Í fúlustu alvöru! Þóranna Jónsdóttir skrifar 21. júní 2016 11:44 Ég skrifaði um daginn greinarkorn sem birtist hér á Vísi og bar yfirskriftina „Gefið okkur val“. Tilgangurinn var að biðla til sitjandi forseta um að draga sig í hlé svo fulltrúar næstu kynslóðar í forsetaframboði, þau Andri, Halla og Guðni, gætu tekið samtalið um framtíðarsýn og áherslur. Umræðan gæti þá hætt að snúast um taktíska kosningu og hver ætti möguleika á að fella sitjandi forseta. Ég átti ekki von á að ósk mín myndi rætast jafn fljót og raun bar vitni. Viti menn, örfáum dögum síðar varð ég bænheyrð þegar Ólafur Ragnar dró framboð sitt til baka! Mér varð þó ekki alfarið að ósk minni. Ófyrirséð útskipti áttu sér stað, inn á völlinn steig fóstbróðir Ólafs, engu minni fulltrúi gamals tíma en sá fyrri. Ótti greip um sig og taktískar kosningar voru enn mál málanna. Hver væri nógu sterkur gegn hinum máttuga Davíð? Óskin um málefnalegt samtal varð ekki að veruleika, því er nú verr og miður. Málefnalegt samtal hefði dregið skýrari útlínur þessara þriggja frambjóðenda, gefið kjósendum skarpari mynd af því hvað hvert og eitt þeirra stæði fyrir og hvers þau væru megnug. Samtalið hefði gefið kjósendum betri upplýsingar um hvert þeirra væri í raun og veru hæfast til að gegna embættinu til næstu ára, hver hefði reynsluna, framtíðasýnina, kjarkinn og duginn til að takast á við verkefnið. Í staðin höfum við setið uppi með einhverskonar ómarkvisst suð; um Icesave, um þorskastríðið (halló!), samsæriskenningar og flokkadrætti. Jú, og svo höfum við verið upplýst um gæludýr og systkinaröð frambjóðenda. Ég sakna málefnalegrar umræðu. Samtalið milli Höllu, Andra og Guðna hefur ekki átt sér stað og því eru kjósendur verr upplýstir en þær gætu verið. Yppa öxlum og ætla kannski að kjósa þann sem er efstur í skoðanakönnunum, því það hlýtur bara að vera skásti kosturinn, eða hvað? Sem betur fer er þó nokkuð af fólki á Íslandi sem kann að bjarga sér sjálft. Þetta fólk hefur sótt sér upplýsingar, skoðað vefsíður frambjóðenda, kynnt sér það sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur, leitað uppi þau fáu viðtöl og samtöl sem fjölmiðlar hafa birt, hlustað, hugsað málið og komist að niðurstöðu um hver hafi mest til brunns að bera í þetta embætti. Fleiri og fleiri hafa áttað sig á því að Halla hefur vinninginn yfir þá Andra og Guðna hvað varðar fjölbreytta reynslu, alþjóðlegt samstarf, frumkvæði, framtíðarsýn, framsögu og áræðni. Það er ekki ástæða til að óttast, fylgið við Davíð og fortíðina situr fast í innan við 20%. Um 80% landsmanna ætla að kjósa aðra kosti, það er nóg til skiptanna. Fylgi Höllu er á fljúgandi ferð. Ef fólk leggur sig fram um að skoða, hlusta og nota hyggjuvitið til að taka ákvörðun eigum við möguleika á að eignast frammúrskarandi forseta. Forseta sem mun hlusta á fólkið í landinu, vera okkur til sóma innan lands sem utan, hvetja og horfa til framtíðar. Skynsemin segir mér að velja Höllu, innsæið segir að það sé rétt val. Í fúlustu alvöru, reiknum dæmið til enda! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Ég skrifaði um daginn greinarkorn sem birtist hér á Vísi og bar yfirskriftina „Gefið okkur val“. Tilgangurinn var að biðla til sitjandi forseta um að draga sig í hlé svo fulltrúar næstu kynslóðar í forsetaframboði, þau Andri, Halla og Guðni, gætu tekið samtalið um framtíðarsýn og áherslur. Umræðan gæti þá hætt að snúast um taktíska kosningu og hver ætti möguleika á að fella sitjandi forseta. Ég átti ekki von á að ósk mín myndi rætast jafn fljót og raun bar vitni. Viti menn, örfáum dögum síðar varð ég bænheyrð þegar Ólafur Ragnar dró framboð sitt til baka! Mér varð þó ekki alfarið að ósk minni. Ófyrirséð útskipti áttu sér stað, inn á völlinn steig fóstbróðir Ólafs, engu minni fulltrúi gamals tíma en sá fyrri. Ótti greip um sig og taktískar kosningar voru enn mál málanna. Hver væri nógu sterkur gegn hinum máttuga Davíð? Óskin um málefnalegt samtal varð ekki að veruleika, því er nú verr og miður. Málefnalegt samtal hefði dregið skýrari útlínur þessara þriggja frambjóðenda, gefið kjósendum skarpari mynd af því hvað hvert og eitt þeirra stæði fyrir og hvers þau væru megnug. Samtalið hefði gefið kjósendum betri upplýsingar um hvert þeirra væri í raun og veru hæfast til að gegna embættinu til næstu ára, hver hefði reynsluna, framtíðasýnina, kjarkinn og duginn til að takast á við verkefnið. Í staðin höfum við setið uppi með einhverskonar ómarkvisst suð; um Icesave, um þorskastríðið (halló!), samsæriskenningar og flokkadrætti. Jú, og svo höfum við verið upplýst um gæludýr og systkinaröð frambjóðenda. Ég sakna málefnalegrar umræðu. Samtalið milli Höllu, Andra og Guðna hefur ekki átt sér stað og því eru kjósendur verr upplýstir en þær gætu verið. Yppa öxlum og ætla kannski að kjósa þann sem er efstur í skoðanakönnunum, því það hlýtur bara að vera skásti kosturinn, eða hvað? Sem betur fer er þó nokkuð af fólki á Íslandi sem kann að bjarga sér sjálft. Þetta fólk hefur sótt sér upplýsingar, skoðað vefsíður frambjóðenda, kynnt sér það sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur, leitað uppi þau fáu viðtöl og samtöl sem fjölmiðlar hafa birt, hlustað, hugsað málið og komist að niðurstöðu um hver hafi mest til brunns að bera í þetta embætti. Fleiri og fleiri hafa áttað sig á því að Halla hefur vinninginn yfir þá Andra og Guðna hvað varðar fjölbreytta reynslu, alþjóðlegt samstarf, frumkvæði, framtíðarsýn, framsögu og áræðni. Það er ekki ástæða til að óttast, fylgið við Davíð og fortíðina situr fast í innan við 20%. Um 80% landsmanna ætla að kjósa aðra kosti, það er nóg til skiptanna. Fylgi Höllu er á fljúgandi ferð. Ef fólk leggur sig fram um að skoða, hlusta og nota hyggjuvitið til að taka ákvörðun eigum við möguleika á að eignast frammúrskarandi forseta. Forseta sem mun hlusta á fólkið í landinu, vera okkur til sóma innan lands sem utan, hvetja og horfa til framtíðar. Skynsemin segir mér að velja Höllu, innsæið segir að það sé rétt val. Í fúlustu alvöru, reiknum dæmið til enda!
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar