Hér eru 400 taldir bundnir þrældómi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. júní 2016 07:00 Tilhugsunin um að hér kunni að eiga sér stað þrælahald er að öllum líkindum flestum landsmönnum fjarlæg. vísir/andri marinó Ísland er í 49. sæti á heimsvísu í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem kom út í gær. Talið er að á Íslandi séu 400 vinnuþrælar. Ísland fær einkunnina B sem er með lægstu einkunnum í Vestur-Evrópu þegar kemur að því hvernig stjórnvöld taka á þrælahaldi. rælahald er skilgreint þannig að fólk vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, ofbeldis, harðstjórnar, valdníðslu eða svika. Flestir þrælar starfa í Norður-Kóreu, þá Úsbekistan og Kambódíu og í heiminum öllum er talið að 45 milljónir séu bundnar í þrældóm. Til samanburðar við þær niðurstöður að á Íslandi eru 400 taldir bundnir þrældómi eru 1.000 taldir vinnuþrælar í allri Danmörku og aðeins 900 í Noregi. Hlutfall þræla er samkvæmt skýrslunni lægra í flestum löndum Vestur-Evrópu. Rannsóknin var unnin af Gallup á heimsvísu með viðtölum. Tekin voru 42 þúsund viðtöl í 167 löndum víða um heim og leiddar líkur að fjölda fólks sem bundið er þrældómi í hverju landi.Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariEfni skýrslunnar var rætt á Alþingi í gær. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og sagði ráðherra hljóta að taka niðurstöðurnar alvarlega. „Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur og krafði Eygló Harðardóttur, félags og húsnæðismálaráðherra, svara um aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Eygló svaraði því til að það hefði verið að gerast fyrst og fremst á undanförnum vikum og mánuðum að samfélagið hafi verið að átta sig á mansali. „Áður voru menn mjög mikið að horfa á samspil mansals og vændis. Hins vegar höfum við gert okkur betur grein fyrir því að þarna undir geta fallið margvísleg störf sem við höfum verið að huga að,“ sagði Eygló. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraVísirReyndin er hins vegar sú að töluverð umfjöllun var á síðasta ári um tilvist vinnumansals á Íslandi. Á síðasta ári var til dæmis greint frá auknum fjölda vinnumansalsmála og tilvist verndartolla í ýmsum geirum atvinnulífsins. Þá hefur verið fjallað um ólaunuð störf í ferðamannaiðnaði, rannsókn á vinnumansali í textíliðnaði í Vík í Mýrdal og á hóteli í Reykjavík, undirboð í iðnaði, svo sem byggingariðnaði og ógreidd vinna au-pair-starfsmanna í sveit. Eygló var einnig viðmælandi í fréttum á síðasta ári þar sem hún var krafin svara um árangur af aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í febrúar sagði Eygló að ekki hafi verið horfst í augu við að mansal nái yfir fjölbreytt mál. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á þremur aðgerðum áætlunar ríkisstjórnar en heildarumsjón með málaflokknum fellur hins vegar undir innanríkisráðuneytið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Ísland er í 49. sæti á heimsvísu í nýrri skýrslu Global Slavery Index sem kom út í gær. Talið er að á Íslandi séu 400 vinnuþrælar. Ísland fær einkunnina B sem er með lægstu einkunnum í Vestur-Evrópu þegar kemur að því hvernig stjórnvöld taka á þrælahaldi. rælahald er skilgreint þannig að fólk vinnur við aðstæður sem það getur ekki yfirgefið vegna hótana, ofbeldis, harðstjórnar, valdníðslu eða svika. Flestir þrælar starfa í Norður-Kóreu, þá Úsbekistan og Kambódíu og í heiminum öllum er talið að 45 milljónir séu bundnar í þrældóm. Til samanburðar við þær niðurstöður að á Íslandi eru 400 taldir bundnir þrældómi eru 1.000 taldir vinnuþrælar í allri Danmörku og aðeins 900 í Noregi. Hlutfall þræla er samkvæmt skýrslunni lægra í flestum löndum Vestur-Evrópu. Rannsóknin var unnin af Gallup á heimsvísu með viðtölum. Tekin voru 42 þúsund viðtöl í 167 löndum víða um heim og leiddar líkur að fjölda fólks sem bundið er þrældómi í hverju landi.Brynhildur Pétursdóttirmynd/sigtryggur ariEfni skýrslunnar var rætt á Alþingi í gær. „Mér finnst þetta vera mjög sláandi. Við höfum heyrt ýmis dæmi í fréttum af mansali á Íslandi,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og sagði ráðherra hljóta að taka niðurstöðurnar alvarlega. „Við getum ekki sætt okkur við að vera á þessum stað,“ sagði Brynhildur og krafði Eygló Harðardóttur, félags og húsnæðismálaráðherra, svara um aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Eygló svaraði því til að það hefði verið að gerast fyrst og fremst á undanförnum vikum og mánuðum að samfélagið hafi verið að átta sig á mansali. „Áður voru menn mjög mikið að horfa á samspil mansals og vændis. Hins vegar höfum við gert okkur betur grein fyrir því að þarna undir geta fallið margvísleg störf sem við höfum verið að huga að,“ sagði Eygló. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraVísirReyndin er hins vegar sú að töluverð umfjöllun var á síðasta ári um tilvist vinnumansals á Íslandi. Á síðasta ári var til dæmis greint frá auknum fjölda vinnumansalsmála og tilvist verndartolla í ýmsum geirum atvinnulífsins. Þá hefur verið fjallað um ólaunuð störf í ferðamannaiðnaði, rannsókn á vinnumansali í textíliðnaði í Vík í Mýrdal og á hóteli í Reykjavík, undirboð í iðnaði, svo sem byggingariðnaði og ógreidd vinna au-pair-starfsmanna í sveit. Eygló var einnig viðmælandi í fréttum á síðasta ári þar sem hún var krafin svara um árangur af aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í febrúar sagði Eygló að ekki hafi verið horfst í augu við að mansal nái yfir fjölbreytt mál. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á þremur aðgerðum áætlunar ríkisstjórnar en heildarumsjón með málaflokknum fellur hins vegar undir innanríkisráðuneytið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum