Erdogan sagði að Þjóðverjar ættu að líta sér nær þegar kæmi að þjóðarmorðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2016 23:27 Angela Merkel kanslari Þýskalands og Erdogan forseti Tyrklands á fundi á loftslagsráðstefnunni í París í fyrra. vísir/getty Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, var afar harðorður í garð Þýskalands í ræðu sem hann hélt í dag en í liðinni viku samþykkti þýska þingið ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni var fordæmt. Sagði Erdogan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær í stað þess að saka aðra um þjóðarmorð. Í kjölfarið á ályktuninni kallaði tyrkneska ríkisstjórnin sendiherra sinn í Þýskalandi heim en í dag sagðist Erdogan ekki aðeins vera að tala til Þýskalands eða Evrópu heldur heimsins alls. Sagði hann að Tyrkland myndi aldrei nokkurn tímann fallast á ásakanir um að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum. Hótaði Erdogan að láta Evrópu eina um áhyggjur sínar ef málið varðandi yrði ekki leyst. „Málið er ekki Armenar heldur er það að verið sé að nota þetta til þess að kúga Tyrkland,“ sagði Erdogan. Hann sagði síðan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær; vegna helfararinnar væru þeir seinasta þjóðin sem ætti að saka aðra um þjóðarmorð. Þá nefndi Erdogan jafnframt morðin á frumbyggjum í Namibíu á tímum Þýska keisaradæmisins en yfirvöld í Þýskalandi hafa ekki ályktað sem svo að þar hafi verið þjóðarmorð. „Annað hvort finnum við lausn á vandamálum okkar á sanngjarnan hátt eða Tyrkland hættir að vera það sem aðskilur Evrópu frá vandamálum álfunnar,“ sagði Erdogan án þess að skilgreina frekar hver vandamálin væru en væntanlega átti forsetinn við þann stöðuga straum flóttamanna sem reynir að komast til Evrópu á hverjum degi, meðal annars í gegnum Tyrkland. Fyrr á árinu tók flóttamannasamningur ESB við Tyrkland gildi. Samkvæmt samningnum skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins. Armenía Namibía Tyrkland Tengdar fréttir Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð á Armenum Þingsályktunartillaga um viðrkenninguna var samþykkt nú í dag en Tyrkir hafa mótmælt henni harðlega. 2. júní 2016 11:22 Tyrkir kalla sendiherra sinn heim frá Þýskalandi Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fordæmt. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, var afar harðorður í garð Þýskalands í ræðu sem hann hélt í dag en í liðinni viku samþykkti þýska þingið ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni var fordæmt. Sagði Erdogan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær í stað þess að saka aðra um þjóðarmorð. Í kjölfarið á ályktuninni kallaði tyrkneska ríkisstjórnin sendiherra sinn í Þýskalandi heim en í dag sagðist Erdogan ekki aðeins vera að tala til Þýskalands eða Evrópu heldur heimsins alls. Sagði hann að Tyrkland myndi aldrei nokkurn tímann fallast á ásakanir um að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum. Hótaði Erdogan að láta Evrópu eina um áhyggjur sínar ef málið varðandi yrði ekki leyst. „Málið er ekki Armenar heldur er það að verið sé að nota þetta til þess að kúga Tyrkland,“ sagði Erdogan. Hann sagði síðan að Þjóðverjar ættu að líta sér nær; vegna helfararinnar væru þeir seinasta þjóðin sem ætti að saka aðra um þjóðarmorð. Þá nefndi Erdogan jafnframt morðin á frumbyggjum í Namibíu á tímum Þýska keisaradæmisins en yfirvöld í Þýskalandi hafa ekki ályktað sem svo að þar hafi verið þjóðarmorð. „Annað hvort finnum við lausn á vandamálum okkar á sanngjarnan hátt eða Tyrkland hættir að vera það sem aðskilur Evrópu frá vandamálum álfunnar,“ sagði Erdogan án þess að skilgreina frekar hver vandamálin væru en væntanlega átti forsetinn við þann stöðuga straum flóttamanna sem reynir að komast til Evrópu á hverjum degi, meðal annars í gegnum Tyrkland. Fyrr á árinu tók flóttamannasamningur ESB við Tyrkland gildi. Samkvæmt samningnum skal senda flóttamenn sem koma ólöglega inn í Grikkland aftur til Tyrklands ef þeir sækja um hæli eða ef hælisumsókn þeirra er hafnað. Fyrir hvern sýrlenskan flóttamann sem sendur er til baka skuldbindur ESB sig til að taka á móti einum Sýrlendingi sem hefur lagt fram formlega umsókn um hæli. Þeir Sýrlendingar sem ekki fá hæli í Grikklandi verða sendir í flóttamannabúðir í Suður-Tyrklandi í stað þeirra sem verða sendir beint til Evrópu á grundvelli samningsins.
Armenía Namibía Tyrkland Tengdar fréttir Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð á Armenum Þingsályktunartillaga um viðrkenninguna var samþykkt nú í dag en Tyrkir hafa mótmælt henni harðlega. 2. júní 2016 11:22 Tyrkir kalla sendiherra sinn heim frá Þýskalandi Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fordæmt. 3. júní 2016 07:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Þjóðverjar viðurkenna þjóðarmorð á Armenum Þingsályktunartillaga um viðrkenninguna var samþykkt nú í dag en Tyrkir hafa mótmælt henni harðlega. 2. júní 2016 11:22
Tyrkir kalla sendiherra sinn heim frá Þýskalandi Þýska þingið samþykkti í gær ályktun þar sem þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var fordæmt. 3. júní 2016 07:00