Sumarpest fyllir Læknavaktina Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. júlí 2016 18:30 Óvenju annasamt hefur verið á Læknavaktinni í Kópavogi síðustu daga miðað við árstíma. Fleiri lækna hefur þurft á vakt og sjúklingarnir hafa verið hátt í tvöfalt fleiri en venja er. Sumartíminn er oftast rólegri á Læknavaktinni en vetrartíminn. Jafnan er minnst að gera frá lokum júní og fram í ágúst. Það sem af er þessum mánuði hafa hins vegar heimsóknir sjúklinga á Læknavaktina verið margar. „Í þessari viku hafa verið um og yfir 200 á dag,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson framkvæmdastjóri lækninga á Læknavaktinni. Hann segir þetta sérstaklega merkilegt þar sem veðrið hafi verið einstaklega gott en yfirleitt sé meira að gera þegar það rignir. „Þetta er mjög óvenjulegt miðað við byrjun júlí,“ segir Gunnlaugur. Yfirleitt á þessum árstíma hafi heimsóknirnar ekki verið nema 120 á dag. Gunnlaugur segir að jafnan á þessum tíma hafi verið nóg að hafa tvo eða þrjá lækna á vakt. Núna hafi þurft fjóra sem staðið hafi vaktina fram undir miðnætti. Hann segir ástæðuna pest sem sé að ganga. „Það er að ganga leiðindarkvefpest og hún er svolítið langvinn. Fólk er jafnvel með slappleika, hósta, hitavellu í eina, tvær, þrjár vikur og verður þreytt og leitt á þeim einkennum og kemur,“ segir Gunnlaugur og að frekar sjaldgæft sé að svona sumarpestir séu í gangi. Gunnlaugur segir það hafa færst í vöxt á síðustu árum að erlendir ferðamenn leiti á Læknavaktina en það skýri þó ekki aukninguna núna. „Við finnum fyrir verulegri aukningu koma bara eins og fjölgun ferðamanna á landinu hefur verið. Ég gæti trúað að ef maður horfir svona fimm ár aftur í tímann þá sé svona fimmföldun á fjölda þeirra sem að koma til okkar,“ segir Gunnlaugur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Óvenju annasamt hefur verið á Læknavaktinni í Kópavogi síðustu daga miðað við árstíma. Fleiri lækna hefur þurft á vakt og sjúklingarnir hafa verið hátt í tvöfalt fleiri en venja er. Sumartíminn er oftast rólegri á Læknavaktinni en vetrartíminn. Jafnan er minnst að gera frá lokum júní og fram í ágúst. Það sem af er þessum mánuði hafa hins vegar heimsóknir sjúklinga á Læknavaktina verið margar. „Í þessari viku hafa verið um og yfir 200 á dag,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson framkvæmdastjóri lækninga á Læknavaktinni. Hann segir þetta sérstaklega merkilegt þar sem veðrið hafi verið einstaklega gott en yfirleitt sé meira að gera þegar það rignir. „Þetta er mjög óvenjulegt miðað við byrjun júlí,“ segir Gunnlaugur. Yfirleitt á þessum árstíma hafi heimsóknirnar ekki verið nema 120 á dag. Gunnlaugur segir að jafnan á þessum tíma hafi verið nóg að hafa tvo eða þrjá lækna á vakt. Núna hafi þurft fjóra sem staðið hafi vaktina fram undir miðnætti. Hann segir ástæðuna pest sem sé að ganga. „Það er að ganga leiðindarkvefpest og hún er svolítið langvinn. Fólk er jafnvel með slappleika, hósta, hitavellu í eina, tvær, þrjár vikur og verður þreytt og leitt á þeim einkennum og kemur,“ segir Gunnlaugur og að frekar sjaldgæft sé að svona sumarpestir séu í gangi. Gunnlaugur segir það hafa færst í vöxt á síðustu árum að erlendir ferðamenn leiti á Læknavaktina en það skýri þó ekki aukninguna núna. „Við finnum fyrir verulegri aukningu koma bara eins og fjölgun ferðamanna á landinu hefur verið. Ég gæti trúað að ef maður horfir svona fimm ár aftur í tímann þá sé svona fimmföldun á fjölda þeirra sem að koma til okkar,“ segir Gunnlaugur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira