Franska lögreglan rannsakar miðamál Íslendinga en enginn verið handtekinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2016 09:38 Ráðavilltir og miðalausir Íslendingar við Stade de France í gær. Mynd/Íris Björk Hafsteinsdóttir Fulltrúar ríkislögreglustjóra í París, sem starfað hafa í kringum Evrópumótið í knattspyrnu, segja engan hafa verið handtekinn í tengslum við uppákomu í fönsku höfuðborginni í gær þegar líklega tugir Íslendinga fengu ekki miða, sem greitt hafði verið fyrir, á landsleik Íslands og Frakklands. Geðshræring greip um sig síðdegis í gær meðal íslenskra stuðningsmanna sem höfðu ekki fengið miðana sína í hendur og nær dró leik. Hluti þeirra fengu miðana sína, einhverjir misstu af upphafsmínútunum, aðrir sátu í öðrum sætum en þeim hafði verið úthlutað og loks var hópur fólks sem einfaldlega fékk enga miða. Þeirra á meðal fjölskyldufólk með börn sem héldu aftur á hótelið, sár og reið. Hér má sjá fólk hópast saman í bið eftir miðum í París í gær. „Það eina sem við getum staðfest er að upp kom mál þar sem einhver hluti Íslendinga fékk ekki afhenta þá miða sem búið var að borga fyrir,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Tjörvi hefur verið í París undanfarnar þrjár vikur ásamt öðrum fulltrúa íslensku lögreglunnar til aðstoðar frönskum lögregluyfirvöldum á Evrópumótinu. Til viðbótar hafa sex íslenskir lögreglumenn flakkað á milli þeirra borga þar sem Ísland hefur spilað Tjörvi segir ekki liggja fyrir hve margir sátu uppi miðalausir „Ég er ekki með nákvæma tölu á því en við höfum heyrt töluna sjötíu miða nefnda, en það getur vel verið að talan sé hærri. Við bara vitum það ekki. Málið er í skoðun hjá frönsku lögreglunni sem stendur.“ Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður.Vísir/Stefán Reiðir Íslendingar urðu vitni að því þegar athafnamaðurinn Björn Steinbekk, sem orðið hafði fjölmörgum Íslendingum út um miða fyrir leikinn gegn Englandi í Nice og ætlaði að gera það sama fyrir leikinn gegn Frakklandi, var leiddur á brott af frönskum lögreglumönnum. Veltu nærstaddir fyrir sér hvort Björn hefði verið handtekinn „Það var enginn handtekinn í gær miðað við það síðasta sem við heyrðum,“ segir Tjörvi. Íslenska lögreglan muni aðstoða kollega sína í París við rannsókn málsins. Björn segir í viðtali við RÚV í morgun að hann hafi verið svikinn af miðasölustjóra hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Hann hafnar því að miðarnir sem hann seldi hafi verið falsaðir eða fengnir eftir ólöglegum leiðum. „Við erum að fela okkar lögmanni að vinna að því að hefja endurgreiðsluferli sem fengu ekki miða. Við erum að vinna í því að senda Knattspyrnusambandi Íslands greinargerð um þetta mál. Við höfum verið svikinn af miðasölustjóra UEFA og við munum leggja fram tölvupósta um það í dag. Þar liggur þessi hundur grafinn. Þetta er ömurlegt mál og dagurinn í dag fer í að losa um það sem gerðist.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Fulltrúar ríkislögreglustjóra í París, sem starfað hafa í kringum Evrópumótið í knattspyrnu, segja engan hafa verið handtekinn í tengslum við uppákomu í fönsku höfuðborginni í gær þegar líklega tugir Íslendinga fengu ekki miða, sem greitt hafði verið fyrir, á landsleik Íslands og Frakklands. Geðshræring greip um sig síðdegis í gær meðal íslenskra stuðningsmanna sem höfðu ekki fengið miðana sína í hendur og nær dró leik. Hluti þeirra fengu miðana sína, einhverjir misstu af upphafsmínútunum, aðrir sátu í öðrum sætum en þeim hafði verið úthlutað og loks var hópur fólks sem einfaldlega fékk enga miða. Þeirra á meðal fjölskyldufólk með börn sem héldu aftur á hótelið, sár og reið. Hér má sjá fólk hópast saman í bið eftir miðum í París í gær. „Það eina sem við getum staðfest er að upp kom mál þar sem einhver hluti Íslendinga fékk ekki afhenta þá miða sem búið var að borga fyrir,“ segir Tjörvi Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Tjörvi hefur verið í París undanfarnar þrjár vikur ásamt öðrum fulltrúa íslensku lögreglunnar til aðstoðar frönskum lögregluyfirvöldum á Evrópumótinu. Til viðbótar hafa sex íslenskir lögreglumenn flakkað á milli þeirra borga þar sem Ísland hefur spilað Tjörvi segir ekki liggja fyrir hve margir sátu uppi miðalausir „Ég er ekki með nákvæma tölu á því en við höfum heyrt töluna sjötíu miða nefnda, en það getur vel verið að talan sé hærri. Við bara vitum það ekki. Málið er í skoðun hjá frönsku lögreglunni sem stendur.“ Björn Steinbekk, tónleikahaldari og athafnamaður.Vísir/Stefán Reiðir Íslendingar urðu vitni að því þegar athafnamaðurinn Björn Steinbekk, sem orðið hafði fjölmörgum Íslendingum út um miða fyrir leikinn gegn Englandi í Nice og ætlaði að gera það sama fyrir leikinn gegn Frakklandi, var leiddur á brott af frönskum lögreglumönnum. Veltu nærstaddir fyrir sér hvort Björn hefði verið handtekinn „Það var enginn handtekinn í gær miðað við það síðasta sem við heyrðum,“ segir Tjörvi. Íslenska lögreglan muni aðstoða kollega sína í París við rannsókn málsins. Björn segir í viðtali við RÚV í morgun að hann hafi verið svikinn af miðasölustjóra hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Hann hafnar því að miðarnir sem hann seldi hafi verið falsaðir eða fengnir eftir ólöglegum leiðum. „Við erum að fela okkar lögmanni að vinna að því að hefja endurgreiðsluferli sem fengu ekki miða. Við erum að vinna í því að senda Knattspyrnusambandi Íslands greinargerð um þetta mál. Við höfum verið svikinn af miðasölustjóra UEFA og við munum leggja fram tölvupósta um það í dag. Þar liggur þessi hundur grafinn. Þetta er ömurlegt mál og dagurinn í dag fer í að losa um það sem gerðist.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17 Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31 Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Íslenskar fjölskyldur dregnar á asnaeyrum í París Fjöldi Íslendinga sem ætlaði á Stade de France í kvöld komst aldrei á leikinn. 3. júlí 2016 23:17
Segja maðk í mysunni með miða Björns Steinbekk Afhending miða frá Birni hefur dregist en aðrir hafa lent í því að miðarnir eru ekki teknir gildir við innganginn. 3. júlí 2016 19:31
Hundruð svikin um miða Svikinn Frakklandsfari horði upp á unga menn á aldrinum 20 til 25 ára hágrátandi fyrir utan völlinn í París á meðan þjóðsöngurinn var leikinn fyrir innan. 4. júlí 2016 07:00