Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2016 16:39 Forsvarsmenn Reykjavík Media, Kastljóss, ICIJ - Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna og Uppdrag Granskning SVT hafna því alfarið að handrit að hinu fræga viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafi verið skrifað fyrirfram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send út var í dag vegna fullyrðinga Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag þess eðlis að handrit viðtalsins hafi verið skrifað fyrirfram og markmið þess verið það að koma höggi á sig og Framsóknarflokkinn. Þessu er alfarið hafnað í yfirlýsingu RME, Kastljóss, ICIJ og UG SVT. Þar segir að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris inc. „Handrit þáttarins byggði á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Hefði Sigmundur Davíð þegið ítrekuð boð um að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris Inc, hefði handrit og uppbygging þáttarins án efa orðið öðruvísi,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“Sigmundur Davíð sagði einnig að eftir að viðtalið var tekið, þann 11. mars síðastliðinn, hafi hann og aðstoðarmenn sínir verið uppteknir við að afla gagna og svara spurningum frá blaðamönnunum. Sagði hann að sú gagnaöflun hefði verið að ósk þeirra blaðamanna sem stóðu að viðtalinu en tilgangurinn með gagnaöfluninni hefði í raun verið að halda sér og sínum uppteknum. Þessu er einnig hafnað í yfirlýsingunni þar sem greint er frá því að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið í viðtal, eftir viðtalið fræga, til þess að útskýra aðkomu sína að Wintris. „Strax eftir viðtalið 11. mars var óskað eftir öðru viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra. Það var gert með formlegum hætti í samtali við aðstoðarmann hans, Jóhannes Þór Skúlason,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollaraBirta blaðamennirnir tölvupósta því til sönnunar. Segja þeir að Sigmundi Davíð hafi alls verið boðið sex sinnum í viðtal.„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Þá greina þeir frá því að strax eftir viðtalið í Ráðherrabústaðnum hafi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar óskað eftir því að þeim hluta viðtalsins sem sneri að Wintris inc. yrði eytt út. Ekki var orðið við þeirri beiðni. Viðtalið var tekið við ráðherrann í tengslum við umfjöllun Alþjóðasamtaka blaðamanna um eignir stjórnmálamanna í skattaskjólum en fyrsti hluti umfjöllunar birtist í kvöld og er Ísland í brennidepli en fjallað var um málið í sérstökum Kastljósþætti á RÚV. Gekk Sigmundur út úr viðtalinu eftir að gengið var á hann varðandi aflandsfélagið Wintris. Skömmu seinna sagði hann af sér sem forsætisráðherra. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Forsvarsmenn Reykjavík Media, Kastljóss, ICIJ - Alþjóðasamtökum rannsóknarblaðamanna og Uppdrag Granskning SVT hafna því alfarið að handrit að hinu fræga viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson hafi verið skrifað fyrirfram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send út var í dag vegna fullyrðinga Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag þess eðlis að handrit viðtalsins hafi verið skrifað fyrirfram og markmið þess verið það að koma höggi á sig og Framsóknarflokkinn. Þessu er alfarið hafnað í yfirlýsingu RME, Kastljóss, ICIJ og UG SVT. Þar segir að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris inc. „Handrit þáttarins byggði á þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Hefði Sigmundur Davíð þegið ítrekuð boð um að koma fram í viðtali til að útskýra aðkomu sína að Wintris Inc, hefði handrit og uppbygging þáttarins án efa orðið öðruvísi,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“Sigmundur Davíð sagði einnig að eftir að viðtalið var tekið, þann 11. mars síðastliðinn, hafi hann og aðstoðarmenn sínir verið uppteknir við að afla gagna og svara spurningum frá blaðamönnunum. Sagði hann að sú gagnaöflun hefði verið að ósk þeirra blaðamanna sem stóðu að viðtalinu en tilgangurinn með gagnaöfluninni hefði í raun verið að halda sér og sínum uppteknum. Þessu er einnig hafnað í yfirlýsingunni þar sem greint er frá því að Sigmundi Davíð hafi ítrekað verið boðið í viðtal, eftir viðtalið fræga, til þess að útskýra aðkomu sína að Wintris. „Strax eftir viðtalið 11. mars var óskað eftir öðru viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson þáverandi forsætisráðherra. Það var gert með formlegum hætti í samtali við aðstoðarmann hans, Jóhannes Þór Skúlason,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig: Þverneitaði fyrir að hafa selt hlutinn í Wintris á einn dollaraBirta blaðamennirnir tölvupósta því til sönnunar. Segja þeir að Sigmundi Davíð hafi alls verið boðið sex sinnum í viðtal.„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Þá greina þeir frá því að strax eftir viðtalið í Ráðherrabústaðnum hafi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar óskað eftir því að þeim hluta viðtalsins sem sneri að Wintris inc. yrði eytt út. Ekki var orðið við þeirri beiðni. Viðtalið var tekið við ráðherrann í tengslum við umfjöllun Alþjóðasamtaka blaðamanna um eignir stjórnmálamanna í skattaskjólum en fyrsti hluti umfjöllunar birtist í kvöld og er Ísland í brennidepli en fjallað var um málið í sérstökum Kastljósþætti á RÚV. Gekk Sigmundur út úr viðtalinu eftir að gengið var á hann varðandi aflandsfélagið Wintris. Skömmu seinna sagði hann af sér sem forsætisráðherra.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47