Forgangsröðum rétt og fjárfestum í öflugu heilbrigðiskerfi Kjartan Þór Ingason skrifar 3. júní 2016 11:55 Þegar ákveðið er að byggja hús skiptir höfuðmáli að byggja það á góðum grunni. Áður en hafist er handa þurfum við sterka burðarbita til að halda öllu uppi og hágæða steypu svo húsið molni ekki niður á nokkrum árum. Hið sama gildir um að byggja samfélag, ef grunnstoðirnar eru veikar þarf lítið til að allt hrynji. Ein af grunnstoðunum sem heldur uppi samfélaginu okkar er heilbrigðiskerfið og stendur það afar höllum fæti. Í áratugi hafa ráðamenn þjóðarinnar hamrað á þeim kostnaði sem fylgir rekstrinum og skorið svo stóra bita af heilbrigðisþjónustu landsmanna að færustu skurðlæknar heims gætu seint framkvæmt slíkan uppskurð á lifandi manneskju. Við getum bent á fjölmarga þætti sem hafa áhrif á núverandi ástand í málaflokknum en þegar heildarmyndin er skoðuð er höfuðástæðan léleg forgangsröðun í ríkisfjármálum. Í því ljósi má nefna Þjóðkirkjuna en sú stofnun fær 3 milljarða króna úr ríkissjóði árið 2016 umfram sóknargjöld á grundvelli samkomulags við íslenska ríkið um landareignir. Íslenska ríkið hefur heimild til að fara fram á endurskoðun á þessum samningi og mögulega rifta honum enda hefur ríkissjóður greitt umrætt lóðaverð að fullu og rúmlega það. Með réttri forgangsröðun gætu þessir fjármunir farið í mörg brýn atriði í heilbrigðiskerfinu til að mynda fjölgun heilbrigðisstarfsmanna, aukna niðurgreiðslu á lyfjakostnaði og að bæta sálfræðiþjónustu inn í tryggingakerfið. Það er kominn tími til að við hættum að tala um aukinn kostnað á heilbrigðisþjónustu og byrjum að tala um að fjárfesta í heilbrigðu samfélagi, enda græða allir landsmenn á tryggu og skilvirku heilbrigðiskerfi. Með því að fjárfesta í betra heilbrigðiskerfi er ekki einungis verið að bæta vellíða og heilsu landsmanna heldur einnig að stórefla atvinnulífið. Veikindadögum fækkar, eldriborgarar gætu verið lengur úti á vinnumarkaði (þeir sem kjósa það) og einstaklingar sem ekki geta tekið þátt í atvinnulífinu vegna sálrænna kvilla og dýrrar sálfræðiþjónustu eiga loksins möguleika á að fá þá aðstoð sem þeir þurfa. Rétt forgangsröðun skiptir höfuðmáli til að skattpeningar okkar fari fyrst og fremst í þær stofnanir sem bæta lífskjör okkar og öryggi. Hættum að eyða þessum stóru fjárhæðum í eftirlífið og fjárfestum þeim þar sem þörfin er mest. Þannig verður til traustur grunnur sem hægt er að byggja á. Höfundur er nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og félagsmaður í Viðreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar ákveðið er að byggja hús skiptir höfuðmáli að byggja það á góðum grunni. Áður en hafist er handa þurfum við sterka burðarbita til að halda öllu uppi og hágæða steypu svo húsið molni ekki niður á nokkrum árum. Hið sama gildir um að byggja samfélag, ef grunnstoðirnar eru veikar þarf lítið til að allt hrynji. Ein af grunnstoðunum sem heldur uppi samfélaginu okkar er heilbrigðiskerfið og stendur það afar höllum fæti. Í áratugi hafa ráðamenn þjóðarinnar hamrað á þeim kostnaði sem fylgir rekstrinum og skorið svo stóra bita af heilbrigðisþjónustu landsmanna að færustu skurðlæknar heims gætu seint framkvæmt slíkan uppskurð á lifandi manneskju. Við getum bent á fjölmarga þætti sem hafa áhrif á núverandi ástand í málaflokknum en þegar heildarmyndin er skoðuð er höfuðástæðan léleg forgangsröðun í ríkisfjármálum. Í því ljósi má nefna Þjóðkirkjuna en sú stofnun fær 3 milljarða króna úr ríkissjóði árið 2016 umfram sóknargjöld á grundvelli samkomulags við íslenska ríkið um landareignir. Íslenska ríkið hefur heimild til að fara fram á endurskoðun á þessum samningi og mögulega rifta honum enda hefur ríkissjóður greitt umrætt lóðaverð að fullu og rúmlega það. Með réttri forgangsröðun gætu þessir fjármunir farið í mörg brýn atriði í heilbrigðiskerfinu til að mynda fjölgun heilbrigðisstarfsmanna, aukna niðurgreiðslu á lyfjakostnaði og að bæta sálfræðiþjónustu inn í tryggingakerfið. Það er kominn tími til að við hættum að tala um aukinn kostnað á heilbrigðisþjónustu og byrjum að tala um að fjárfesta í heilbrigðu samfélagi, enda græða allir landsmenn á tryggu og skilvirku heilbrigðiskerfi. Með því að fjárfesta í betra heilbrigðiskerfi er ekki einungis verið að bæta vellíða og heilsu landsmanna heldur einnig að stórefla atvinnulífið. Veikindadögum fækkar, eldriborgarar gætu verið lengur úti á vinnumarkaði (þeir sem kjósa það) og einstaklingar sem ekki geta tekið þátt í atvinnulífinu vegna sálrænna kvilla og dýrrar sálfræðiþjónustu eiga loksins möguleika á að fá þá aðstoð sem þeir þurfa. Rétt forgangsröðun skiptir höfuðmáli til að skattpeningar okkar fari fyrst og fremst í þær stofnanir sem bæta lífskjör okkar og öryggi. Hættum að eyða þessum stóru fjárhæðum í eftirlífið og fjárfestum þeim þar sem þörfin er mest. Þannig verður til traustur grunnur sem hægt er að byggja á. Höfundur er nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands og félagsmaður í Viðreisn.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun