Reykjavíkurmódelið virkar Magnús Már Guðmundsson skrifar 3. júní 2016 07:00 Reykjavíkurborg hefur náð ótrúlegum árangri að undanförnu í að fækka í hópi þeirra Reykvíkinga sem þurfa á fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda. Notendum í janúar til mars 2016 fækkaði um 23,6% miðað við sama tímabil árið 2015. Um er að ræða 455 einstaklinga sem er sambærilegur fjöldi og býr í Vík í Mýrdal og öllum í Mýrdalshreppi. Stærð hópsins er sömuleiðis sambærileg á við 7-8% stöðugilda hjá Reykjavíkurborg. Þannig að um umtalsverðan fjölda er að ræða og árangurinn augljós. Eins og oft hefur komið fram þá er fjárhagsaðstoð neyðaraðstoð og samfélagslegt öryggisnet. Þeir sem ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum eða eru óvinnufærir fá aðstoð. Það er mjög mikilvægt að fólk festist ekki á fjárhagastoð og brýnt að veita því góðan stuðning svo aðstæður hópsins versni ekki. Þetta er hverjum og einum einstaklingi mikilvægt og samfélaginu í heild sömuleiðis, meðal annars fjárhagslega. Á síðasta ári sparaðist hjá borginni tæplega hálfur milljarður kóna vegna góðs árangurs hvað fjárhagsaðstoð varðar. Reykjavíkurmódelið byggir á samræmdu verklagi við móttöku og meðferð umsókna um fjárhagsaðstoð þar sem áhersla er lögð á inngrip snemma í ferlinu og að notendur finni styrkleika sína, meti starfsgetu og setji sér valdeflandi markmið. Um leið þarf að muna að um afar fjölbreyttan hóp er að ræða og að þarfirnar eru breytilegar. Árangurinn að undanförnu er frábær. Hann hefur ekki náðst sjálfkrafa því ásamt betra atvinnuástandi í landinu skipta þar mestu fjölbreytt úrræði, manneskjulegt viðhorf og öflugir virkni- og þjónusturáðgjafar á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Enda var það ekki að ástæðulausu að virkniráðgjöfum var fjölgað á árunum eftir hrun. Það var gert til að ná betur utan um málaflokkinn og hjálpa fólki að komast aftur í virkni, öllum til gagns. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram á sömu braut enda öllum vonandi orðið ljóst að Reykjavíkurmódelið virkar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur náð ótrúlegum árangri að undanförnu í að fækka í hópi þeirra Reykvíkinga sem þurfa á fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda. Notendum í janúar til mars 2016 fækkaði um 23,6% miðað við sama tímabil árið 2015. Um er að ræða 455 einstaklinga sem er sambærilegur fjöldi og býr í Vík í Mýrdal og öllum í Mýrdalshreppi. Stærð hópsins er sömuleiðis sambærileg á við 7-8% stöðugilda hjá Reykjavíkurborg. Þannig að um umtalsverðan fjölda er að ræða og árangurinn augljós. Eins og oft hefur komið fram þá er fjárhagsaðstoð neyðaraðstoð og samfélagslegt öryggisnet. Þeir sem ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum eða eru óvinnufærir fá aðstoð. Það er mjög mikilvægt að fólk festist ekki á fjárhagastoð og brýnt að veita því góðan stuðning svo aðstæður hópsins versni ekki. Þetta er hverjum og einum einstaklingi mikilvægt og samfélaginu í heild sömuleiðis, meðal annars fjárhagslega. Á síðasta ári sparaðist hjá borginni tæplega hálfur milljarður kóna vegna góðs árangurs hvað fjárhagsaðstoð varðar. Reykjavíkurmódelið byggir á samræmdu verklagi við móttöku og meðferð umsókna um fjárhagsaðstoð þar sem áhersla er lögð á inngrip snemma í ferlinu og að notendur finni styrkleika sína, meti starfsgetu og setji sér valdeflandi markmið. Um leið þarf að muna að um afar fjölbreyttan hóp er að ræða og að þarfirnar eru breytilegar. Árangurinn að undanförnu er frábær. Hann hefur ekki náðst sjálfkrafa því ásamt betra atvinnuástandi í landinu skipta þar mestu fjölbreytt úrræði, manneskjulegt viðhorf og öflugir virkni- og þjónusturáðgjafar á þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Enda var það ekki að ástæðulausu að virkniráðgjöfum var fjölgað á árunum eftir hrun. Það var gert til að ná betur utan um málaflokkinn og hjálpa fólki að komast aftur í virkni, öllum til gagns. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram á sömu braut enda öllum vonandi orðið ljóst að Reykjavíkurmódelið virkar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. júní.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar