Valfrelsi kjósenda Þorkell Helgason skrifar 3. júní 2016 13:20 Segjum að þrír bjóði sig fram til forsetakjörs. Nefnum þá A, B og C. Kjósandi nokkur er hrifnastur af C, en tekur þó mark á skoðanakönnunum sem segja að slagurinn standi á milli A og B. Hvað á hann að gera? Velja C og kasta atkvæði sínu hugsanlega á glæ? Eða velja annan hinna tveggja, þótt þeir séu honum ekki efstir í huga? Ef farið hefði verið að tillögum Stjórnlagaráðs um fyrirkomulag forsetakjörs væri valið auðvelt fyrir vesalings kjósandann. Hann merkti við sinn mann, C, sem aðalval og við B til vara enda sé hann þó mun skárri kostur en A. Rætist spáin og fái C minnst fylgi flyst atkvæði kjósandans yfir á B, allt að hans ósk. Atkvæði hans fer ekki í glatkistuna. Stjórnlagaráð lagði líka til að kjósendur fengju stóraukið vald til að velja sér frambjóðendur af lista (jafnvel fleiri en einum) og þyrftu ekki að láta sér nægja að krossa við pakkalausnir flokkanna.Steypa FréttablaðsinsÍ dálki Fréttablaðsins þann 26. maí s.l., þeim sem ber heitið „Frá degi til dags“, er það talin undarleg barátta „í þágu lýðræðisins“ að vilja báðar ofangreindar breytingar á fyrirkomulagi kosninga. (Að vísu miðar þá blaðið við tvær kosningahrinur í forsetakjöri en ekki þá forgangsaðferð að sama marki, sem reifuð er að ofan og er af mörgum talin betri.) Blaðið segir það „áhugavert sniðmengi fólks“ sem beri þessar tvær umbætur fyrir brjósti. Nú vill svo til að nær 80% þeirra, sem afstöðu tóku í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 um nýmæli í stjórnarskrá, lýstu stuðningi við aukið vægi persónukjörs. Jafnframt vildu tveir þriðjuhlutar kjósenda byggja nýja stjórnarskrá á tillögum Stjórnlagaráðs þar sem m.a. er lögð til sú breyting á fyrirkomulagi forsetakjörs sem lýst er að ofan. Þetta „sniðmengi fólks“ sem virðist vera með vafasamar skoðanir á lýðræðinu er þá býsna stórt. Í leiðaragrein blaðsins hinn 19. maí s.l. segir undir fyrirsögninni „Steypa leiðrétt“ að „stundum er borin á borð slík vitleysa í opinberri umræðu að manni fallast hreinlega hendur“. Er ekki umfjöllunin í dálkinum umrædda um meinta mótsögn þess að auka valfrelsi kjósenda í forsetakjöri sem og í þingkosningum „steypa“ af þessu tagi? Eða á þetta að vera (aula)fyndni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Segjum að þrír bjóði sig fram til forsetakjörs. Nefnum þá A, B og C. Kjósandi nokkur er hrifnastur af C, en tekur þó mark á skoðanakönnunum sem segja að slagurinn standi á milli A og B. Hvað á hann að gera? Velja C og kasta atkvæði sínu hugsanlega á glæ? Eða velja annan hinna tveggja, þótt þeir séu honum ekki efstir í huga? Ef farið hefði verið að tillögum Stjórnlagaráðs um fyrirkomulag forsetakjörs væri valið auðvelt fyrir vesalings kjósandann. Hann merkti við sinn mann, C, sem aðalval og við B til vara enda sé hann þó mun skárri kostur en A. Rætist spáin og fái C minnst fylgi flyst atkvæði kjósandans yfir á B, allt að hans ósk. Atkvæði hans fer ekki í glatkistuna. Stjórnlagaráð lagði líka til að kjósendur fengju stóraukið vald til að velja sér frambjóðendur af lista (jafnvel fleiri en einum) og þyrftu ekki að láta sér nægja að krossa við pakkalausnir flokkanna.Steypa FréttablaðsinsÍ dálki Fréttablaðsins þann 26. maí s.l., þeim sem ber heitið „Frá degi til dags“, er það talin undarleg barátta „í þágu lýðræðisins“ að vilja báðar ofangreindar breytingar á fyrirkomulagi kosninga. (Að vísu miðar þá blaðið við tvær kosningahrinur í forsetakjöri en ekki þá forgangsaðferð að sama marki, sem reifuð er að ofan og er af mörgum talin betri.) Blaðið segir það „áhugavert sniðmengi fólks“ sem beri þessar tvær umbætur fyrir brjósti. Nú vill svo til að nær 80% þeirra, sem afstöðu tóku í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 um nýmæli í stjórnarskrá, lýstu stuðningi við aukið vægi persónukjörs. Jafnframt vildu tveir þriðjuhlutar kjósenda byggja nýja stjórnarskrá á tillögum Stjórnlagaráðs þar sem m.a. er lögð til sú breyting á fyrirkomulagi forsetakjörs sem lýst er að ofan. Þetta „sniðmengi fólks“ sem virðist vera með vafasamar skoðanir á lýðræðinu er þá býsna stórt. Í leiðaragrein blaðsins hinn 19. maí s.l. segir undir fyrirsögninni „Steypa leiðrétt“ að „stundum er borin á borð slík vitleysa í opinberri umræðu að manni fallast hreinlega hendur“. Er ekki umfjöllunin í dálkinum umrædda um meinta mótsögn þess að auka valfrelsi kjósenda í forsetakjöri sem og í þingkosningum „steypa“ af þessu tagi? Eða á þetta að vera (aula)fyndni?
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar