Þingið farið í sumarfrí: Meiri bjór úr fríhöfninni, dekkjakurlið burt og hætt við innra eftirlit lögreglu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2016 13:45 Fjölmörg mál runnu í gegnum þingið í gær og síðustu daga. vísir/samsett Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. Á síðustu þremur dögunum áður en þingstörfum lauk urðu 24 frumvörp að lögum og fjórtán þingsályktanir voru samþykktar. Þingið er sjaldan eins skilvirkt og á síðustu dögum fyrir frí. Til marks um það má nefnda frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, um meðferð krónueigna háðum sérstökum takmörkunum og lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki.Sjá einnig: Þverpólitísk sátt náðist fyrir sumarfrí Alþingis Frumvarpið var lagt fram í gær, tekið inn með afbrigðum og hófst umræða um það klukkan hálfátta í gærkvöld. Önnur og þriðja umræða fóru fram á fimmtán mínútna tímabili á ellefta tímanum en í millitíðinni hafði frumvarpið gengið til efnahags- og viðskiptanefndar. Klukkan 22.37 var frumvarpið orðið að lögum. Meðal annarra frumvarpa sem urðu að lögum má nefna Airbnb-frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra, nýja heildarlöggjöf um útlendinga frá innanríkisráðherra og ákvæðum um starfsemi einkarekinna grunnskóla var fjölgað og rammi um hana skýrður. Þá var þrjátíu manns veittur íslenskur ríkisborgararéttur og frumvarp frá meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar, um tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nema, var samþykkt óbreytt.Frumvarp fjármálaráðherra, sem er liður í afnámi hafta, varð að lögum á rétt rúmum þremur klukkustundum.vísir/vilhelmInnra eftirliti lögreglu vísað aftur til ráðuneytisins Ákvæðum var bætt við lögreglulög sem kemur á fót þriggja manna stjórnsýslunefnd sem hefur eftirlit með störfum lögreglu. Nefndin tekur við kvörtunum frá borgurum vegna starfshátta lögreglu og greina hvort þar sé um að ræða kvörtun vegna starfshátta eða kæru vegna brota lögreglu. Þá var lögreglunám fært inn á háskólastig og kennslufyrirkomulagi þess breytt. Tillaga þess efnis að Ríkislögreglustjóri myndi starfrækja innra eftirlit með störfum lögreglunnar var hins vegar felld út í meðförum þingsins, meðal annars í kjölfar athugasemda frá embætti Héraðssaksóknara og Lögreglustjórafélagi Íslands. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var þeim tilmælum beint til ráðuneytisins ráðuneytið útfærði málið betur og þá hvort heppilegt væri að eftirlitið yrði staðsett undir Ríkislögreglustjóra. Þá var frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um gjald af áfengi og tóbaki samþykkt en hún felur í sér breytingu á hve mikið magn af tollfrjálsu áfengi má koma með inn í landið. Breytingunni hafði verið mótmælt af hálfu ÁTVR og ISAVIA.Sjá einnig: Heimilt að taka meiri tollfrjálsan bjór með úr fríhöfninni Húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, urðu að lögum en þau fela í sér talsverðar breytingar á lögum um almennar íbúðir, húsaleigulögum og húsnæðisbótalögum. Nokkrar breytingar urðu á tillögunum í meðferð þingsins. Skógrækt ríkisins fær nýtt heiti og sameinast landshlutaverkefnum í skógrækt. Frá og með næstu mánaðarmótum mun stofnunin bera heitið Skógræktin. Auk þess voru fernar reglur frá EES og ESB lögfestar á ýmsum sviðum og samþykkt var að veita Vegagerðinni heimild til að bjóða út nýja Vestmannaeyjaferju fyrir árslok 2017. Ferjan má kosta allt að 4,8 milljarða króna.Willum Þór Þórsson var fyrsti flutningarmaður tillögu um að dekkjakurl skuli af gervigrasvöllum.vísir/daníelLýðháskólar, loftlagsráð, mjólkurfræði og dekkjakurlið burt Þá ályktaði Alþingi í fjórtán málum. Að tillögu Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, auk annarra, var samþykkt að gera áhættumat fyrir landið með tilliti til ferðamennsku. Tillaga um aðgerðarhóp gegn súrnun sjávar á norðurslóðum, þar sem Elín Hirst var fyrsti flutningsmaður, var samþykkt sem og tillaga hluta þingflokks Vinstri grænna um að Alþingi styðji að koma á alþjóðlegu banni gegn sjálfvirkum vígvélum. Einnig var samþykkt tillaga þess efnis að Alþingi skuli koma á fót loftslagsráði sem hafi það meginhlutverk að gera ráðstafanir til að draga úr losun gróðurhúslofttegunda hér á landi. Fyrsti flutningsmaður var Katrín Jakobsdóttir en þrír aðrir úr þingflokki Vinstri grænna stóðu að henni. Alþingi ber síðan, í samvinnu við Umhverfisstofnum og Samband íslenskra sveitarfélaga, að vinna að því að dekkjakurl skuli af gervigrasvöllum landsins fyrir árslok. Tillagan kom frá Willum Þór Þórssyni. Tillaga Brynhildar Pétursdóttur og Bjartrar framtíðar, þess efnis að menntamálaráðherra skuli leggja fram frumvarp um lýðheilsuháskóla og starfsemi þeirra hér landi, var samþykkt og sömu sögu er að segja af tillögu Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, Framsóknarflokki, að stefnt skuli að því að hér á landi verði boðið upp á nám í mjólkurfræðum. Áætlað er að nefndastarf þingsins hefjist á nýjan leik 10. ágúst og að þingfundir hefjist á ný 15. ágúst næstkomandi. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ „Búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu.“ 1. júní 2016 16:11 Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17 Píratar leggja til uppsögn samnings kirkjunnar og ríkisins Samkomulag Þjóðkirkjunnar og ríkisins frá 1997 kostar ríkið um 1,5 milljarð á ári. 2. júní 2016 15:06 Vinna við frumvarp gegn fjármagnsinnflæði tefst "Við sögðum að þetta þyrfti að koma fyrir almenna losun hafta og kannski æskilegt að það hefði verið í kringum útboðið. 2. júní 2016 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. Á síðustu þremur dögunum áður en þingstörfum lauk urðu 24 frumvörp að lögum og fjórtán þingsályktanir voru samþykktar. Þingið er sjaldan eins skilvirkt og á síðustu dögum fyrir frí. Til marks um það má nefnda frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, um meðferð krónueigna háðum sérstökum takmörkunum og lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki.Sjá einnig: Þverpólitísk sátt náðist fyrir sumarfrí Alþingis Frumvarpið var lagt fram í gær, tekið inn með afbrigðum og hófst umræða um það klukkan hálfátta í gærkvöld. Önnur og þriðja umræða fóru fram á fimmtán mínútna tímabili á ellefta tímanum en í millitíðinni hafði frumvarpið gengið til efnahags- og viðskiptanefndar. Klukkan 22.37 var frumvarpið orðið að lögum. Meðal annarra frumvarpa sem urðu að lögum má nefna Airbnb-frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra, nýja heildarlöggjöf um útlendinga frá innanríkisráðherra og ákvæðum um starfsemi einkarekinna grunnskóla var fjölgað og rammi um hana skýrður. Þá var þrjátíu manns veittur íslenskur ríkisborgararéttur og frumvarp frá meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar, um tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nema, var samþykkt óbreytt.Frumvarp fjármálaráðherra, sem er liður í afnámi hafta, varð að lögum á rétt rúmum þremur klukkustundum.vísir/vilhelmInnra eftirliti lögreglu vísað aftur til ráðuneytisins Ákvæðum var bætt við lögreglulög sem kemur á fót þriggja manna stjórnsýslunefnd sem hefur eftirlit með störfum lögreglu. Nefndin tekur við kvörtunum frá borgurum vegna starfshátta lögreglu og greina hvort þar sé um að ræða kvörtun vegna starfshátta eða kæru vegna brota lögreglu. Þá var lögreglunám fært inn á háskólastig og kennslufyrirkomulagi þess breytt. Tillaga þess efnis að Ríkislögreglustjóri myndi starfrækja innra eftirlit með störfum lögreglunnar var hins vegar felld út í meðförum þingsins, meðal annars í kjölfar athugasemda frá embætti Héraðssaksóknara og Lögreglustjórafélagi Íslands. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var þeim tilmælum beint til ráðuneytisins ráðuneytið útfærði málið betur og þá hvort heppilegt væri að eftirlitið yrði staðsett undir Ríkislögreglustjóra. Þá var frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um gjald af áfengi og tóbaki samþykkt en hún felur í sér breytingu á hve mikið magn af tollfrjálsu áfengi má koma með inn í landið. Breytingunni hafði verið mótmælt af hálfu ÁTVR og ISAVIA.Sjá einnig: Heimilt að taka meiri tollfrjálsan bjór með úr fríhöfninni Húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, urðu að lögum en þau fela í sér talsverðar breytingar á lögum um almennar íbúðir, húsaleigulögum og húsnæðisbótalögum. Nokkrar breytingar urðu á tillögunum í meðferð þingsins. Skógrækt ríkisins fær nýtt heiti og sameinast landshlutaverkefnum í skógrækt. Frá og með næstu mánaðarmótum mun stofnunin bera heitið Skógræktin. Auk þess voru fernar reglur frá EES og ESB lögfestar á ýmsum sviðum og samþykkt var að veita Vegagerðinni heimild til að bjóða út nýja Vestmannaeyjaferju fyrir árslok 2017. Ferjan má kosta allt að 4,8 milljarða króna.Willum Þór Þórsson var fyrsti flutningarmaður tillögu um að dekkjakurl skuli af gervigrasvöllum.vísir/daníelLýðháskólar, loftlagsráð, mjólkurfræði og dekkjakurlið burt Þá ályktaði Alþingi í fjórtán málum. Að tillögu Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, auk annarra, var samþykkt að gera áhættumat fyrir landið með tilliti til ferðamennsku. Tillaga um aðgerðarhóp gegn súrnun sjávar á norðurslóðum, þar sem Elín Hirst var fyrsti flutningsmaður, var samþykkt sem og tillaga hluta þingflokks Vinstri grænna um að Alþingi styðji að koma á alþjóðlegu banni gegn sjálfvirkum vígvélum. Einnig var samþykkt tillaga þess efnis að Alþingi skuli koma á fót loftslagsráði sem hafi það meginhlutverk að gera ráðstafanir til að draga úr losun gróðurhúslofttegunda hér á landi. Fyrsti flutningsmaður var Katrín Jakobsdóttir en þrír aðrir úr þingflokki Vinstri grænna stóðu að henni. Alþingi ber síðan, í samvinnu við Umhverfisstofnum og Samband íslenskra sveitarfélaga, að vinna að því að dekkjakurl skuli af gervigrasvöllum landsins fyrir árslok. Tillagan kom frá Willum Þór Þórssyni. Tillaga Brynhildar Pétursdóttur og Bjartrar framtíðar, þess efnis að menntamálaráðherra skuli leggja fram frumvarp um lýðheilsuháskóla og starfsemi þeirra hér landi, var samþykkt og sömu sögu er að segja af tillögu Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, Framsóknarflokki, að stefnt skuli að því að hér á landi verði boðið upp á nám í mjólkurfræðum. Áætlað er að nefndastarf þingsins hefjist á nýjan leik 10. ágúst og að þingfundir hefjist á ný 15. ágúst næstkomandi.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ „Búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu.“ 1. júní 2016 16:11 Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17 Píratar leggja til uppsögn samnings kirkjunnar og ríkisins Samkomulag Þjóðkirkjunnar og ríkisins frá 1997 kostar ríkið um 1,5 milljarð á ári. 2. júní 2016 15:06 Vinna við frumvarp gegn fjármagnsinnflæði tefst "Við sögðum að þetta þyrfti að koma fyrir almenna losun hafta og kannski æskilegt að það hefði verið í kringum útboðið. 2. júní 2016 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ „Búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu.“ 1. júní 2016 16:11
Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17
Píratar leggja til uppsögn samnings kirkjunnar og ríkisins Samkomulag Þjóðkirkjunnar og ríkisins frá 1997 kostar ríkið um 1,5 milljarð á ári. 2. júní 2016 15:06
Vinna við frumvarp gegn fjármagnsinnflæði tefst "Við sögðum að þetta þyrfti að koma fyrir almenna losun hafta og kannski æskilegt að það hefði verið í kringum útboðið. 2. júní 2016 07:00