Ekki bara einn Bale sem er á fleygiferð á EM | Dóttirin bræddi mörg hjörtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2016 14:00 Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale. Vísir/Getty Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale áttu fallega stund fyrir framan syngjandi stuðningsmenn wales eftir sigur velska liðsins í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Gareth Bale var að hitta Ölbu Bale og restina af fjölskyldu sinni í fyrsta sinn í þrjár vikur en velska liðið mátti ekki láta fjölskyldumeðlimi trufla sig á fyrstu ferð liðsins á Evrópumóti. Velska liðið hefur eins og Íslands komist alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta EM. Gareth Bale hefur spilað mjög vel og er einn af markahæstu mönnum Evrópumótsins með þrjú mörk. Walesonline segir frá kringumstæðunum á bak við það að Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale skemmtu sér svona vel saman á Parc des Princes leikvanginum í París. Hinn þriggja ára Alba Bale bræddi hjörtu margra þegar hún hljóp í kringum pabba sinn á grasinu og svo í átt til allra þeirra fjölmörgu velsku stuðningsmanna sem voru ekkert farnir úr stúkunni enda enn að fagna sigri. „Þetta var æðisleg stund. Ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í þrjár vikur og það var því tilfinningaþrungið þegar hún hljóp inn á völlinn," sagði Gareth Bale. „Ég mun aldrei gleyma þessari stund að fá að fagna svo stórum sigri með fjölskyldu minni. Ég á myndirnar og myndböndin af henni að hlaupa um og mun örugglega skoða þær oft í framtíðinni," sagði Bale. „Hún er reyndar fljótari en ég þegar ég var á hennar aldri," grínaðist Gareth Bale með. Það er hægt að sjá myndir af feðginum saman hér fyrir neðan og þá býður Walesonline upp á myndband í frétt sinni hér.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira
Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale áttu fallega stund fyrir framan syngjandi stuðningsmenn wales eftir sigur velska liðsins í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi. Gareth Bale var að hitta Ölbu Bale og restina af fjölskyldu sinni í fyrsta sinn í þrjár vikur en velska liðið mátti ekki láta fjölskyldumeðlimi trufla sig á fyrstu ferð liðsins á Evrópumóti. Velska liðið hefur eins og Íslands komist alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta EM. Gareth Bale hefur spilað mjög vel og er einn af markahæstu mönnum Evrópumótsins með þrjú mörk. Walesonline segir frá kringumstæðunum á bak við það að Gareth Bale og dóttir hans Alba Bale skemmtu sér svona vel saman á Parc des Princes leikvanginum í París. Hinn þriggja ára Alba Bale bræddi hjörtu margra þegar hún hljóp í kringum pabba sinn á grasinu og svo í átt til allra þeirra fjölmörgu velsku stuðningsmanna sem voru ekkert farnir úr stúkunni enda enn að fagna sigri. „Þetta var æðisleg stund. Ég hafði ekki séð fjölskyldu mína í þrjár vikur og það var því tilfinningaþrungið þegar hún hljóp inn á völlinn," sagði Gareth Bale. „Ég mun aldrei gleyma þessari stund að fá að fagna svo stórum sigri með fjölskyldu minni. Ég á myndirnar og myndböndin af henni að hlaupa um og mun örugglega skoða þær oft í framtíðinni," sagði Bale. „Hún er reyndar fljótari en ég þegar ég var á hennar aldri," grínaðist Gareth Bale með. Það er hægt að sjá myndir af feðginum saman hér fyrir neðan og þá býður Walesonline upp á myndband í frétt sinni hér.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira