Steve Kerr braut þjálfaraspjaldið sitt í reiðikasti í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2016 11:00 Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, talar við sína menn áður en hann braut þjálfaraspjaldið sitt. Vísir/Getty NBA-meistarar Golden State Warriors eru komnir í 1-0 í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers eftir sannfærandi 104-89 sigur í nótt. Reiði þjálfarans Steve Kerr fór þó ekkert framhjá mönnum í þriðja leikhlutanum. Þetta var fjórði sigur Golden State í röð því liðið vann þrjá síðustu leiki sína í einvíginu á móti Oklahoma City Thunder. Golden State Warriors vann alla leikhlutana nema þann þriðja. Cleveland var 9 stigum undir í hálfleik en var búið að minnka muninn í fjögur stig eftir aðeins fjögurra mínútna leik í þriðja leikhlutanum. Steve Kerr tók þá leikhlé og var allt annað en sáttur. Hann barði svo fast í þjálfaraspjaldið sitt að það mölbrotnaði. „Að eyðileggja eitthvað léttir vanalega eitthvað á reiðinni. Ég reyni að taka reiðina frekar út á þjálfaraspjaldinu en á leikmönnunum. Það er betra þannig," sagði Steve Kerr aðspurður um atvikið á blaðamannafundi eftir leikinn. En af hverju braut hann spjaldið sitt? „Við komum út eftir hálfleikinn og vorum algjörlega búnir að missa einbeitinguna. Við vorum að senda kæruleysislegar sendingar og gleyma okkur í vörninni. Við þurftum að ná aftur upp einbeitingunni og okkar leik. Bekkurinn gerði það fyrir okkur," sagði Steve Kerr. Golden State Warriors var sex stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en vann hann síðan með níu stigum, 30-21. Steve Kerr hefur þar með stýrt liði til sigurs í fimm af fyrstu sjö leikjum sínum sem þjálfari í lokaúrslitum NBA. ESPN setti saman myndband þar sem karatetilþrif Steve Kerr sjást vel en myndbandið er hér fyrir neðan. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors eru komnir í 1-0 í úrslitaeinvíginu á móti Cleveland Cavaliers eftir sannfærandi 104-89 sigur í nótt. Reiði þjálfarans Steve Kerr fór þó ekkert framhjá mönnum í þriðja leikhlutanum. Þetta var fjórði sigur Golden State í röð því liðið vann þrjá síðustu leiki sína í einvíginu á móti Oklahoma City Thunder. Golden State Warriors vann alla leikhlutana nema þann þriðja. Cleveland var 9 stigum undir í hálfleik en var búið að minnka muninn í fjögur stig eftir aðeins fjögurra mínútna leik í þriðja leikhlutanum. Steve Kerr tók þá leikhlé og var allt annað en sáttur. Hann barði svo fast í þjálfaraspjaldið sitt að það mölbrotnaði. „Að eyðileggja eitthvað léttir vanalega eitthvað á reiðinni. Ég reyni að taka reiðina frekar út á þjálfaraspjaldinu en á leikmönnunum. Það er betra þannig," sagði Steve Kerr aðspurður um atvikið á blaðamannafundi eftir leikinn. En af hverju braut hann spjaldið sitt? „Við komum út eftir hálfleikinn og vorum algjörlega búnir að missa einbeitinguna. Við vorum að senda kæruleysislegar sendingar og gleyma okkur í vörninni. Við þurftum að ná aftur upp einbeitingunni og okkar leik. Bekkurinn gerði það fyrir okkur," sagði Steve Kerr. Golden State Warriors var sex stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en vann hann síðan með níu stigum, 30-21. Steve Kerr hefur þar með stýrt liði til sigurs í fimm af fyrstu sjö leikjum sínum sem þjálfari í lokaúrslitum NBA. ESPN setti saman myndband þar sem karatetilþrif Steve Kerr sjást vel en myndbandið er hér fyrir neðan.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira