Rétt að halda öllum kostum opnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júlí 2016 13:13 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra ásamt Miroslav Lajcák, utanríkisráðherra Slóvakíu, sem fer með formennsku í ráðherraráði ESB um þessar mundir. Lajcák er einnig í framboði til embættis aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Mynd/UTN Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, var meðal umræðuefna á tvíhliða fundum sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti með starfsbræðrum sínum frá Bretlandi, Slóvakíu og Hollandi í Varsjá í dag, til hliðar við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda öllum kostum opnum. Á fundum með Bert Koenders, utanríkisráðherra Hollands, og Miroslav Lajčák, utanríkisráðherra Slóvakíu, var farið yfir stöðu mála en forsæti í Evrópusambandinu gekk nýlega á milli ríkjanna. Greindi utanríkisráðherra frá hagsmunum Íslands og þeim kostum sem til staðar eru. Einnig átti ráðherra fund með Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, og fór yfir sameiginlega hagsmuni ríkjanna í viðskiptalegu og pólitísku tilliti. Þá ræddu ráðherrarnir stöðu innanlandsmála í Bretlandi í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Þetta voru gagnlegir fundir og við ákváðum að viðhalda reglulegu samtali á næstu vikum. Hvað Ísland varðar eru einkum þrír kostir í stöðunni. Að Ísland og Bretland geri með sér tvíhliða samning, að EFTA-ríkin semji sameiginlega við Breta eða að tillit sé tekið til allra EES-ríkjanna í útgöngusamningi Breta við ESB. Á þessu stigi er rétt að halda öllum kostum opnum og sýna áfram frumkvæði í samskiptum við Breta. Á sama tíma munum við veita þeim nauðsynlegt andrými til að vinna úr flókinni stöðu innanlands og gagnvart Evrópusambandinu, en halda vöku okkar varðandi hagsmuni Íslands. Bresk stjórnvöld eru að afla sér upplýsinga, meðal annars um EES samstarfið og gagnvart öðrum ríkjum. Við höfum greint stöðuna vandlega og ég er sannfærð um að vel spilist úr,” segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Lilja átti einnig tvíhliða fund með Nikola Poposki, utanríkisráðherra Makedóníu, þar sem rædd voru málefni Balkanskagans, aðildarumsókn Makedóníu að Atlantshafsbandalaginu og efnahagsmál. Í gær funduðu utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins með utanríkisráðherra Georgíu þar sem fjallað var um stöðu mála og umbætur í landinu, en Georgía er meðal umsóknarríkja að Atlantshafsbandalaginu. Einnig funduðu utanríkisráðherrar bandalagsríkja með utanríkisráðherrum helstu samstarfsríkja, þ.m.t. utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Finnlands, þar sem fjallað var um áskoranir úr suðri. Brexit Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, var meðal umræðuefna á tvíhliða fundum sem Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra átti með starfsbræðrum sínum frá Bretlandi, Slóvakíu og Hollandi í Varsjá í dag, til hliðar við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Utanríkisráðherra segir mikilvægt að halda öllum kostum opnum. Á fundum með Bert Koenders, utanríkisráðherra Hollands, og Miroslav Lajčák, utanríkisráðherra Slóvakíu, var farið yfir stöðu mála en forsæti í Evrópusambandinu gekk nýlega á milli ríkjanna. Greindi utanríkisráðherra frá hagsmunum Íslands og þeim kostum sem til staðar eru. Einnig átti ráðherra fund með Philip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, og fór yfir sameiginlega hagsmuni ríkjanna í viðskiptalegu og pólitísku tilliti. Þá ræddu ráðherrarnir stöðu innanlandsmála í Bretlandi í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar. „Þetta voru gagnlegir fundir og við ákváðum að viðhalda reglulegu samtali á næstu vikum. Hvað Ísland varðar eru einkum þrír kostir í stöðunni. Að Ísland og Bretland geri með sér tvíhliða samning, að EFTA-ríkin semji sameiginlega við Breta eða að tillit sé tekið til allra EES-ríkjanna í útgöngusamningi Breta við ESB. Á þessu stigi er rétt að halda öllum kostum opnum og sýna áfram frumkvæði í samskiptum við Breta. Á sama tíma munum við veita þeim nauðsynlegt andrými til að vinna úr flókinni stöðu innanlands og gagnvart Evrópusambandinu, en halda vöku okkar varðandi hagsmuni Íslands. Bresk stjórnvöld eru að afla sér upplýsinga, meðal annars um EES samstarfið og gagnvart öðrum ríkjum. Við höfum greint stöðuna vandlega og ég er sannfærð um að vel spilist úr,” segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Lilja átti einnig tvíhliða fund með Nikola Poposki, utanríkisráðherra Makedóníu, þar sem rædd voru málefni Balkanskagans, aðildarumsókn Makedóníu að Atlantshafsbandalaginu og efnahagsmál. Í gær funduðu utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins með utanríkisráðherra Georgíu þar sem fjallað var um stöðu mála og umbætur í landinu, en Georgía er meðal umsóknarríkja að Atlantshafsbandalaginu. Einnig funduðu utanríkisráðherrar bandalagsríkja með utanríkisráðherrum helstu samstarfsríkja, þ.m.t. utanríkisráðherrum Svíþjóðar og Finnlands, þar sem fjallað var um áskoranir úr suðri.
Brexit Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira