Mannréttindi megi ekki víkja í baráttunni gegn hryðjuverkum Una Sighvatsdóttir skrifar 20. júní 2016 20:00 Michael Georg Link er framkvæmdastjóri ODIHR, Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Þrjár mannskæðar hryðjuverkaárásir hafa verið framdar í Evrópu á rúmu ári og samhliða því fer óttinn við frekari hryðjuverk vaxandi. Engu að síður eru varhugaverð viðbrögð að auka um of eftirlit með ferðum og samskiptum almennra borgara, að mati framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, sem staddur er hér á landi. Hann segir ÖSE vinna út frá þeirri forsendu að varanlegt öryggi í Evrópu verði aldrei tryggt nema með fullri virðingu fyrir mannréttindum. „Opin samfélög kosta líka það að þú getur ekki stjórnað öllu," sagði Link í samtali við fréttastofu að loknu erindi sem hann flutti í Norræna húsinu í dag á vegum utanríkisráðuneytisins og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Link benti á að hryðjuverk séu ekki ný af nálinni í Evrópu en eðli þeirra hafi breyst.Múslimar ekki allir ábyrgir fyrir öfgamönnum „Það sem við sjáum núna eru fyrirbæri eins og Íslamska ríkið, þaðan sem erlendir hermdarverkamenn koma, oft eftir að hafa snúið til trúarinnar, og reyna að smjúka inn í okkar samfélög og gera óvæntar árásir. Hryðjuverk í sjálfu sér eru ekki nýtilkomin, en þetta form þeirra er nýtt," sagði Link. Um leið ítrekaði hann mikilvægi þess að draga ekki múslima alla til ábyrgðar fyrir gjörðum einstaklinga. „Við verðum að taka höndum saman með samfélagi múslima til að berjast gegn þessum hryðjuverkamönnum, í stað þess að einangra múslíma og segja að þeir séu vandamálið. Þeir geta verið hluti af lausninni, en við verðum að vinna með þeim, ekki á móti þeim."Íslendingar öflug stuðningsþjóð ÖSE Öryggi felst að sögn Link ekki aðeins í því að fangelsa hryðjuverkamenn, heldur ekki síður í því að auka meðvitund aðildarríkja ÖSE um að virða mannréttindi og berjast gegn fordómum og hatursorðræðu sem geti af sér ofbeldisverk. Meðal annars í því skyni kom hann hingað til lands, til að ræða bæði við þingmenn og almenning. „Íslendingar eru miklir stuðningsmenn grundvallarmannréttinda og ég vona að sjálfsögðu innilega að þeir verði það áfram. Þegar við stöndum andspænis hryðjuverkaógn er mikilvægt að gefa ekki eftir okkar lífshætti, heldur er verja þá af öllum mætti og verja mannréttindastöðu okkar, sem við getum verið stolt af." Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Þrjár mannskæðar hryðjuverkaárásir hafa verið framdar í Evrópu á rúmu ári og samhliða því fer óttinn við frekari hryðjuverk vaxandi. Engu að síður eru varhugaverð viðbrögð að auka um of eftirlit með ferðum og samskiptum almennra borgara, að mati framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, sem staddur er hér á landi. Hann segir ÖSE vinna út frá þeirri forsendu að varanlegt öryggi í Evrópu verði aldrei tryggt nema með fullri virðingu fyrir mannréttindum. „Opin samfélög kosta líka það að þú getur ekki stjórnað öllu," sagði Link í samtali við fréttastofu að loknu erindi sem hann flutti í Norræna húsinu í dag á vegum utanríkisráðuneytisins og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Link benti á að hryðjuverk séu ekki ný af nálinni í Evrópu en eðli þeirra hafi breyst.Múslimar ekki allir ábyrgir fyrir öfgamönnum „Það sem við sjáum núna eru fyrirbæri eins og Íslamska ríkið, þaðan sem erlendir hermdarverkamenn koma, oft eftir að hafa snúið til trúarinnar, og reyna að smjúka inn í okkar samfélög og gera óvæntar árásir. Hryðjuverk í sjálfu sér eru ekki nýtilkomin, en þetta form þeirra er nýtt," sagði Link. Um leið ítrekaði hann mikilvægi þess að draga ekki múslima alla til ábyrgðar fyrir gjörðum einstaklinga. „Við verðum að taka höndum saman með samfélagi múslima til að berjast gegn þessum hryðjuverkamönnum, í stað þess að einangra múslíma og segja að þeir séu vandamálið. Þeir geta verið hluti af lausninni, en við verðum að vinna með þeim, ekki á móti þeim."Íslendingar öflug stuðningsþjóð ÖSE Öryggi felst að sögn Link ekki aðeins í því að fangelsa hryðjuverkamenn, heldur ekki síður í því að auka meðvitund aðildarríkja ÖSE um að virða mannréttindi og berjast gegn fordómum og hatursorðræðu sem geti af sér ofbeldisverk. Meðal annars í því skyni kom hann hingað til lands, til að ræða bæði við þingmenn og almenning. „Íslendingar eru miklir stuðningsmenn grundvallarmannréttinda og ég vona að sjálfsögðu innilega að þeir verði það áfram. Þegar við stöndum andspænis hryðjuverkaógn er mikilvægt að gefa ekki eftir okkar lífshætti, heldur er verja þá af öllum mætti og verja mannréttindastöðu okkar, sem við getum verið stolt af."
Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira