eru öll gen komin, persónuleikinn er kominn, þetta eru einstaklingar.“ Spurð hvort hún líti á fóstureyðingu sem mannsmorð sagði hún ekki gott að segja það þannig því málið væri viðkvæmt fyrir mörgum. „Við erum að taka líf í rauninni. Á seinni tímum meðgöngu er þetta álitinn glæpur og þetta er ekki nema einhverjir mánuðir, þetta er sami einstaklingur.“Giftingar samkynhneigðra fyrir utan kirkjur Spurð út í giftingar samkynhneigðra sagðist hún vera þeirrar skoðunar að halda ætti þeim fyrir utan kirkjuna og samkynhneigðir ættur frekar að gifta sig hjá sýslumanni. Hún sagði guð elska alla menn og þar skipti ekki máli hver maðurinn er, öllum erum við jöfn fyrir guði. „Ég veit að guð hefur skapað hjónabandið og það er leið guðs. Allt sem er þar fyrir utan erum við svolítið að fara okkar eigin leiðir. “ Hún sagðist ekki ætla að dæma og sem forseti myndi ekki reyna að skipta sér af því hvernig þessum málum er háttað. Vill kristinfræði í skóla Hún sagðist hins vegar vera þeirrar skoðunar að kenna ætti kristinfræði í skólum landsins. „Að kenna ekki kristnifræðum í skólum í landi sem er kristið og með öll þessi gildi, það er bara eins og að kenna tungumálafræði í stað þess að kenna íslensku. Þetta eru rætur okkar.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
„Allir hafa rétt til lífs og við eigum að vernda líka ófædd börn. Mér finnst það okkar skylda,“ sagði Guðrún Margrét Pálsdóttir forsetaframbjóðandi í Harmageddon á X-inu í morgun þar sem hún ræddi kristna trú við þáttastjórnendur. Hún sagðist vera þeirrar skoðun að leyfa ætti fóstureyðingar í vissum tilfellum en almennt bæri Íslendingum sem þjóð að vernda ófædd börn. „Ég held að það sé líka oft þrýstingur á konur að fara í þessa aðgerð. Ég hef hitt konur og heyrt af konum sem búa við sektarkennd og líður ekkert vel eftir þetta,“ sagði Guðrún.Hún sagðist hvetja konur til að fara í gegnum það ferli að eignast barnið í stað þess að fara í fóstureyðingu. „Barnið verður yndislegt, það mun veita gleði,“ sagði Guðrún en sagðist gera sér greina fyrir því að ýmsar aðstæður kölluðu á fóstureyðingu.„Við erum að taka líf í rauninni“ „Ég held að við getum lagt aðeins meira á okkur og leyft þessum börnum að fæðast af því að það eru öll gen komin, persónuleikinn er kominn, þetta eru einstaklingar.“ Spurð hvort hún líti á fóstureyðingu sem mannsmorð sagði hún ekki gott að segja það þannig því málið væri viðkvæmt fyrir mörgum. „Við erum að taka líf í rauninni. Á seinni tímum meðgöngu er þetta álitinn glæpur og þetta er ekki nema einhverjir mánuðir, þetta er sami einstaklingur.“Giftingar samkynhneigðra fyrir utan kirkjur Spurð út í giftingar samkynhneigðra sagðist hún vera þeirrar skoðunar að halda ætti þeim fyrir utan kirkjuna og samkynhneigðir ættur frekar að gifta sig hjá sýslumanni. Hún sagði guð elska alla menn og þar skipti ekki máli hver maðurinn er, öllum erum við jöfn fyrir guði. „Ég veit að guð hefur skapað hjónabandið og það er leið guðs. Allt sem er þar fyrir utan erum við svolítið að fara okkar eigin leiðir. “ Hún sagðist ekki ætla að dæma og sem forseti myndi ekki reyna að skipta sér af því hvernig þessum málum er háttað. Vill kristinfræði í skóla Hún sagðist hins vegar vera þeirrar skoðunar að kenna ætti kristinfræði í skólum landsins. „Að kenna ekki kristnifræðum í skólum í landi sem er kristið og með öll þessi gildi, það er bara eins og að kenna tungumálafræði í stað þess að kenna íslensku. Þetta eru rætur okkar.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00