Umferð hrundi meðan á leik stóð Sveinn Arnarsson skrifar 15. júní 2016 12:00 Fáir voru á ferli í höfuðborginni í gærkveldi meðan á leik Íslands og Portúgal stóð. Íslenska þjóðin sat límd í gærkveldi yfir sjónvarpinu heima í stofu þegar karlalandsliðið okkar í knattspyrnu lék fyrsta leik sinn á lokakeppni stórmóts í Frakklandi. Líklega hefur það ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að liðin sættust á skiptan hlut í leiknum þar sem á níunda þúsund stuðningsmanna Íslands stálu senunni í stúkunni í St. Etienne.Sjá einnig: Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn PortúgölumHér má sjá greinilega að umferðarmagnið hrynur á höfuðborgarsvæðinu meðan á leik stendurUmferðardeild VegagerðarinnarÞegar gærdagurinn er borinn saman við sama vikudag síðustu vikukemur í ljós að fá milli 18:00 og 21:00 minnkar umferð skart í Reykjavík. Þegar skoðaðuð er umferðarteljari Vegagerðiarinnar sem staddur er á Hafnarfjarðarvegi sunnan kópavogslækjar sést fallið greinilega og var umferðin í gærkveldi ekki hálfdrættingur á við umferðina í síðustu viku. Umferðarteljarar Vegagerðarinnar eru nokkuð margir í Reykjavík og segja þeir allir svipaða sögu um umrætt kvöld. Þegar umferðin er borin saman við „venjulegt þriðjudagskvöld“ er greinilegt að leikurinn hefur haft stór áhrif á ferðagleði höfuðborgarbúa. Flestir hafa líkast til haldið sig innan seilingar við sjónvarpstæki og fylgst með leiknum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði einnig á orði hvað umferðin hefði verið lítil meðan á leik stóð og lítið að gera hjá henni í umferðareftirliti. því hafi fáir verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í borginni meðan á leik stóð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir á Twitter, líkast þó til í gríni en í alvöru, að þeir hafi aðeins þurft að hafa afskipti af einum ökumanni sem reyndist ferðalangur í þokkabót. Einn bíll á ferð í borginni. Reyndist vera ferðamaður frá austurlöndum-fjær. #ennenginnofhratt #emisland— LRH (@logreglan) June 14, 2016 Íslenska landsliðið unni hug og hjörtu Evrópu í gær með því að ná jafntefli gegn ægisterku liði Portúgal. Samvinnan, skipulagið, varnarleikurinn og fórnfýsi leikmanna var umtöluð eftir leik og áttu menn fá orð um dugnað liðsins. Að sama skapi voru menn missáttir með ákvarðanir Cristiano Ronaldo, skærustu stjörnu Portúgala og einn besta knattspyrnumann heims, eftir leikinn þegar hann ákvað að hæðast að leikskipulagi okkar manna og tók ekki í höndina á andstæðingum sínum að leik loknum eins og siður er meðal íþróttamanna. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30 Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ 15. júní 2016 10:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Fáir voru á ferli í höfuðborginni í gærkveldi meðan á leik Íslands og Portúgal stóð. Íslenska þjóðin sat límd í gærkveldi yfir sjónvarpinu heima í stofu þegar karlalandsliðið okkar í knattspyrnu lék fyrsta leik sinn á lokakeppni stórmóts í Frakklandi. Líklega hefur það ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að liðin sættust á skiptan hlut í leiknum þar sem á níunda þúsund stuðningsmanna Íslands stálu senunni í stúkunni í St. Etienne.Sjá einnig: Sveiflur í vatnsnotkun þykja endurspegla spennustig leiksins gegn PortúgölumHér má sjá greinilega að umferðarmagnið hrynur á höfuðborgarsvæðinu meðan á leik stendurUmferðardeild VegagerðarinnarÞegar gærdagurinn er borinn saman við sama vikudag síðustu vikukemur í ljós að fá milli 18:00 og 21:00 minnkar umferð skart í Reykjavík. Þegar skoðaðuð er umferðarteljari Vegagerðiarinnar sem staddur er á Hafnarfjarðarvegi sunnan kópavogslækjar sést fallið greinilega og var umferðin í gærkveldi ekki hálfdrættingur á við umferðina í síðustu viku. Umferðarteljarar Vegagerðarinnar eru nokkuð margir í Reykjavík og segja þeir allir svipaða sögu um umrætt kvöld. Þegar umferðin er borin saman við „venjulegt þriðjudagskvöld“ er greinilegt að leikurinn hefur haft stór áhrif á ferðagleði höfuðborgarbúa. Flestir hafa líkast til haldið sig innan seilingar við sjónvarpstæki og fylgst með leiknum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði einnig á orði hvað umferðin hefði verið lítil meðan á leik stóð og lítið að gera hjá henni í umferðareftirliti. því hafi fáir verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í borginni meðan á leik stóð. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir á Twitter, líkast þó til í gríni en í alvöru, að þeir hafi aðeins þurft að hafa afskipti af einum ökumanni sem reyndist ferðalangur í þokkabót. Einn bíll á ferð í borginni. Reyndist vera ferðamaður frá austurlöndum-fjær. #ennenginnofhratt #emisland— LRH (@logreglan) June 14, 2016 Íslenska landsliðið unni hug og hjörtu Evrópu í gær með því að ná jafntefli gegn ægisterku liði Portúgal. Samvinnan, skipulagið, varnarleikurinn og fórnfýsi leikmanna var umtöluð eftir leik og áttu menn fá orð um dugnað liðsins. Að sama skapi voru menn missáttir með ákvarðanir Cristiano Ronaldo, skærustu stjörnu Portúgala og einn besta knattspyrnumann heims, eftir leikinn þegar hann ákvað að hæðast að leikskipulagi okkar manna og tók ekki í höndina á andstæðingum sínum að leik loknum eins og siður er meðal íþróttamanna.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30 Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ 15. júní 2016 10:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Sjáðu gæsahúðarauglýsingu Icelandair um íslenska landsliðið Icelandair, einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, frumsýndi nýja auglýsingu fyrir leik Íslands og Portúgals á EM í Frakklandi í gær. 15. júní 2016 11:30
Hörður spáði hárrétt fyrir um úrslit leiksins í gær í kvöldfréttunum „Ég fann þetta bara á mér að Ísland myndi klóra sér í eitt gott stig og vissi ekki mikið meira en það.“ 15. júní 2016 10:15