Ólafur Arnalds og Baddi Z við tökur á tónlistarmynd Birgir Örn Steinarsson skrifar 24. júní 2016 16:41 Ólafur Arnalds og Baddi Z verða við tökur á myndinni Islandsongs næstu sjö vikur. Vísir/Marínó Thorlacius/Vilhelm Nú standa yfir upptökur á tónlistarmyndinni Island Song sem er samstarfsverkefni Ólafs Arnalds tónlistarmanns og Baldvin Z leikstjóra. Parið hefur valið sjö áfangastaði á Íslandi og er einn staður heimsóttur í hverri viku. Þar vinnur Ólafur lag með vel völdu tónlistarfólki frá hverjum stað sem áætlað er að gefa út eitt í einu vikulega næstu sjö vikurnar. „Þetta er hugmynd sem gekk upphaflega út á það að fara og taka upp lög á flottum stöðum um landið. Svo datt mér í hug að fá alltaf einhvern með mér í hvert lag,“ útskýrir Ólafur um tilurð verkefnisins. „Þá geri ég tónlistina en svo vinnum við hana saman á staðnum. Hugmyndin er að búa til mynd sem sýnir tónlistarmenningu landsins sem er oft þannig að þeir sem vinna kaupfélaginu eru kannski snillingar þó fáir viti af því.“ Fyrsti gestur pabbi Ásgeirs Trausta Upptökur á fyrsta laginu eru klárar en þar vann Ólafur með Einari Georg á Hvammstanga en hann er faðir tónlistarmanna Ásgeirs Trausta og Þorsteins úr Hjálmum og hefur samið texta þeirra þekktustu laga. Lagið sem hann og Ólafur unnu saman heitir Árbakkinn og kemur út á mánudag.Stutt myndband sem sýnir hluta af gerð þess lags má sjá hér fyrir neðan en myndbandið verður sýnt í heild sinni á Vísi á mánudag.Á heimasíðunni Islandsongs.is má sjá hvaða staði þeir félagar munu heimsækja næstu vikuna en þeir vilja ekkert gefa upp um það strax hverjum Ólafur ætlar að vinna með.Vísir/Islandsongs.isLeita að sérstöku fólki„Við erum að leita að sérstöku fólki. Við erum ekkert að binda okkur við það að þetta sé úr þeirri tónlist sem ég kem en samt líka. Við munum til dæmis vinna með kór og Sinfóníusveit Norðurlands á Akureyri, poppsöngvurum og organistum. Það verða engir þeir sömu og ég hef verið að vinna með áður.“ Myndin er unnin fyrir Universal sem gefur tónlist Ólafs út um allan heim. Stefnt er á að myndin verði tilbúin í október en áhugasamir geta fylgst með gangi mála á Facebook-síðu Ólafs sem og á sérstakri heimasíðu verkefnisins Islandsongs.is. Birt verða þar myndbönd en einnig verða beinar útsendingar frá upptökum sendar í gegnum Facebook síðuna. Stefnt er á að tónlistarmyndin verði frumsýnd í völdum kvikmyndahúsum víðs vegar um heim samtímis. Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem þeir félagar Baddi Z og Ólafur Arnalds vinna saman. Ólafur hefur hingað til séð um tónlist við kvikmyndir Badda, bæði Vonarstræti og fyrstu mynd leikstjórans Óróa. Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Ólafur Arnalds og Arnór Dan með einstaka útgáfu af laginu Say My Name Tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Arnór Dan hafa gefið frá sér ábreiðu af laginu Say My Name sem sveitin Destiny's Child gerði heimsfrægt árið 1999. 17. maí 2016 12:30 Ólafur Arnalds um einelti í æsku: „Ég man stundir þar sem ég þorði ekki út í frímínútur“ Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla á Facebook-síðu sinni í gær. 6. maí 2016 13:14 Afhenti BUGL hljóðfæri: „Tónlist getur gert mikið fyrir geðræna sjúkdóma“ Ólafur Arnalds lét verðlaunafé íslensku bjartsýnisverðlaunanna renna til Barna- og unglingadeildar Landspítalans. 13. mars 2016 17:13 Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira
Nú standa yfir upptökur á tónlistarmyndinni Island Song sem er samstarfsverkefni Ólafs Arnalds tónlistarmanns og Baldvin Z leikstjóra. Parið hefur valið sjö áfangastaði á Íslandi og er einn staður heimsóttur í hverri viku. Þar vinnur Ólafur lag með vel völdu tónlistarfólki frá hverjum stað sem áætlað er að gefa út eitt í einu vikulega næstu sjö vikurnar. „Þetta er hugmynd sem gekk upphaflega út á það að fara og taka upp lög á flottum stöðum um landið. Svo datt mér í hug að fá alltaf einhvern með mér í hvert lag,“ útskýrir Ólafur um tilurð verkefnisins. „Þá geri ég tónlistina en svo vinnum við hana saman á staðnum. Hugmyndin er að búa til mynd sem sýnir tónlistarmenningu landsins sem er oft þannig að þeir sem vinna kaupfélaginu eru kannski snillingar þó fáir viti af því.“ Fyrsti gestur pabbi Ásgeirs Trausta Upptökur á fyrsta laginu eru klárar en þar vann Ólafur með Einari Georg á Hvammstanga en hann er faðir tónlistarmanna Ásgeirs Trausta og Þorsteins úr Hjálmum og hefur samið texta þeirra þekktustu laga. Lagið sem hann og Ólafur unnu saman heitir Árbakkinn og kemur út á mánudag.Stutt myndband sem sýnir hluta af gerð þess lags má sjá hér fyrir neðan en myndbandið verður sýnt í heild sinni á Vísi á mánudag.Á heimasíðunni Islandsongs.is má sjá hvaða staði þeir félagar munu heimsækja næstu vikuna en þeir vilja ekkert gefa upp um það strax hverjum Ólafur ætlar að vinna með.Vísir/Islandsongs.isLeita að sérstöku fólki„Við erum að leita að sérstöku fólki. Við erum ekkert að binda okkur við það að þetta sé úr þeirri tónlist sem ég kem en samt líka. Við munum til dæmis vinna með kór og Sinfóníusveit Norðurlands á Akureyri, poppsöngvurum og organistum. Það verða engir þeir sömu og ég hef verið að vinna með áður.“ Myndin er unnin fyrir Universal sem gefur tónlist Ólafs út um allan heim. Stefnt er á að myndin verði tilbúin í október en áhugasamir geta fylgst með gangi mála á Facebook-síðu Ólafs sem og á sérstakri heimasíðu verkefnisins Islandsongs.is. Birt verða þar myndbönd en einnig verða beinar útsendingar frá upptökum sendar í gegnum Facebook síðuna. Stefnt er á að tónlistarmyndin verði frumsýnd í völdum kvikmyndahúsum víðs vegar um heim samtímis. Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem þeir félagar Baddi Z og Ólafur Arnalds vinna saman. Ólafur hefur hingað til séð um tónlist við kvikmyndir Badda, bæði Vonarstræti og fyrstu mynd leikstjórans Óróa.
Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Ólafur Arnalds og Arnór Dan með einstaka útgáfu af laginu Say My Name Tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Arnór Dan hafa gefið frá sér ábreiðu af laginu Say My Name sem sveitin Destiny's Child gerði heimsfrægt árið 1999. 17. maí 2016 12:30 Ólafur Arnalds um einelti í æsku: „Ég man stundir þar sem ég þorði ekki út í frímínútur“ Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla á Facebook-síðu sinni í gær. 6. maí 2016 13:14 Afhenti BUGL hljóðfæri: „Tónlist getur gert mikið fyrir geðræna sjúkdóma“ Ólafur Arnalds lét verðlaunafé íslensku bjartsýnisverðlaunanna renna til Barna- og unglingadeildar Landspítalans. 13. mars 2016 17:13 Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira
Ólafur Arnalds og Arnór Dan með einstaka útgáfu af laginu Say My Name Tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Arnór Dan hafa gefið frá sér ábreiðu af laginu Say My Name sem sveitin Destiny's Child gerði heimsfrægt árið 1999. 17. maí 2016 12:30
Ólafur Arnalds um einelti í æsku: „Ég man stundir þar sem ég þorði ekki út í frímínútur“ Ólafur Arnalds, tónlistarmaður, sagði frá einelti sem hann varð fyrir í grunnskóla á Facebook-síðu sinni í gær. 6. maí 2016 13:14
Afhenti BUGL hljóðfæri: „Tónlist getur gert mikið fyrir geðræna sjúkdóma“ Ólafur Arnalds lét verðlaunafé íslensku bjartsýnisverðlaunanna renna til Barna- og unglingadeildar Landspítalans. 13. mars 2016 17:13