Bretar kjósa að yfirgefa ESB Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 24. júní 2016 06:30 Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. vísir/bjarni einarsson Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. Rúmlega þrjátíu milljónir manna tóku þátt í kosningunni, eða um 72 prósent kosningabærra manna og er það mesta kosningaþátttaka í landinu frá árinu 1992. Rúmlega sextán milljónir vildu vera áfram í sambandinu en rúmlega sautján milljónir vilja fara. Það er því ljóst að þjóðin er algjörlega klofin í málinu en þeir sem vilja fara fengu á endanum 51,9 prósent atkvæða. Afstaðan til ESB er afar mismunandi á milli landssvæða. Stuðningurinn við sambandið var mestur í stórborginni London og á Norður Írlandi á meðan restin af landinu, þar á meðal Wales, vildi fara. Þá studdu Skotar eindregið að vera áfram í sambandinu og því ljóst að sjálfstæðissinnar þar í landi munu eflast í baráttu sinni. David Cameron forsætisráðherra Breta mun halda ávarp nú á hverri stundu en staða hans innan íhaldsflokksins er orðin afar veik þar sem hann barðist fyrir áframhaldandi veru í sambandinu. Einn helsti andstæðingur hans í málinu, íhaldsmaðurinn Boris Johnson, er af mörgum talinn verða næsti formaður flokksins. Sama má segja um Jeremy Corbyn, leiðtoga verkamannaflokksins. Flokkur hans barðist fyrir áframhaldandi veru en hann sjálfur hefur verið sakaður um að vilja í raun yfirgefa sambandið. Það voru ekki síst kjördæmi þar sem Verkamannaflokkurinn er öflugur, sem réðu úrslitum um það hvernig fór.Úrslitin eru einnig gríðarlegur sigur fyrir Nigel Farage, leiðtoga Breska Sjálfstæðisflokksins, eða UKIP, sem hefur haft úrsögn úr ESB sem sitt aðal baráttumál í rúm tuttugu ár. Hann sagði í morgun að sigurinn væri sigur venjulega mannsins í Bretlandi og að 23. júní verði hér eftir einskonar þjóðhátíðardagur Breta. Breska pundið hefur fallið skart í nótt eftir að úrslitin fóru að verða ljós og hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadollar síðan árið 1985. Bretar munu þó ekki hverfa úr Evrópusambandinu strax heldur fer nú heldur flókið ferli í gang, sem tekur tvö ár frá þeirri stundu sem þeir segja sig formlega úr sambandinu. Það gerist þó ekki strax þannig að full áhrif kosninganna koma ekki strax fram.Beina útsendingu Sky News má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. Rúmlega þrjátíu milljónir manna tóku þátt í kosningunni, eða um 72 prósent kosningabærra manna og er það mesta kosningaþátttaka í landinu frá árinu 1992. Rúmlega sextán milljónir vildu vera áfram í sambandinu en rúmlega sautján milljónir vilja fara. Það er því ljóst að þjóðin er algjörlega klofin í málinu en þeir sem vilja fara fengu á endanum 51,9 prósent atkvæða. Afstaðan til ESB er afar mismunandi á milli landssvæða. Stuðningurinn við sambandið var mestur í stórborginni London og á Norður Írlandi á meðan restin af landinu, þar á meðal Wales, vildi fara. Þá studdu Skotar eindregið að vera áfram í sambandinu og því ljóst að sjálfstæðissinnar þar í landi munu eflast í baráttu sinni. David Cameron forsætisráðherra Breta mun halda ávarp nú á hverri stundu en staða hans innan íhaldsflokksins er orðin afar veik þar sem hann barðist fyrir áframhaldandi veru í sambandinu. Einn helsti andstæðingur hans í málinu, íhaldsmaðurinn Boris Johnson, er af mörgum talinn verða næsti formaður flokksins. Sama má segja um Jeremy Corbyn, leiðtoga verkamannaflokksins. Flokkur hans barðist fyrir áframhaldandi veru en hann sjálfur hefur verið sakaður um að vilja í raun yfirgefa sambandið. Það voru ekki síst kjördæmi þar sem Verkamannaflokkurinn er öflugur, sem réðu úrslitum um það hvernig fór.Úrslitin eru einnig gríðarlegur sigur fyrir Nigel Farage, leiðtoga Breska Sjálfstæðisflokksins, eða UKIP, sem hefur haft úrsögn úr ESB sem sitt aðal baráttumál í rúm tuttugu ár. Hann sagði í morgun að sigurinn væri sigur venjulega mannsins í Bretlandi og að 23. júní verði hér eftir einskonar þjóðhátíðardagur Breta. Breska pundið hefur fallið skart í nótt eftir að úrslitin fóru að verða ljós og hefur ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadollar síðan árið 1985. Bretar munu þó ekki hverfa úr Evrópusambandinu strax heldur fer nú heldur flókið ferli í gang, sem tekur tvö ár frá þeirri stundu sem þeir segja sig formlega úr sambandinu. Það gerist þó ekki strax þannig að full áhrif kosninganna koma ekki strax fram.Beina útsendingu Sky News má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Brexit: Mikil spenna þegar talið er upp úr kjörkössum Bretar kusu í dag um hvort Bretar eigi að vera áfram aðilar að Evrópusambandinu. 23. júní 2016 21:11
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15