Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2016 15:15 Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og forsetaframbjóðandi myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Elísabet segir að sem forseti myndi hún vilja vera eins og kennari eða leiðbeinandi og miðla því sem hún kann og veit en einnig læra af öðrum það sem þeir kunna. Elísabet er annar forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Enginn getur geðjast öllum Aðspurð hvernig hún skilgreini hlutverk forsetans og hvað hann eigi að gera segir Elísabet: „Forsetinn á náttúrulega fyrst og fremst að vera hann sjálfur eins og allir landsmenn og vera ekki að láta eitthvað embætti ræna sig persónuleikanum. Forsetaembættið er svolítil svipting, hann á bara að geðjast öllum og vera sameiningartákn og það er svona ákveðin geðveiki. Það getur enginn, þetta er ómannlegt og forsetinn getur þá orðið eitthvað skrípi fyrir vikið. Forsetinn verður að geta verið líka bara venjuleg manneskja og haft bara ánægju af því sem hann er að gera.“ Elísabet segir að forsetahlutverkið sé tvíþætt og það sé „svolítið karl-og kvenelement í því í einni persónu ef maður tekur það svona gamaldags,“ eins og hún orðar það. Hún segir að það virðist óhjákvæmilegt að forsetinn hafi stjórnskipunarlegt hlutverk til dæmis þegar kemur að myndun ríkisstjórna en í nýrri stjórnarskrá ætti þetta hlutverk að vera í lágmarki að mati Elísabetar. Henni finnst hins vegar ekki að forsetinn eigi að vera hlutlaus: „Forsetinn getur haft skoðun og hlutleysi er ekki til á okkar tímum. Það er bara mjög skrýtið hugtak og forseti ætti ekki að vera hlutlaus. Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“Snyrtivörukynning eða ættjarðarsöngvar? Nái hún kjöri sem forseti þarf hún eins og áður segir að halda innsetnignarræðu á Alþingi. Hún kveðst ekki halda að það verði stressandi. „Nei, það er svo ögrandi eitthvað. Það er eitthvað svo stórt einhvern veginn en alltaf ef eitthvað er mjög stórt þá reyni ég að minnka það til að ráða við það. Ég var einmitt að hugsa um hvað maður á að tala. Á maður að hafa snyrtivörukynningu eða á maður að hafa ættjarðarsöngva?“Viðtalið við Elísabetu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27 Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur og forsetaframbjóðandi myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Elísabet segir að sem forseti myndi hún vilja vera eins og kennari eða leiðbeinandi og miðla því sem hún kann og veit en einnig læra af öðrum það sem þeir kunna. Elísabet er annar forsetaframbjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni.Enginn getur geðjast öllum Aðspurð hvernig hún skilgreini hlutverk forsetans og hvað hann eigi að gera segir Elísabet: „Forsetinn á náttúrulega fyrst og fremst að vera hann sjálfur eins og allir landsmenn og vera ekki að láta eitthvað embætti ræna sig persónuleikanum. Forsetaembættið er svolítil svipting, hann á bara að geðjast öllum og vera sameiningartákn og það er svona ákveðin geðveiki. Það getur enginn, þetta er ómannlegt og forsetinn getur þá orðið eitthvað skrípi fyrir vikið. Forsetinn verður að geta verið líka bara venjuleg manneskja og haft bara ánægju af því sem hann er að gera.“ Elísabet segir að forsetahlutverkið sé tvíþætt og það sé „svolítið karl-og kvenelement í því í einni persónu ef maður tekur það svona gamaldags,“ eins og hún orðar það. Hún segir að það virðist óhjákvæmilegt að forsetinn hafi stjórnskipunarlegt hlutverk til dæmis þegar kemur að myndun ríkisstjórna en í nýrri stjórnarskrá ætti þetta hlutverk að vera í lágmarki að mati Elísabetar. Henni finnst hins vegar ekki að forsetinn eigi að vera hlutlaus: „Forsetinn getur haft skoðun og hlutleysi er ekki til á okkar tímum. Það er bara mjög skrýtið hugtak og forseti ætti ekki að vera hlutlaus. Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“Snyrtivörukynning eða ættjarðarsöngvar? Nái hún kjöri sem forseti þarf hún eins og áður segir að halda innsetnignarræðu á Alþingi. Hún kveðst ekki halda að það verði stressandi. „Nei, það er svo ögrandi eitthvað. Það er eitthvað svo stórt einhvern veginn en alltaf ef eitthvað er mjög stórt þá reyni ég að minnka það til að ráða við það. Ég var einmitt að hugsa um hvað maður á að tala. Á maður að hafa snyrtivörukynningu eða á maður að hafa ættjarðarsöngva?“Viðtalið við Elísabetu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27 Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat Með því að bæta við stod2frettir á Snapchat geturðu litið á bakvið tjöldin í baráttunni um Bessastaði. 6. júní 2016 11:27
Leiðin til Bessastaða: Telur mikilvægt að forsetinn sé skráður í þjóðkirkjuna Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur býður sig fram til forseta því hún trúir því að hún eigi erindi við þjóðina. Hún segist þrá að sjá íslensku þjóðina blómstra og að hún geti orðið öðrum þjóðum til blessunar. 6. júní 2016 09:00