Farsæl fjölmenning í boði Ljósvetningagoða Jakob Frímann Magnússon skrifar 22. júní 2016 07:00 Sá sem þessar línur ritar fagnar fjölmenningu og vaxandi fjölbreytileika hér á landi sem auðgar íslenskt mannlíf. Síst megum við þó víkja okkur undan umræðunni um grunngildi og leikreglur íslensks samfélags, þegar hratt fjölgar gistivinum og nýjum ríkisborgurum úr öðrum menningarkimum heimsins.Takið af ykkur skóna! Furðufréttir af nýlegu neyðarútkalli lögreglunnar að félagsheimilinu Ými við Öskjuhlíð hafa vakið athygli. Þessi fyrrum griðastaður tónlistargyðjunnar, sem Karlakór Reykjavíkur reisti á sínum tíma, hýsir nú Félag múslima á Íslandi. Svo harkalegar deilur spruttu þar upp milli tveggja hópa múslima í Reykjavík að embættismenn Sýslumannsins í Reykjavík og lögreglumenn frá embætti lögreglustjórans í Reykjavík urðu að skerast í leikinn. Ekki voru hinir íslensku lögreglumenn fyrr komnir á staðinn en þeim var gert að fara úr skónum að sið múslima, áður en þeir stigu fæti í gamla karlakórsheimilið. Tiplandi á sokkaleistunum reyndu þeir að stilla til friðar með þessum skapheitu fylgismönnum Múhameðs spámanns en allt kom fyrir ekki. Skyndilega barst leikurinn út á Ýmislóðina þar sem æsingamenn flugust á með stórhættulegum steypujárnsvopnum. Lögreglumennirnir þustu því út á sokkaleistunum til að stöðva bardagann og var mikil mildi að enginn fór sér að voða. Átök af þessum toga hafa vart þekkst á Íslandi síðan á söguöld – nema ef vera skyldi meðal liðsmanna undirheima.Andlegt ofbeldi – fyrr og nú Uppákoma þessi og aðrar róstur ósáttra fylkinga leiða hugann að blóði drifinni slóð átaka í aldanna rás, þar sem tekist var á um mismunandi hugmyndakerfi mannskepnunnar, ekki síst margbreytileika hugmyndarinnar um Guð og eðli hans. „Ég vil fara minn veg, þú vilt fara þinn veg,“ söng Einar okkar áttavillti á síðustu öld, hinni sömu og sló öll fyrri met í mannfórnum á altari trúarbragða, pólitískra isma og kreddusmíða. Viðhorfið til alræðis kommúnismans og óheftrar frjálshyggju nýkapítalismans markaði víglínur stjórnmálanna lungann úr síðustu öld, jafnt á Íslandi sem annars staðar. Kristnir menn hafa ekki verið barnanna bestir í tímans rás, með endalausa karpi sínu um merkingu einstakra þátta Biblíunnar, að ekki sé minnst á andlegt ofbeldi gagnvart tilteknum hópum, s.s. konum og samkynhneigðum. Andlegt ofbeldi hefur svo aftur á síðari árum einkum birst okkur í vaxandi kröfu tiltekinna hópa um rétttrúnað gagnvart sinni sérvisku, kröfunni um skilyrðislaust og óbilandi „Political Correctness“ sem jafnan heftir skoðanafrelsi og vill fjötra frelsið til að gantast með tilteknar hugmyndir, trúarsetningar eða sjónarmið. Umfjöllun, sem gengur í berhögg við ríkjandi rétttrúnað um „viðkvæm“ málefni á borð við landamæri og kynjakvóta, getur orðið álitsgjöfum dýrkeypt, en djarfhuga uppistöndurum ábatasamt skemmtiefni.Leysir Alnetið Almættið af hólmi? Með aukinni menntun þjóðanna hefur þröskuldurinn milli þekkingar og trúar færst verulega til, ekki síst eftir opnun ómældra fróðleiksbrunna Netsins sem líkja má við allsherjar alfræðiorðabók. Alnetið hefur þannig sumpart tekið við hlutverki Almættisins varðandi svör við stórum spurningum og smærri. Meðal sumra þjóða í fjötrum ofríkis hentar slík upplýsingaveita reyndar lítt ráðandi valdhöfum og aðgengi að henni er því verulega skert.When in Rome?… Við Íslendingar státum af ýmsum þáttum sem þykja ekki sjálfsagðir meðal allra þjóða. Gestrisni er til dæmis eiginleiki sem við getum verið stolt af og eigum hvergi að slá af, frekar en umhyggju fyrir minna megandi systrum okkar og bræðrum í sambræðingi ólíkra menningarheima. Verum áfram gestrisin og hjartahlý en leyfum okkur að halda á lofti þeim viðmiðum sem við höfum komið okkur saman um hér í hánorðrinu og eru kjölfesta íslenskrar þjóðmenningar. Setjum skýr viðmið í umgengni okkar við nýja gesti og nýja þegna frá mismunandi löndum og menningarkimum. Þegar við dveljumst á Íslandi, lögum við okkur að íslenskum gildum, siðum og leikreglum.Þorgeir Ljósvetningagoði var með ´etta! Þegar vikið er að trúarhita og óbilandi sannfæringu um tilvist og vilja æðri máttarvalda, er hollast að taka vægt til orða en einkum þó til vopna. Að líkindum færði Þorgeir Ljósvetningagoði okkur farsælustu leiðina að friðsömu fjölmenningarsamfélagi nútímans: Að blóta á laun!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Sá sem þessar línur ritar fagnar fjölmenningu og vaxandi fjölbreytileika hér á landi sem auðgar íslenskt mannlíf. Síst megum við þó víkja okkur undan umræðunni um grunngildi og leikreglur íslensks samfélags, þegar hratt fjölgar gistivinum og nýjum ríkisborgurum úr öðrum menningarkimum heimsins.Takið af ykkur skóna! Furðufréttir af nýlegu neyðarútkalli lögreglunnar að félagsheimilinu Ými við Öskjuhlíð hafa vakið athygli. Þessi fyrrum griðastaður tónlistargyðjunnar, sem Karlakór Reykjavíkur reisti á sínum tíma, hýsir nú Félag múslima á Íslandi. Svo harkalegar deilur spruttu þar upp milli tveggja hópa múslima í Reykjavík að embættismenn Sýslumannsins í Reykjavík og lögreglumenn frá embætti lögreglustjórans í Reykjavík urðu að skerast í leikinn. Ekki voru hinir íslensku lögreglumenn fyrr komnir á staðinn en þeim var gert að fara úr skónum að sið múslima, áður en þeir stigu fæti í gamla karlakórsheimilið. Tiplandi á sokkaleistunum reyndu þeir að stilla til friðar með þessum skapheitu fylgismönnum Múhameðs spámanns en allt kom fyrir ekki. Skyndilega barst leikurinn út á Ýmislóðina þar sem æsingamenn flugust á með stórhættulegum steypujárnsvopnum. Lögreglumennirnir þustu því út á sokkaleistunum til að stöðva bardagann og var mikil mildi að enginn fór sér að voða. Átök af þessum toga hafa vart þekkst á Íslandi síðan á söguöld – nema ef vera skyldi meðal liðsmanna undirheima.Andlegt ofbeldi – fyrr og nú Uppákoma þessi og aðrar róstur ósáttra fylkinga leiða hugann að blóði drifinni slóð átaka í aldanna rás, þar sem tekist var á um mismunandi hugmyndakerfi mannskepnunnar, ekki síst margbreytileika hugmyndarinnar um Guð og eðli hans. „Ég vil fara minn veg, þú vilt fara þinn veg,“ söng Einar okkar áttavillti á síðustu öld, hinni sömu og sló öll fyrri met í mannfórnum á altari trúarbragða, pólitískra isma og kreddusmíða. Viðhorfið til alræðis kommúnismans og óheftrar frjálshyggju nýkapítalismans markaði víglínur stjórnmálanna lungann úr síðustu öld, jafnt á Íslandi sem annars staðar. Kristnir menn hafa ekki verið barnanna bestir í tímans rás, með endalausa karpi sínu um merkingu einstakra þátta Biblíunnar, að ekki sé minnst á andlegt ofbeldi gagnvart tilteknum hópum, s.s. konum og samkynhneigðum. Andlegt ofbeldi hefur svo aftur á síðari árum einkum birst okkur í vaxandi kröfu tiltekinna hópa um rétttrúnað gagnvart sinni sérvisku, kröfunni um skilyrðislaust og óbilandi „Political Correctness“ sem jafnan heftir skoðanafrelsi og vill fjötra frelsið til að gantast með tilteknar hugmyndir, trúarsetningar eða sjónarmið. Umfjöllun, sem gengur í berhögg við ríkjandi rétttrúnað um „viðkvæm“ málefni á borð við landamæri og kynjakvóta, getur orðið álitsgjöfum dýrkeypt, en djarfhuga uppistöndurum ábatasamt skemmtiefni.Leysir Alnetið Almættið af hólmi? Með aukinni menntun þjóðanna hefur þröskuldurinn milli þekkingar og trúar færst verulega til, ekki síst eftir opnun ómældra fróðleiksbrunna Netsins sem líkja má við allsherjar alfræðiorðabók. Alnetið hefur þannig sumpart tekið við hlutverki Almættisins varðandi svör við stórum spurningum og smærri. Meðal sumra þjóða í fjötrum ofríkis hentar slík upplýsingaveita reyndar lítt ráðandi valdhöfum og aðgengi að henni er því verulega skert.When in Rome?… Við Íslendingar státum af ýmsum þáttum sem þykja ekki sjálfsagðir meðal allra þjóða. Gestrisni er til dæmis eiginleiki sem við getum verið stolt af og eigum hvergi að slá af, frekar en umhyggju fyrir minna megandi systrum okkar og bræðrum í sambræðingi ólíkra menningarheima. Verum áfram gestrisin og hjartahlý en leyfum okkur að halda á lofti þeim viðmiðum sem við höfum komið okkur saman um hér í hánorðrinu og eru kjölfesta íslenskrar þjóðmenningar. Setjum skýr viðmið í umgengni okkar við nýja gesti og nýja þegna frá mismunandi löndum og menningarkimum. Þegar við dveljumst á Íslandi, lögum við okkur að íslenskum gildum, siðum og leikreglum.Þorgeir Ljósvetningagoði var með ´etta! Þegar vikið er að trúarhita og óbilandi sannfæringu um tilvist og vilja æðri máttarvalda, er hollast að taka vægt til orða en einkum þó til vopna. Að líkindum færði Þorgeir Ljósvetningagoði okkur farsælustu leiðina að friðsömu fjölmenningarsamfélagi nútímans: Að blóta á laun!Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun