Vinsælasti MMA-blaðamaður heims settur í lífstíðarbann hjá UFC Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2016 16:00 Helwani var valinn MMA-blaðamaður ársins fyrr á árinu og hann tekur hér við verðlaunum sínum. vísir/getty UFC 199 fór fram um síðustu helgi og var gríðarlega vel heppnað. Eftir kvöldið var samt mest talað um ótrúlegan atburð sem átti sér stað fyrir aðalbardaga kvöldsins. Þá var blaðamanninum Ariel Helwani vísað út úr Forum-höllinni í Las Vegas. Honum var svo tilkynnt um að hann væri ekki velkominn aftur á viðburði hjá UFC. „Í stuttu máli var mér tjáð að ég væri kominn í lífstíðarbann hjá UFC. Ástæðan er sú að ég sagði frá endurkomu Brock Lesnar áður en UFC gerði það,“ sagði Helwani en blaðamannapassinn var líka fjarlægður af tveim samstarfsmönnum hans. Í ljós kom að frétt hans um málið var rétt og hann var því settur í lífstíðarbann af UFC fyrir að segja frá saklausri frétt. „Dana White [forseti UFC] sagði ítrekað við mig að ég ætti bara að fara að fjalla um Bellator. Ég spurði hvað ég hefði gert af mér og þá sagði hann að ég væri of neikvæður,“ bætti Helwani við. Hann missti starf sitt hjá Fox sjónvarpsstöðinni fyrr á árinu. Hermt var að ástæðan væri sú að hann væri að taka viðtöl og fjalla um viðfangsefni sem væru UFC ekki þóknanleg. Helwani er gríðarlega vinsæll hjá bæði bardagaköppunum í UFC sem og hjá aðdáendum. Það er hreinlega klappað fyrir honum á blaðamannafundum er hann spyr spurninga. Þetta útspil hjá UFC þykir vera með hreinum ólíkindum og hefur skemmt ímynd sambandsins. MMA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
UFC 199 fór fram um síðustu helgi og var gríðarlega vel heppnað. Eftir kvöldið var samt mest talað um ótrúlegan atburð sem átti sér stað fyrir aðalbardaga kvöldsins. Þá var blaðamanninum Ariel Helwani vísað út úr Forum-höllinni í Las Vegas. Honum var svo tilkynnt um að hann væri ekki velkominn aftur á viðburði hjá UFC. „Í stuttu máli var mér tjáð að ég væri kominn í lífstíðarbann hjá UFC. Ástæðan er sú að ég sagði frá endurkomu Brock Lesnar áður en UFC gerði það,“ sagði Helwani en blaðamannapassinn var líka fjarlægður af tveim samstarfsmönnum hans. Í ljós kom að frétt hans um málið var rétt og hann var því settur í lífstíðarbann af UFC fyrir að segja frá saklausri frétt. „Dana White [forseti UFC] sagði ítrekað við mig að ég ætti bara að fara að fjalla um Bellator. Ég spurði hvað ég hefði gert af mér og þá sagði hann að ég væri of neikvæður,“ bætti Helwani við. Hann missti starf sitt hjá Fox sjónvarpsstöðinni fyrr á árinu. Hermt var að ástæðan væri sú að hann væri að taka viðtöl og fjalla um viðfangsefni sem væru UFC ekki þóknanleg. Helwani er gríðarlega vinsæll hjá bæði bardagaköppunum í UFC sem og hjá aðdáendum. Það er hreinlega klappað fyrir honum á blaðamannafundum er hann spyr spurninga. Þetta útspil hjá UFC þykir vera með hreinum ólíkindum og hefur skemmt ímynd sambandsins.
MMA Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira