Nýr forseti Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. júní 2016 07:00 Þjóðin hefur kosið sér nýjan forseta. Kjör Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings á laugardag kom raunar lítið á óvart. Allar skoðanakannanir höfðu gefið til kynna stórsigur hans margar vikur í röð, þrátt fyrir að fylgið við hann hafi dalað örlítið síðustu vikur fyrir kosningarnar. Að lokum hlaut hann tæp 40 prósent atkvæða. Raunar var það einnig viðbúið. Fylgið við Guðna mældist í hæstu hæðum eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og fékk hann mest tæplega 70 prósenta fylgi í könnunum sem var ávallt óraunhæft. Kosningabaráttan spilaðist því þannig að strax frá því nýkjörinn forseti tilkynnti um framboð sitt hafði hann öllu að tapa. Í slíkri stöðu er ekki óeðlilegt að menn fari í svolitla vörn og passi sig á að fæla ekki frá sér stuðningsmenn með ítarlegum útlistunum á málefnum og ágreiningsefnum. Sem síðan leiddi til þess að lítið sást af persónutöfrum frambjóðandans og þeirri ástríðu sem áður hafði sést að hann býr yfir. Eilítið litleysi gerði vart við sig. Í því andrúmslofti var það Halla Tómasdóttir sem sótti mest á Guðna. Árangur Höllu er glæsilegur og eftirtektarverður en hún endaði með tæplega 28 prósenta fylgi. Tæpri viku fyrir kosningar hafði hún tekið tíu prósenta stökk í skoðanakönnunum á aðeins einni viku sem hún síðan endurtók síðustu vikuna í baráttunni. Óvíst er hvort hún hefði náð að sigla fram úr Guðna hefði kosningabaráttan verið lengri. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að Halla hafi toppað á nákvæmlega réttum tíma. Hún hafi farið óáreitt í gegnum kosningabaráttuna þar sem aðrir frambjóðendur litu ekki á hana sem keppninaut og fjölmiðlar ekki krafið hana svara um feril sinn eins og gert sé þegar fólki á möguleika á kjöri. „Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni,“ segir Eiríkur. Með stærri fréttum þessara kosninga, þrátt fyrir að með þeim hafi sjötti forseti lýðveldisins verið kosinn og sá yngsti, er samt sem áður slæmt gengi fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra; einhvers ástsælasta formanns Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson varð í fjórða sæti með 13,7 prósent atkvæða. Þegar hann fyrst bauð sig fram bjuggust margir við að Davíð fengi meiri meðbyr, sérstaklega eftir að sitjandi forseti hætti við sitt framboð. En svo virðist sem Davíð og stuðningsmenn hans hafi lesið stöðuna alrangt, auk þess sem kosningabarátta hans var mikið til með neikvæðum blæ, eitthvað sem ekki átti upp á pallborðið hjá kjósendum. Ljóst er að kallað var eftir breytingum, nýjum tímum og nýrri kynslóð við stjórnvölin. En nú liggur niðurstaðan fyrir og réttast að þjóðin sameinist að baki nýjum forseta. Guðni hefur verið nokkuð óumdeildur og mun að öllum líkindum sinna starfinu vel. En það vekur óneitanlega athygli að hann hlýtur kosningu án þess að fá meirihluta fylgis. Aðeins Vigdís Finnbogadóttir hefur fengið lægra hlutfall atkvæða eða þriðjung. Enn viðrar sig sú spurning hvort ekki sé rétt að hafa forsetakosningar í tveimur umferðum líkt og þekkist víða annars staðar þannig að forsetinn hafi ávallt meirihluta þjóðarinnar að baki sér.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þjóðin hefur kosið sér nýjan forseta. Kjör Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings á laugardag kom raunar lítið á óvart. Allar skoðanakannanir höfðu gefið til kynna stórsigur hans margar vikur í röð, þrátt fyrir að fylgið við hann hafi dalað örlítið síðustu vikur fyrir kosningarnar. Að lokum hlaut hann tæp 40 prósent atkvæða. Raunar var það einnig viðbúið. Fylgið við Guðna mældist í hæstu hæðum eftir að hann tilkynnti um framboð sitt og fékk hann mest tæplega 70 prósenta fylgi í könnunum sem var ávallt óraunhæft. Kosningabaráttan spilaðist því þannig að strax frá því nýkjörinn forseti tilkynnti um framboð sitt hafði hann öllu að tapa. Í slíkri stöðu er ekki óeðlilegt að menn fari í svolitla vörn og passi sig á að fæla ekki frá sér stuðningsmenn með ítarlegum útlistunum á málefnum og ágreiningsefnum. Sem síðan leiddi til þess að lítið sást af persónutöfrum frambjóðandans og þeirri ástríðu sem áður hafði sést að hann býr yfir. Eilítið litleysi gerði vart við sig. Í því andrúmslofti var það Halla Tómasdóttir sem sótti mest á Guðna. Árangur Höllu er glæsilegur og eftirtektarverður en hún endaði með tæplega 28 prósenta fylgi. Tæpri viku fyrir kosningar hafði hún tekið tíu prósenta stökk í skoðanakönnunum á aðeins einni viku sem hún síðan endurtók síðustu vikuna í baráttunni. Óvíst er hvort hún hefði náð að sigla fram úr Guðna hefði kosningabaráttan verið lengri. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að Halla hafi toppað á nákvæmlega réttum tíma. Hún hafi farið óáreitt í gegnum kosningabaráttuna þar sem aðrir frambjóðendur litu ekki á hana sem keppninaut og fjölmiðlar ekki krafið hana svara um feril sinn eins og gert sé þegar fólki á möguleika á kjöri. „Hefði kjörið verið seinna, þá hefði hún þurft að sæta meiri gagnrýni,“ segir Eiríkur. Með stærri fréttum þessara kosninga, þrátt fyrir að með þeim hafi sjötti forseti lýðveldisins verið kosinn og sá yngsti, er samt sem áður slæmt gengi fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra; einhvers ástsælasta formanns Sjálfstæðisflokksins. Davíð Oddsson varð í fjórða sæti með 13,7 prósent atkvæða. Þegar hann fyrst bauð sig fram bjuggust margir við að Davíð fengi meiri meðbyr, sérstaklega eftir að sitjandi forseti hætti við sitt framboð. En svo virðist sem Davíð og stuðningsmenn hans hafi lesið stöðuna alrangt, auk þess sem kosningabarátta hans var mikið til með neikvæðum blæ, eitthvað sem ekki átti upp á pallborðið hjá kjósendum. Ljóst er að kallað var eftir breytingum, nýjum tímum og nýrri kynslóð við stjórnvölin. En nú liggur niðurstaðan fyrir og réttast að þjóðin sameinist að baki nýjum forseta. Guðni hefur verið nokkuð óumdeildur og mun að öllum líkindum sinna starfinu vel. En það vekur óneitanlega athygli að hann hlýtur kosningu án þess að fá meirihluta fylgis. Aðeins Vigdís Finnbogadóttir hefur fengið lægra hlutfall atkvæða eða þriðjung. Enn viðrar sig sú spurning hvort ekki sé rétt að hafa forsetakosningar í tveimur umferðum líkt og þekkist víða annars staðar þannig að forsetinn hafi ávallt meirihluta þjóðarinnar að baki sér.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 27. júní
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun