Náttúrulegur forseti? Davíð Stefánsson skrifar 27. júní 2016 08:45 Eftir 20 ár af Ólafi Ragnari Grímssyni gefst okkur nú tækifæri til að móta hið sérstaka forsetaembætti landsins. Í dag er ósköp venjulegur vinnudagur eftir kjördag – framtíðin er komin og það er ekki eftir neinu að bíða. Í aðdraganda þessara kosninga var ég einn margra sem gagnrýndu Guðna Th. Jóhannesson fyrir skort á afstöðu, ekki síst í málefnum umhverfisins og hálendisins. Ég saknaði þess að heyra hann tala upp þennan mikilvæga málaflokk og lýsa yfir skýrri afstöðu sinni. Nú vil ég breyta þessari gagnrýni í hvatningu og brýningu. Ég trúi því nefnilega að nýi forsetinn okkar skilji vel mikilvægi umhverfisverndarmála, bæði hér heima og í hnattrænu samhengi. Ég trúi því að hann heyri vel í þeim 26.037 kjósendum sem kusu Andra Snæ, ekki síst vegna ástríðu hans í náttúruvernd.Góðlátlegt mikilmennskubrjálæði? Kannski er það til marks um góðlátlegt mikilmennskubrjálæði af minni hálfu að ætla að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Ég ætla samt að láta vaða með þessari einföldu áskorun til Guðna: Kæri Guðni. Svaraðu kallinu frá umhverfinu. Taktu náttúruna til þín. Vertu málsvari hennar fyrir okkar hönd. Gerðu það strax og gerðu það með afgerandi hætti. Sýndu unga fólkinu okkar hvernig það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að vernda náttúru landsins. Segðu okkur hvort þú styður þjóðgarð á hálendinu og segðu okkur hvernig þú munt berjast fyrir hönd náttúrunnar næstu fjögur árin. Til hamingju með kjörið, Guðni, og farnist þér sem allra best. En svar óskast engu að síður – ríflega 26 þúsund kjósendur bíða spenntir eftir þínum náttúruverndaráherslum. Það er ekki eftir neinu að bíða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Hörgdal Stefánsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Eftir 20 ár af Ólafi Ragnari Grímssyni gefst okkur nú tækifæri til að móta hið sérstaka forsetaembætti landsins. Í dag er ósköp venjulegur vinnudagur eftir kjördag – framtíðin er komin og það er ekki eftir neinu að bíða. Í aðdraganda þessara kosninga var ég einn margra sem gagnrýndu Guðna Th. Jóhannesson fyrir skort á afstöðu, ekki síst í málefnum umhverfisins og hálendisins. Ég saknaði þess að heyra hann tala upp þennan mikilvæga málaflokk og lýsa yfir skýrri afstöðu sinni. Nú vil ég breyta þessari gagnrýni í hvatningu og brýningu. Ég trúi því nefnilega að nýi forsetinn okkar skilji vel mikilvægi umhverfisverndarmála, bæði hér heima og í hnattrænu samhengi. Ég trúi því að hann heyri vel í þeim 26.037 kjósendum sem kusu Andra Snæ, ekki síst vegna ástríðu hans í náttúruvernd.Góðlátlegt mikilmennskubrjálæði? Kannski er það til marks um góðlátlegt mikilmennskubrjálæði af minni hálfu að ætla að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Ég ætla samt að láta vaða með þessari einföldu áskorun til Guðna: Kæri Guðni. Svaraðu kallinu frá umhverfinu. Taktu náttúruna til þín. Vertu málsvari hennar fyrir okkar hönd. Gerðu það strax og gerðu það með afgerandi hætti. Sýndu unga fólkinu okkar hvernig það er hluti af sjálfsmynd Íslendinga að vernda náttúru landsins. Segðu okkur hvort þú styður þjóðgarð á hálendinu og segðu okkur hvernig þú munt berjast fyrir hönd náttúrunnar næstu fjögur árin. Til hamingju með kjörið, Guðni, og farnist þér sem allra best. En svar óskast engu að síður – ríflega 26 þúsund kjósendur bíða spenntir eftir þínum náttúruverndaráherslum. Það er ekki eftir neinu að bíða.