Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2016 08:00 Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnesota í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn hafði verið stöðvaður þar sem hann var í bíl með kærustu sinni og fjögurra ára dóttur hennar. Hann er sagður hafa tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri með vopn sem hann væri með leyfi fyrir áður en hann var skotinn. Seinna meir má heyra að lögregluþjónninn blótar mikið og virðist hann í verulegu uppnámi. Hann biður konuna um að vera með hendurnar sýnilegar, en mótmælir myndatökunni ekki. Philando Castile var skotinn fjórum sinnum inn um glugga bílsins. Kærasta Castile fór í beina útsendingu á Facebook um leið og hann varð fyrir skotum, en myndbandið af atvikinu hefur vakið mikla reiði. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem að þeldökkur maður er skotinn til bana af lögreglu. Meðfylgjandi myndband CNN, þar sem búið er að skeita saman myndbönd af vattvangi, er ekki fyrir viðkvæma og gæti vakið óhug. Samkvæmt CBS Minnesota var Castile úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Kærastan Diamond Reynolds, segir í mynbandinu, að þau hafi verið stöðvðuð vegna þess að ljós á bílnum hafi ekki virkað. Lögregluþjónninn hafi beðið Castile um öku- og skráningarskírteini. Hún segir að á meðan hann hafi teygt sig eftir veski sínu hafi hann tilkynnt lögreglunni að hann væri vopnaður og hann hefði leyfi fyrir byssunni. Þá hafi han verið skotinn fjórum sinnum. Á einum tímapuntki öskrar lögregluþjónn að hann hefði sagt Castile að teygja sig ekki í vopnið og að sýna hendurnar. Reynolds sagði þá við hann að hann hefði skipað Castile að sækja skírteinið sitt. Í gær fór myndband af því þegar lögreglan í Baton Rouge skaut Alton Sterling til bana. Hundruð mótmæltu þar í nótt, aðra nóttina í röð. Myndband af atvikinu þykir sýna að lögreglan hafi ekki skotið manninn í sjálfsvörn því á myndbandinu sést hvernig annar lögreglumaðurinn heldur manninum niðri á meðan hinn skýtur hann nokkrum sinnum í brjóstkassann. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Þeldökkur maður var skotinn til bana af lögreglu í Falcon Heigts í Minnesota í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn hafði verið stöðvaður þar sem hann var í bíl með kærustu sinni og fjögurra ára dóttur hennar. Hann er sagður hafa tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri með vopn sem hann væri með leyfi fyrir áður en hann var skotinn. Seinna meir má heyra að lögregluþjónninn blótar mikið og virðist hann í verulegu uppnámi. Hann biður konuna um að vera með hendurnar sýnilegar, en mótmælir myndatökunni ekki. Philando Castile var skotinn fjórum sinnum inn um glugga bílsins. Kærasta Castile fór í beina útsendingu á Facebook um leið og hann varð fyrir skotum, en myndbandið af atvikinu hefur vakið mikla reiði. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem að þeldökkur maður er skotinn til bana af lögreglu. Meðfylgjandi myndband CNN, þar sem búið er að skeita saman myndbönd af vattvangi, er ekki fyrir viðkvæma og gæti vakið óhug. Samkvæmt CBS Minnesota var Castile úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Kærastan Diamond Reynolds, segir í mynbandinu, að þau hafi verið stöðvðuð vegna þess að ljós á bílnum hafi ekki virkað. Lögregluþjónninn hafi beðið Castile um öku- og skráningarskírteini. Hún segir að á meðan hann hafi teygt sig eftir veski sínu hafi hann tilkynnt lögreglunni að hann væri vopnaður og hann hefði leyfi fyrir byssunni. Þá hafi han verið skotinn fjórum sinnum. Á einum tímapuntki öskrar lögregluþjónn að hann hefði sagt Castile að teygja sig ekki í vopnið og að sýna hendurnar. Reynolds sagði þá við hann að hann hefði skipað Castile að sækja skírteinið sitt. Í gær fór myndband af því þegar lögreglan í Baton Rouge skaut Alton Sterling til bana. Hundruð mótmæltu þar í nótt, aðra nóttina í röð. Myndband af atvikinu þykir sýna að lögreglan hafi ekki skotið manninn í sjálfsvörn því á myndbandinu sést hvernig annar lögreglumaðurinn heldur manninum niðri á meðan hinn skýtur hann nokkrum sinnum í brjóstkassann.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira