ISIS-liðar herða tökin á kynlífsþrælum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2016 14:15 Vísir/EPA Talið er að um þrjú þúsund konur og börn sem tilheyra minnihlutahópi Jasída séu í haldi vígamanna Íslamska ríkisins og séu notaðar sem kynlífsþrælar. Þrælarnir eru seldir með smáforritum í snjallsímum. Inn á meðal auglýsinga um ketti og vopn má finna auglýsingar eins og: „Hrein mey. Falleg. 12 ára gömul... Verðið er komið upp í 12.500 dali og hún verður brátt seld.“ Helstu forritin sem vígamennirnir notast við eru Telegram, Facebook og WhatsApp. Samtökin gera einnig út gagnagrunn þar sem sjá má myndir af konunum og nöfn eigenda þeirra. Það var gert svo erfiðara væri fyrir þær að flýja.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Þrátt fyrir að ISIS-liðar séu á hælunum víða í Írak og Sýrlandi hafa þeir hert gripið á þrælum sínum. Smyglarar sem verja tíma sínum í að bjarga konum og stúlkum úr haldi hafa verið ráðnir af dögum en þeir þeir höfðu verið að bjarga um 134 á mánuði að meðaltali. Í maí var sú tala komin niður í 39, samkvæmt yfirvöldum sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak. AP fréttaveitan ræddi við hina 18 ára gömlu Lamiya Aji Bashar sem reyndi fjórum sinnum að flýja úr haldi ISIS, áður en henni tókst það í mars.Á flóttanum var hún með tveimur öðrum. Almas, sem var átta ára, og Katherine sem var tvítug. Smyglari var þá með þeim á flótta frá yfirráðasvæði ISIS og voru vígamenn á hælunum á þeim. Jarðsprengja varð á vegi þeirra og Almas og Katherine létu lífið. Lamiya er blind á hægri auganu og með stór og mikil ör eftir sprenginuna, en smyglarinn bjargaði lífi hennar. „Þótt ég hefði orðið blind á báðum augum, hefði flóttinn verið þess virði, þar sem ég lifði þá af.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Talið er að um þrjú þúsund konur og börn sem tilheyra minnihlutahópi Jasída séu í haldi vígamanna Íslamska ríkisins og séu notaðar sem kynlífsþrælar. Þrælarnir eru seldir með smáforritum í snjallsímum. Inn á meðal auglýsinga um ketti og vopn má finna auglýsingar eins og: „Hrein mey. Falleg. 12 ára gömul... Verðið er komið upp í 12.500 dali og hún verður brátt seld.“ Helstu forritin sem vígamennirnir notast við eru Telegram, Facebook og WhatsApp. Samtökin gera einnig út gagnagrunn þar sem sjá má myndir af konunum og nöfn eigenda þeirra. Það var gert svo erfiðara væri fyrir þær að flýja.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Þrátt fyrir að ISIS-liðar séu á hælunum víða í Írak og Sýrlandi hafa þeir hert gripið á þrælum sínum. Smyglarar sem verja tíma sínum í að bjarga konum og stúlkum úr haldi hafa verið ráðnir af dögum en þeir þeir höfðu verið að bjarga um 134 á mánuði að meðaltali. Í maí var sú tala komin niður í 39, samkvæmt yfirvöldum sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak. AP fréttaveitan ræddi við hina 18 ára gömlu Lamiya Aji Bashar sem reyndi fjórum sinnum að flýja úr haldi ISIS, áður en henni tókst það í mars.Á flóttanum var hún með tveimur öðrum. Almas, sem var átta ára, og Katherine sem var tvítug. Smyglari var þá með þeim á flótta frá yfirráðasvæði ISIS og voru vígamenn á hælunum á þeim. Jarðsprengja varð á vegi þeirra og Almas og Katherine létu lífið. Lamiya er blind á hægri auganu og með stór og mikil ör eftir sprenginuna, en smyglarinn bjargaði lífi hennar. „Þótt ég hefði orðið blind á báðum augum, hefði flóttinn verið þess virði, þar sem ég lifði þá af.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira